Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 Er vinnustaðurinn þinn tilbúinn? Vinnudagur félagsmanna VR styttist um 9 mínútur 1. janúar 2020 verið stunduð sjósókn ásamt hefð- bundnum búskap. Nálægð við góð fiskimið gerði íbúum hverfisins kleift að búa þétt, með lítinn bú- stofn eða jafnvel í þurrabúðum. „Þrátt fyrir að Þórkötlustaðahverfi hafi verið þéttbýlt um aldir hefur hverfið engu að síður mörg ein- kenni dreifbýlis miðað við núver- andi skilgreiningar. Það er þessi þversögn sem markar svipmót hverfisins meira en nokkuð annað,“ segir í greinargerðinni. Fólki fjölg- aði mjög undir lok nítjándu aldar og undir miðbik þeirrar tuttugustu voru þar um 200 íbúar. Aukin umsvif í Járngerðarstaða- hverfi ásamt nýjum hafnarmann- virkjum í Hópinu voru þá farin að hafa áhrif á þróunina í Þórkötlu- staðahverfi undir miðja 20. öld. Þungamiðja athafnalífsins og vaxtarbroddur fluttust til. Til að bregðast við því stofnuðu íbúar hverfisins Hraðfrystihúsið Þórkötlu og skóli var stofnaður. Þá var rekin verslun í hverfinu um tíma. Það dugði ekki til og fólki fækk- aði. Það varð til þess að nokkur íbúðarhús voru flutt yfir í Járn- gerðarstaðahverfi og einhver til við- bótar rifin. Meðal húsanna sem voru flutt á milli hverfa var æsku- heimili Guðbergs Bergssonar rit- höfundar. Nú er föst búseta í 11 húsum og 30 einstaklingar skráðir með fasta búsetu. Á svæðinu eru skráð 56 standandi hús, þar af 22 íbúðarhús, einn sumarbústaður og tvö iðn- aðarhús og síðan 31 kofi. Síðast- nefndu húsin hafa verið notuð sem skepnuhús, skemmur og hjallar. Margbreytileiki einkennandi Svipmót Þórkötlustaðahverfis mótast að miklu leyti af því þéttbýli sem þar hefur verið um aldir. Menn leituðust við að afmarka lóðarmörk sín með hleðslu garða um túnskika og kálgarða. Garðarnir eru eitt af því sem gefur svæðinu afgerandi svipmót þótt einhverjir hafi horfið í umróti síðustu áratuga. Vakin er athygli á því í skýrsl- unni að húsagerð í hverfinu er fjöl- breytt og margbreytileikinn ein- kenni byggðina öðru fremur. Þrátt fyrir þéttbýlið breyttist Þórkötlu- staðahverfi aldrei í hefðbundið þorp og ber enn talsverð einkenni dreif- býlis. Dæmi um það eru stórar lóðir og kofabyggingar við flest húsin. Ekki eru mörg hús talin hafa mikið varðveislugildi ein og sér en saman gegna þau mikilvægu hlut- verki fyrir heildarsvipmót hverfis- ins og teljast mikilvæg í því sam- hengi. Kofarnir skapi hverfinu sérstöðu á sama hátt. Skýrsluhöfundar meta það svo að menningarsögulegt gildi hverfisins vegi þyngst. Þar á eftir kemur um- hverfisgildi þegar horft er á heildarbrag hverfisins og samspil þess við umhverfið. Þéttbýli með einkenni dreifbýlis  Lagt er til að Þórkötlustaðahverfi í Grindavík verði verndarsvæði í byggð  Þrátt fyrir mikið þéttbýli fyrr á árum breyttist hverfið aldrei í hefðbundið þorp  Hefur menningarsögulegt gildi Morgunblaðið/Eggert Garðar Hlaðnir garðar úr hraungrjóti eru eitt af einkennum Þórkötlustaðahverfis. Þá á að vernda og helst laga. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt að leggja til við forsætis- ráðuneytið að Þórkötlustaðahverfi verði verndarsvæði í byggð. Mark- miðið er að stuðla að verndun sögu- legrar byggðar. Þórkötlustaðahverfi er eitt af þremur svokölluðum hverfum í Grindavík en þau mynduðust í kringum útræði. Hin eru Járn- gerðarstaðahverfi, þar sem megin- byggðin í Grindavík er nú, og Staðarhverfi. Þórkötlustaðahverfi er austasta svæðið í þéttbýli Grindavíkur og er verndarsvæðið um 50 hektarar að stærð. Unnið hefur verið að undirbún- ingi tillögu um verndarsvæði í rúm tvö ár. Það var gert með húsakönn- un og fornleifaskráningu og gerð skýrslu þar sem tillaga er gerð um verndun. Haldnir voru tveir íbúa- fundir. Tillagan er tilbúin ásamt greinargerð og hefur verið sam- þykkt í bæjarstjórn. Miðjan færðist með hafnargerð Í greinargerð kemur fram að lík- legt er talið að Þórkötlustaðir séu meðal elstu jarða í Grindavíkur- hreppi hinum forna. Talið er að kjarni Þórkötlustaða hafi frá upp- hafi verið á svipuðum stað og Þór- kötlustaðabæirnir standa enn á. Svæðið hafi verið þéttbýlt á ís- lenskan mælikvarða og þar hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.