Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 ✝ Þorsteinn Jóns-son (Doddi á Grund) fæddist á Grund, Akranesi 24. september 1937. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Höfða á Akranesi 26. september 2019. Foreldrar Þor- steins voru Jón Ágúst Árnason al- þingismaður, f. 15. janúar 1909, d. 23. júlí 1977, og Ragnheiður Þórðardóttir hús- móðir, f. 22. ágúst 1913 á Akra- nesi, d. 20. maí 2002. Systkini Þorsteins eru Emilía, f. 3. febr- úar 1934, d. 3. ágúst 2017, Mar- grét, f. 11. júní 1945, og Petrea Ingibjörg, f. 14. nóvember 1949. Þorsteinn kvæntist 31. des- ember 1961 eftirlifandi eigin- konu sinni, Margréti Þórarins- dóttur, f. 3. janúar 1942. Margrét er dóttir hjónanna Þór- arins Stefánssonar kjötiðnaðar- manns, f. 11. febrúar 1913, d. 6. febrúar 1984, og Elínar Maríu Guðjónsdóttur húsmóður, f. 5. september 1919, d. 22. febrúar 1957. Systkini Margrétar eru: Guðjón, f. 29. ágúst 1937, Sig- 1937, d. 18. september 2010. Anna er gift Guðmundi Val- geirssyni og eiga þau þrjú börn: a) Valgeir Fanndal, f. 5. júlí 1979, giftur Sigþrúði Odds- dóttur, f. 19. janúar 1989. Þau eiga Atla Fannar, sonur Sig- þrúðar er Kristófer Máni. b) Erla Ósk, f. 24. apríl 1987, gift Guðfinni Magnússyni, f. 25. júní 1992, þau eiga Rúrik Almar og nýfædda dóttur. c) Hlynur Már, f. 28. apríl 1995. Þorsteinn stundaði nám við Iðnskólann á Akranesi og hélt að því loknu í Vélskóla Íslands þar sem hann lauk vélvirkja- námi og var á samningi hjá Þor- geiri og Ellert ehf. Hann vann m.a. við fjölskyldufyrirtækið Heimaskaga, stofnaði Málmiðj- una ásamt fleirum, var í nokkur ár lögregluþjónn, rak fyrirtæk- ið Fiskiðjuna Arctic sem faðir hans stofnaði, átti og rak ásamt syni og fjölskyldu þeirra fyrir- tækið Jón Þorsteinsson ehf., síð- ar Akraborg ehf. Þorsteinn hafði ýmis áhuga- mál, stundaði á löngu tímabili stangveiðar ásamt stórfjölskyld- unni. Var um tíma í Frímúrara- reglunni og í Kiwanisklúbbnum Þyrli nánast til dánardags. Útför Þorsteins fer fram frá Akraneskirkju í dag, 10. októ- ber 2019, klukkan 13. ríður, f. 17. mars 1939, d. 9. janúar 2019, Guðríður, f. 4. maí 1940, d. 18. júlí 2000, Stefán, f. 3. janúar 1944, d. 12. febrúar 2015, Guðmundur, f. 7. mars 1945, María Vigdís, f. 6. ágúst 1946, Sigurberg, f. 26. júní 1948, d. 8. júní 2013, Þór, f. 7. maí 1951, Sveinbjörn, f. 2. júlí 1952, Vilmundur, f. 26. sept- ember 1953, Kristín Ósk, f. 15. febrúar 1956, og Elmar Sófus, f. 22.febrúar 1957. Sonur Þorsteins og Margrét- ar er Jón Ágúst, f. 24. mars 1962, kvæntur Sigríði Sigurð- ardóttur, f. 8. febrúar 1962. Börn þeirra eru: a) Hildur, f. 4. maí 1990, gift Guðmanni Sturlu- syni, f. 28. júní 1990, þau eiga þrjá syni :Styrmi Ara, Óliver Ágúst og Sigurð Fannar. b) Þor- steinn, f. 30. september 1991. c) Ingibjörg Elín, f. 27. maí 1998. Fyrir átti Þorsteinn Önnu Berg- lindi, f. 2. september 1957, sem hann eignaðist með Erlu Ingi- mundardóttur, f. 17. desember Nú þegar ég kveð pabba, þá er mér þakklæti efst í huga fyrir þann tíma sem við áttum saman og þann frábæra vinskap sem hann mér veitti. Pabbi var ljúfur og glaðlyndur, gat verið fljótur að sjá spaugilegar hliðar á tilverunni og var stórtæk- ur í fimmaurabröndurum. Hann var bjartsýnn að eðlisfari og úrræðagóður í vandræðum hvers konar og tók verkefnum með bros á vör. Hann var vinur í raun og greiddi götu margra eins og hann gat. Tuð og barlómur voru honum ekki að skapi. Hann var vélvirki að mennt og leikinn með vélar og tæki. Hann hafði gaman af vinnu og vann mik- ið. Stundum svo mikið að mönnum þótti nóg um. Þegar við vorum saman í rekstri var hann fyrsti maður inn að morgni og síðasti maður út um kvöld. Þá var ég ítrekað spurður um hvort ég ætl- aði að gera út af við hann með vinnuhörku, en starfið hans var honum svo mikil ástríða sem ég fékk litlu ráðið um. Heima við var hann sífellt að búa eitthvað til eða gera við. Bílskúrinn var hans töfraheim- ur með öllum þeim tækjum og tól- um sem þurfti til hvers konar smíða og viðgerða. Þótt mikið gengi þar á stundum lagði hann kapp á að hafa hlutina á sínum stað. Í faðmi fjölskyldunnar naut hann sín og síðustu árin áttu barnabörnin