Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 Það var í lok 9. áratugar síðustu aldar sem nokkrir samstarfsmenn ákváðu að leita sér afdreps á landsbyggðinni fyrir sig og fjöl- skyldur sínar til útivistar og samveru. Var víða leitað fanga og jarðir og eyjar skoðaðar og boðið í þær sumar. Að lokum fannst jörð á Síðunni sem allir voru sáttir við og var hún keypt. Í þessum hópi var samstarfs- maður okkar til margra ára, Ólafur Jón Einarsson lýta- læknir. Hófst nú ánægjuleg 17 ára samfelld samvinna fjöl- skyldna og sameignarmanna um rekstur og uppbyggingu jarðar- innar og var víða leitað fanga. Þar var Ólafur og hans fjöl- skylda með af miklum áhuga og eljusemi. Á annað hundrað hekt- arar af landi voru skipulagðir undir skógrækt. Plöntun hófst skömmu eftir kaup hennar. Ólafur og fjölskylda hans voru mjög áhugasöm um skógrækt- ina, boðin og búin að planta hvort sem var að vori eða hausti. Oft voru allir eigendur saman í gróðursetningarferðum, potuðu niður nokkur þúsund plöntum, nutu samverunnar í fallegu um- hverfi og oftar en ekki í góðu veðri. Að stunda skógrækt er langhlaup. Frumkvöðlarnir njóta oft ekki ávaxtanna af erfiði sínu. En það að fylgjast með litlum plöntum ná að lifa af fyrsta veturinn og verða að trjám veitir öllum skógræktend- um gleði og ánægju. Skógurinn lifir alla frumkvöðlana af en fal- legur skógur ber þeim fagurt vitni sem lögðu á sig vinnu við að koma slíkum sælureitum upp. Skógurinn í Skál á Síðu sem stækkar og dafnar mun bera Ólafi Einarssyni fagurt vitni um ókomna tíð. Austur á Síðu eru mörg vatns- föll. Sum þeirra runnu um land Skálar enda jörðin landmikil. Að fjallabaki er Hellisá við Leiðólfs- fell. Falleg dragá, vatnsmikil en fisklítil. Við sameignarmennirnir réðumst í stórfelldar laxaslepp- ingar í Hellisá. Var keypt veg- legt veiðihús og það flutt austur að ánni. Fyrsta árið var sleppt um 50 löxum sem fengust úr hafbeit í Kollafirði. Reynslan var góð og næstu fjögur árin var þarna talsverður rekstur. Þvera þurfti ána svo laxar slyppu ekki niður. Fengnir voru laxar úr Lárósi og þeir fluttir með stórum sér- útbúnum flutningabílum austur á heiðar, oft 200-300 laxar í senn. Mikil vinna kom á alla eigendur við að þjónusta þessa starfsemi. Oft fórum við Ólafur saman að sópa af fyrirhleðslugrindum, taka þátt í sleppingum, redda stífluðum vatnsleiðslum eða nappa veiðiþjófa. Oft var farið úr bænum eða um miða nótt frá Skál. Aldrei heyrði ég Ólaf kvarta yfir þess- ari aukavinnu sem oft var lýj- andi en þó gefandi. Við félagarnir stunduðum fuglaveiðar á haustin. Gæsaveið- ar í kvöldflugi í Blöðkunni, upp við Gránuvatn eða við Hellisá. Rjúpnaveiði var einnig gjöful á haustin. Að leiðarlokum þökkum við Ólafi fyrir samfylgdina bæði í starfi og leik og sendum fjöl- skyldu hans samúðarkveðjur við fráfall hans. Gísli, Halldór, Eiríkur. Ólafur Jón Einarsson ✝ Ólafur Jón Ein-arsson fæddist 10. september 1950. Hann lést 29. september 2019. Útför Ólafs Jóns fór fram 9. október 2019. Kær vinur, Ólaf- ur Jón Einarsson, er fallinn frá langt fyrir aldur fram að- eins 69 ára. Við ólumst upp á sama svæðinu í Keflavík sem var eiginlega lítið þorp í þá daga. Við urðum fljótt vinir og það var ýmislegt brallað á unglingsárunum. Óli naut einstaks atlætis í for- eldrahúsum. Sérlega minnis- stætt er þegar við