Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 31
FRÉTTIR 31Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Ungir og aldnir fjölmenntu í leik- skólann Barnabók á mánudaginn en þá var formleg opnun á nýju hús- næði leikskólans, þar sem nýkjör- inn sóknarprestur, Jarþrúður Árnadóttir, flutti ávarp og blessaði hús og starfsemi. Langþráður áfangi er nú í höfn, í gamla leikskólanum var aðstaða lé- leg og óhentug og húsið jafnframt löngu orðið of lítið. Starfsemin var því til húsa í tveimur byggingum en nærliggjandi íbúðarhús hafði einnig verið tekið undir leikskólann þó ekki væri það til hagræðis að þurfa að hafa börnin á tveimur aðskildum stöðum. Á meðan bygging nýja hússins stóð yfir sýndu bæði börn og starfs- fólk mikla þolinmæði en húsið sem hýsti yngri deildina var að mestu leyti rifið og nýtt hús byggt á grunninum. Með nýjum leikskóla hefur orðið gjörbylting á allri aðstöðu, jafnt barna sem starfsfólks og var hið nýja húsnæði hannað til að koma sem best til móts við þarfir þeirra á allan hátt. Mikil breyting „Þetta er svo mikil breyting fyrir okkur öll að henni verður vart lýst með orðum, það má því segja að allt hafi breyst,“ sagði Halldóra J. Frið- bergsdóttir leikskólastjóri í ávarpi sínu. „Hér hefur starfsfólk í gegn- um tíðina unnið frábært starf þrátt fyrir erfiðar aðstæður og á miklar þakkir skildar.“ Halldóra minnti einnig á það að börnin dvelja í leikskóla daglangt mestan hluta ársins, nema rétt yfir sumarleyfistímann og því ætti öll- um að vera ljóst mikilvægi góðs að- búnaðar fyrir þessa yngstu þegna samfélagsins. Leikskóli var fyrst byggður í Miðholti árið 1983 og var þá tvíset- inn og börnin nestuð að heiman því eldhúsaðstaða var þar ekki fyrir hópinn. Nýja rúmgóða leikskóla- húsið stendur á grunni þess gamla en húsið er alls 418 m2 og er hannað þannig að auðvelt er að stækka það en starfsmannaaðstaða er ætluð fyrir þriggja deilda leikskóla með allt að 55 börnum. Á Barnabóli eru nú 22 börn á tveimur deildum en rými er þar fyrir nærri fimmtíu börn en alls starfa sex manns í leikskólanum núna auk leikskólastjóra. Leikskólanum bárust heillaóskir og veglegar gjafir á þessari opn- unarhátíð. Fulltrúar félagasamtaka fluttu ávörp á opnunarhátíðinni og afhentu myndarlega fjárhæð, alls 900.000 krónur. Gefendur voru For- eldrafélag leikskólans, Kvenfélagið Hvöt á Þórshöfn og Verkalýðsfélag Þórshafnar en einnig gaf Kvenfélag Þistilfjarðar þrjú leikja- og kennslusett fyrir ipad svo ljóst er að hlýhugur fólks er mikill í garð leikskólans og þeirra sem þar dvelja. Langþráður leikskóli formlega opnaður  Bylting á aðstöðu barna og starfsmanna á Þórshöfn Morgunblaðið/Líney Borðaklipping Ánægð leikskólabörn klippa á borðann á opnunarhátíðinni. Nýr skóli Það fer vel um leikskólabörnin á Þórshöfn í nýju Barnabóli. Flybus fagnar 40 ára afmæli á árinu en flugvallarrútan var sett á lagg- irnar árið 1979 af Kynnisferðum sem reka þessa þjón- ustu enn. Flybus hefur í tilefni af- mælisins tekið í notkun 11 nýja fólksflutningabíla, 10 af gerðinni VBL og einn frá Mercedes-Benz, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Flybus. ,,Kynnisferðir - Reykjavík Excursions hófu rekstur Flybus-rútunnar fyrir 40 árum en Flybus hefur um árabil verið meg- inleið farþega á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Áætlunarferðir Flybus eru í samræmi við allar kom- ur og brottfarir en við leggjum áherslu á að veita þeim sem sækja Ís- land heim bestu mögulegar teng- ingar við áfangastaði sína. Í tilefni af- mælisins munum við bjóða 40% afslátt í Flybus í dag, fimmtudag, á vefsíðunni flugrutan.is,“ er haft eftir Birni Ragnarssyni, framkvæmda- stjóra Kynnisferða, í tilkynningunni. Þess má geta að Kynnisferðir fögn- uðu 50 ára afmæli á síðasta ári. Björn lýsir yfir ánægju með að fá nýjar rútur í flotann. „Nýju bílarnir eru sparneytnari og umhverfismildari en áður. Þeir eru með aukið pláss bæði fyrir farþega og farangur og með USB-tengi við öll sæti auk ókeypis, þráðlausrar net- tengingar. Bílarnir eru auk þess bún- ir nýjasta öryggisbúnaði frá fram- leiðendum og því öruggari í alla staði fyrir farþega og ökumann. Það er hluti af umhverfis- og öryggisstefnu fyrirtækisins. Við höfum yfir að ráða einum stærsta hópbifreiðaflota Ís- lands og erum með margar stærðir bifreiða sem sjá um að koma farþeg- um okkar á marga af fallegustu stöð- um Íslands,“ segir Björn enn fremur í tilkynningu Flybus. Ljósmynd/Flybus Flugrútur Nýju bílarnir í flotanum. Þeir eru sagðir sparneytnari og um- hverfismildari en áður, og með meira pláss fyrir farþega og farangur. Flybus með 11 nýjar rútur  Fyrirtækið fagnar 40 ára afmæli í ár Björn Ragnarsson Tryggingar ferðaskrifstofunnar Gamanferða dugðu fyrir öllum samþykktum kröfum í félagið eftir að það fór í rekstrarstöðvun í apríl, skömmu eftir að WOW air fór í þrot. Alls bárust 1.044 kröfur vegna rekstrarstöðvunarinnar, en 980 þeirra voru samþykktar. Byrja á að greiða út samþykktar kröfur á næstu dögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu en eftir að Gamanferðir skiluðu inn ferða- skrifstofuleyfi sínu tók stofnunin við að reyna að nýta eins og frekast var kostur þá þjónustu sem þegar hafði verið bókað og greitt fyrir eða greitt inn á. Þannig var í fjöl- mörgum tilfellum hægt að nýta hluta pakkaferðar, t.d. tónleika- miða, hótelgistinu eða flug að því er segir í tilkynningunni. Rekstrar- stöðvunin hafði áhrif á ferðaáætl- anir yfir 3.000 manns. Fram kemur að heildarfjárhæð krafna var tæpar 203 milljónir. Af 1.044 kröfum voru 980 samþykktar, þar af 36 að hluta. Heildarfjárhæð samþykktra krafna var tæpar 190 milljónir. Í 44 tilfellum voru kröfur dregnar til baka og 20 var hafnað. Samþykktar kröfur greiddar að fullu Morgunblaðið/Hari Ferðir Rekstur Gamanferða stöðvaðist skömmu eftir að WOW air fór í þrot.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.