nokkrir fé- lagar stunduðum taflmennsku heima hjá Óla, þá fengum við alltaf dýrindis trakteringar frá Liss móður hans. Síðar héldum við ásamt fleir- um til náms í Menntaskólanum á Laugarvatni. Heimavistin varð okkar heimili næstu árin. Við Óli deildum oftast herbergi á þess- um tíma. Heimsmálin og pólitík- in áttu hug flestra í skólanum á þessum árum. Þetta voru bylt- ingartímar, flestir voru með með sítt hár, í lopapeysum og öllu var mótmælt. Meira að segja mötu- neytinu var mótmælt. Fæðið þótti ekki nógu gott. Hættum við Óli því viðskiptum um tíma, keyptum okkur prímus og eld- uðum okkur dýrindis máltíðir á stéttinni fyrir utan heimavistina. Þetta voru skemmtilegir tímar. Námið reyndist Óla auð- velt enda greindur og vel skipu- lagður í því sem hann tók sér fyrir hendur. Á Laugarvatni myndaðist traustur vinskapur milli nem- enda. Margir hafa haldið hópinn fram á þennan dag, m.a. með „Elluklúbbnum“, saumaklúbb með allmörgum bekkjarfélögum og mökum þeirra. Klúbburinn á margar gleðilegar samveru- stundir og ferðalög að baki. Óli er sá þriðji í þessum 18 manna hópi sem kveður þennan heim. Lífið hélt áfram, við lukum læknanámi og héldum síðar sín í hverja áttina. Þótt sambandið væri minna, stundum árum sam- an, var þráðurinn alltaf sterkur. Þegar við hittumst var eins og tíminn hefði staðið í stað. Óli hafði einstaklega góða nærveru, var ljúfur og nærgætinn í allri framkomu, einlægur og hlýr. Eftir heimkomu frá sérnámi unnum við um tíma saman, bæði á Landspítala og í Domus Medica. Óli var lýtaskurðlæknir, mjög fær og vel menntaður á sínu sviði, bæði í Svíþjóð og Dan- mörku. Klofinn gómur og skarð í vör hjá börnum eru flókin verk- efni innan lýtaskurðlækninga. Óli sérmenntaði sig sérstaklega á þessu sviði, naut mikillar virð- ingar og sinnti börnum með þessi vandamál með miklum sóma árum saman. Fyrir hálfu öðru ári greindist Óli með illvígan sjúkdóm. Hann tók veikindum sínum af miklu æðruleysi. Hann endurskipulagði líf sitt, ferðaðist, spilaði golf og tók þátt í lífinu fram á síðasta dag umvaf- inn börnum sínum og barna- börnum. Þrátt fyrir að sjúkdóm- urinn hefði augljóslega mikil áhrif á hans daglegu líðan, lét hann alltaf vel af sér og kvartaði aldrei. Það má segja að hann hafi verið einstök hetja í sínum erfiðu veikindum. Óli var tvíkvæntur og eignað- ist 3 dætur, sem búnar eru mikl- um mannkostum. Þær hafa sinnt föður sínum af mikilli umhyggju og ást í veikindum hans síðustu misserin. Kæri vinur, ég kveð þig með sorg í hjarta og þakka þér fyrir samfylgdina. Sendi dætrum Ólafs og fjöl- skyldum þeirra mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Oddur Fjalldal. Enn er höggvið skarð í hóp ungmenna sem hittust á Um- ferðarmiðstöðinni í Reykjavík haustið 1966, full tilhlökkunar og spennu á leið til náms við Menntaskólann á Laugarvatni. Óli Einars, eins og við köll- uðum hann, var þar í allstórum hópi væntanlegra nemenda, einn af Keflvíkingunum og næstu fjögur árin á heimavistinni treystust vinaböndin, sem hafa varað síðan. Óli var greindur og góður námsmaður, mjög ná- kvæmur í allri framsetningu og tamdi sér góð og vönduð vinnu- brögð, sem áttu eftir að fylgja honum í námi við Læknadeild HÍ og í ævistarfinu. Óli var skemmtilegur félagi, alltaf hlýr í viðmóti, „ligeglad“ og var oftast mitt í hringiðunni. Kunni sig alltaf og fór ekki yfir strikið enda einkenndi snyrti- mennska, jafnaðargeð, nær- gætni og góð framkoma hann alltaf. Okkur fannst þetta hafa með dönsku erfðaþættina að gera. Hópurinn tvístraðist eftir námsárin hér heima og fór Óli til náms í skurðlækningum og lýta- lækningum í Svíþjóð og síðar í frekari sérhæfingu í Danmörku. Þegar Óli kom heim úr námi hóf hann störf á Lýtalækningadeild Landspítalans og stofnaði einnig eigin læknastofu í Domus Medica. Minningar um góðan dreng sækja á hugann þegar við kveðj- um vin okkar. Óli Einars var einn af strákum Elluklúbbsins sem er saumaklúbbur stelpn- anna í okkar árgangi í ML. Við makarnir höfum alltaf fengið að fljóta með í uppákomur, ferðalög og siglingar. Á hverju ári hefur verið kátt á hjalla á októberfest sem reyndar er haldin janúar vegna áhuga þátttakenda á ferðalögum, veiði og golfi. Í ferð- um okkar tók Óli alltaf fram tafl- ið og tefldi af krafti við félaga úr makahópnum. Óli var mikill veiðimaður og sinnti skotveiðum af ástríðu, en á seinni árum varð golf helsta tómstundagaman Óla Einars. Síðasta hluta starfsævinnar starfaði hann sem lýtalæknir í Kaupmannahöfn. Þar eins og hér á landi naut hann virðingar fyrir störf sín. Hann var kominn heim og var að setjast í helgan stein þegar vágesturinn gerði vart við sig og var síðasta ár Óla erfitt. Hann barðist af krafti og æðruleysi við sjúkdóminn og lét sig ekki vanta ef eitthvað stóð til. Í alvöruleysi skólaáranna sungum við um moldina, sem mun eignast okkur. Nú hefur hún heimt úr okkar hópi enn einn vin sem við minnumst með söknuði og þökkum fyrir að hafa fengið að vera samferða. Dætrum Ólafs, systrum hans og fjölskyldunni allri sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Gizur, Gunnar, Oddur, Ólaf- ur K., Rúnar og Sigmundur. Góður drengur er genginn á braut. Mér er ljúft að minnast hans hér. Leiðir okkar lágu saman í læknisfræði við HÍ 1970. Hann stúdent frá Laugavatni, en ég úr Verslunarskólanum, sem þótti frekar galin leið að þessu námi. Maður finnur fljótt með hverj- um maður vill eiga samleið í líf- inu. Eitthvað í fari viðkomandi, samkennd, hispursleysi og heið- arleiki tengdi Ólaf við mig. Hann var alltaf innan seilingar með góð ráð, þótt leiðir í sérnámi hafi farið sín í hvora áttina. Báðir þó tengdir Köben, en á mismunandi tímum. Síðan samstarf hér heima. Ekki spilltu samveru- stundir fyrir á Barðaströnd í bú- stöðum okkar þar og veiði saman í Móru. Óli aflakló. Traustur vinskapur slitnaði aldrei. Hann leyfði mér að fylgj- ast náið með erfiðum veikindum sínum. Skynsemin og æðruleysið var alltaf ríkjandi. Við áttum góða vinastund fyr- ir þremur vikum í bústað mínum í Hestlandi við Kiðjaberg. Sól, logn og 16 gráður. Spiluðum níu holur á Kiðjabergi. Hann betri. Hittum góða gamla vini við golf- skálann eftir leik með einum bjór (stórum). Nutum samveru í bústaðnum um kvöldið og að morgni. Grill- aður humar með Chablis 2015 frá Óla. Samræður um lífið og tilveruna toppuðu þetta. Þarna kom best í ljós hve gefandi hann var alltaf og æðruleysi hans ein- kennandi. Dýrmætt Carpe Diem dæmi þarna. Hitti hann á líknardeildinni tveimur dögum fyrir andlátið. Hann var alveg sáttur, búinn að skila sínu að eigin sögn. Við rúmið voru dætur hans þrjár, sem hann var mjög stoltur af. Kveð kæran vin minn Óla Einars með þökk fyrir allt í tæp fimmtíu ár. Vinátta og kveðja var innsigluð með góðu löngu faðmlagi. Æðruleysi hans skilur dætur hans eftir sterkari. Samúð mín er öll hjá þeim. Kjartan Magnússon. Nú er hann vinur minn Ólafur Einarsson lýtalæknir allur. Hann lifði með reisn og dó með reisn. Það var fyrir um það bil einu og hálfu ári að við fréttum að Óli hefði greinst með krabba- mein í brisi sem hafði þá þegar dreift sér í lifrina og við sem vit- um hvað klukkan slær vissum að hér var alvara á ferð og það vissi Óli líka. Það var aðdáunarvert að sjá og upplifa hvað Óli tók þessu áfalli af miklu æðruleysi og hetjuskap, og var ákveðinn í að njóta þess sem eftir væri út í ystu æsar með fjölskyldu og vin- um og það gerði hann sannar- lega. Ég hitti Óla oft þennan tíma eftir að hann veiktist. Við fórum gjarnan út að borða sam- an og alltaf var hann glaður að sjá og með skopskynið í lagi. Hann sagði mér hvernig gengi í baráttunni, án þess að kvarta. Sagði mér frá því hvaða ráðstaf- anir hann var að gera. Til að gera stelpunum sínum og fjöl- skyldu lífið léttara eftir sinn dag, sem sýndi hvaða mann hann hafði að geyma. Og svo fór mest- ur tíminn í að ræða hvað hann hefði verið að gera sér til ánægju, lifa lífinu. Hann fór í golf með félögunum heima og er- lendis, laxveiði í Borgarfjörðinn og mest var hann ánægður með að hafa farið með barnabarn sitt á rjúpu síðastliðið haust þar sem hann gat kennt honum öll leynd- armálin eins og sannur veiði- maður. Og Óli lét aldrei bugast, heldur hélt áfram að plana. Það er stutt síðan hann vildi að við færum saman að spila golf á Alicante og dvelja í íbúðinni sem hann hafði eignast þar. Svo mik- ill var hugurinn í Óla og bjart- sýnin. En nú er Óli farinn í aðra og lengri ferð. Við sem eftir sitj- um erum þakklát fyrir að hafa kynnst Óla og fengið að vera samferða honum. Við Óli bröll- uðum ýmislegt saman. Unnum saman í Læknahúsinu í Domus Medica þar sem ég starfa enn og ég veit að starfsfólkið þar átti ánægjulegar stundir með Óla og hugsar hlýtt til hans. Fyrir mörgum árum stofnuðum við lít- ið fyrirtæki í Færeyjum og fór- um þangað af og til og sinntum lýtalækningum. Færðum okkur síðan yfir til Danmerkur til Kaupmannahafnar þar sem við unnum saman á Nygart klinik við Kóngsins nýjatorg, Óli í fullu starfi en ég í hlutastarfi. Þar endaði Óli sinn farsæla feril sem lýtalæknir. Því miður var Óli nýhættur að vinna þegar sjúkdóminn bar að garði, en hann ætlaði að njóta þess að spila golf og vera með fjölskyldu og vinum. Við eigum eftir að sakna Óla. Hann var sannur vinur, séntilmenni og góður maður. Guggu, Örnu, Þórunni, Lísu og fjölskyldu sendi ég samúðar- kveðjur. Guð blessi þig, Óli minn. Þinn vinur, Ottó. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir (Hannes Pétursson) Vinur minn og kollegi Ólafur Einarsson hefur nú kvatt lífið alltof snemma. Hann var nær- færinn og fær læknir og góð- menni. Leiðir okkar hafa legið víða saman og við höfum gengið og leikið á grænum grundum ýmissa landa. Síðastliðið ár hefur hann sýnt hvernig best verður brugðist við banvænum sjúkdómi, sinnt fjölskyldu og vinum og gengið frá sínum málum. Þetta án reiði eða sjálfs- vorkunnar. Ég sakna hans sem vinar og félaga og mun minnast hans er ég heyri góðs manns getið. Pétur Skarphéðinsson. Í dag kveðjum við Ólaf Einarsson, Óla Einars, í hinsta sinn. Ég kynntist Óla fyrir 20 ár- um í golfferð lækna til Spánar. Sem læknir sjálfur vissi ég auð- vitað af honum fyrir þann tíma en leiðir okkur lágu ekki saman fyrr en þarna. Það sem dró mig að Óla var hversu almennilegur hann var strax við fyrstu kynni, hress og heiðarlegur, sannkall- aður almúgamaður. Hann var þarna strax orðinn reyndur læknir og tók að sér erfið sjúkra- tilfelli og var til dæmis að gera aðgerðir á ungum börnum með skarð í vör og gómi. Góð tækni og hæfileikar hans í samskiptum við bæði börn og foreldra þeirra höfðu þá þegar skapað honum virðingu, bæði á meðal lækna og skjólstæðinga hans. Í nýlegu samtali okkar Óla ræddum við meðal annars um af- rek hans á sviði læknisfræð- innar. Ég vissi að margir skjól- stæðingar hans ganga um hnarreistir og sjálfsöruggir eftir handverk Óla, bæði hér á Íslandi en ekki síst í Danmörku. Óli var auðvitað stoltur af þessari vinnu en stoltastur var hann þó með hlut sinn í aðgerðum á börnum með klofinn góm. Samskipti okkar Óla voru í gegnum golfið. Óli var alltaf kappsamur í golfleik en ætíð heiðarlegur og var hann sann- kallaður heiðursmaður í þeim leikjum sem við spiluðum. Við vorum hvorugir eins góðir í golfi og við vildum vera, stundum var spilamennskan tómt rusl en svo komu þessi dásamlegu högg inn á milli. Í golfinu sá ég hans góðu mannkosti, áhuga á bæði eigin leik og annarra, viljann til að hvetja aðra og samkennd með þeim (eins og mér) sem ekki náðu sínum besta leik. Fyrir 16 mánuðum var ég staddur úti í sveit, nýbúinn með golfhring í fádæma góðu veðri, þegar Óli hringdi í mig. Hann var þá nýgreindur með fyrirferð í brisi. Næstu tvo mánuði rigndi stöðugt og á sama tíma gekkst Óli undir erfiðar aðgerðir. Mein- ið var óskurðtækt og ólæknandi. Þvílíkt högg. Óli vissi strax hvað var fram undan. Hann tók þess- ari vitneskju með fádæma æðru- leysi, dugnaði og ákvað að tækla vandamálið á sinn hátt. Hann var staðráðinn í því að nýta tím- ann sinn eins vel og hann gæti og gera það sem hann langaði til og helst ekkert annað. Sem vin- ur og kollegi lærði ég mikið af því að fylgjast með honum af hliðarlínunni. Hann var dugleg- ur að fá hjálp við sínum vanda en eyddi mestum tíma í að lifa lífinu með sínum nánustu ættingjum og vinum. Í síðasta samtali okkar var Óli yfirvegaður en líka greinilega sáttur við þá stöðu sem hann var kominn í. Hann hafði náð að gera flest það sem hann hafði ætlað sér (m.a. prófa mótorhjól) og hann var í góðri sátt við vini og ættingja. Það var öllum ljóst að af öllum hans afrekum í lífinu var stærsta og mikilvægasta af- rekið það að hafa eignast þrjú dásamleg börn og síðan barna- börn. Fjölskyldan var honum það allra mikilvægasta. Óli fór síðastliðin tíu ár með mér og fleirum til Flórída að spila golf og fyrir hönd allra í þeim hópi sendi ég innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Með Óla er drengur góður genginn en minning hans mun áfram lifa. Sjálfur hef ég misst kæran vin en missir fjölskyldu hans er mestur. Blessuð sé minning hans. Kjartan Örvar. Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is. Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti. Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Sálm. 86.5 biblian.is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.