hug hans allan. Minnisstæðir eru allir veiðitúrarn- ir með fjölskyldu, frændfólki og vinum, oftast var þar mjög fjöl- mennt, stundum 15-20 manns eins og þegar veitt var í Flekkudalsá eða annars staðar í Dölunum. Ég veit að minningar frá þeim samverustundum hafa yljað mörgum um köld vetrarkvöld. Kiwanis-hreyfingin átti einnig hug hans og þar starfaði hann æv- ina alla og eignaðist góða vini. Eftir að hann fékk blóðtappa 2002, þá 65 ára að aldri og varð óvinnufær með öllu samkvæmt læknismati, þá var hann eigi að síður í hlutastarfi til 75 ára aldurs. Eftir heilsubrestinn undi hann sér eftir sem áður úti í skúr að dunda sér við að flokka gamlar myndir og frímerki, oftast með Presley á plötuspilaranum. Síðustu árin glímdi hann við erfiðan heilasjúkdóm. Og þótt sí- fellt virtist halla undan fæti, þá tapaði hann aldrei voninni og hafði óbilandi trú á betri tíð. Það er því huggun harmi gegn að nú hefur þessu fargi verið létt af honum í Sumarlandinu. Við ræddum oft saman um lífið og tilveruna, þannig að nú við leið- arlok held ég að það sé fátt sem gæti verið ósagt á milli okkar. Við föðmuðumst þegar við hittumst og þegar við kvöddumst. Elsku pabbi, hafðu þakkir fyrir allt. Jón Ágúst Þorsteinsson. Þorsteinn bróðir minn hefur kvatt okkur að sinni eftir erfið veikindi. Að lokum kom dauðinn sem líkn en það er erfitt að sleppa takinu. Hann var 8 árum eldri en ég, stóri bróðir minn, sem ég leit ávallt upp til og var mér mikil fyrirmynd. Ég á margar ljúfar minningar m.a. frá vetrinum 1961 þegar við sóttum bæði skóla í Reykjavík og ég fékk að vera honum samferða í Willys-jeppanum á morgnana. Hann var bóngóður og ófáar eru ferðirnar sem hann skutlaði mér eða sótti mig eitt sumarið þegar ég vann við skógrækt í Skorradal og kom heim um hverja helgi og fleira mætti nefna. Hann var kletturinn í fjölskyld- unni eftir að pabbi okkar féll frá á besta aldri. Stoð og stytta mömmu ásamt Möggu sinni en saman hafa þau verið athvarf margra úr fjöl- skyldum beggja alla tíð. Svo traust og góð. Þau kunnu líka að njóta lífsins saman. Hann var einstaklega geð- góður og glettnin var aldrei langt undan. Hann var vinsæll meðal samstarfsfólks og samferða- manna og börn hændust að honum. Hann var mikill uppáhalds frændi barnanna minna. Við syst- urnar sögðum stundum að hann væri sunnudagssólin hennar mömmu en tilfellið var að við dýrkuðum hann allar. Hann var vinnuþjarkur alla tíð og var alltaf með verkefni á hlið- arlínunni við viðgerðir bíla stór- fjölskyldunnar, ýmiss konar málmsmíði auk þess sem pípu- lagnir, rafmagn og hverskonar viðhald á híbýlum léku í höndum hans. Lífið var ekki bara dans á rós- um, hann slasaðist illa fyrir u.þ.b. 20 árum og nokkru síðar fékk hann blóðtappa, sem skildi eftir sín spor en það var undravert hversu fljótt hann hristi þetta af sér og var snöggur að koma sér aftur til vinnu. Það er margs að minnast og huggun að miklum sjóði góðra minninga um hjart- kæran bróður þegar komið er að kveðjustund. Magga var hans gæfa í lífinu og hún hefur staðið með honum og stutt hann á erf- iðum tímum. Hún unni sér ekki hvíldar síðustu vikurnar og þau Jonni sonur þeirra véku varla frá honum. Ég bið allar góðar vættir að hugga þau, Önnu og fjölskyldur þeirra og styrkja í sorginni. Það eru mikil forréttindi að hafa átt hann sem bróður og fá að alast upp með honum og systrum mín- um hjá yndislegum foreldrum. Ég kveð Dodda bróður minn með trega og þakklæti fyrir allt sem hann hefur verið mér og mínum. Blessuð sé minning hans. Margrét. „Sunnudagssólin en gengin til viðar. Elskulegur bróðir minn lést á Dvalarheimilinu Höfða 26. sept- ember aðeins tveimurdögum eftir 82 ára afmælisdaginn. Hann var næstelstur okkar systkinanna og eini bróðirinn. Við systur töluðum oft um Dodda sem „Sunnudagssólina“. Okkur fannst hann stundum fá að- eins betri meðferð en við en það var nú ansi grunnt á því. Hann hafði án efa unnið sér inn þann status hjá mömmu. Hann var ein- staklega góður sonur og bróðir. Ég man eftir því að þegar við „litlu kvikindin“ fórum í ferðalag með mömmu og pabba norður í land sumarið 1955 þá var ég endalaust að fá pening til að kaupa eitthvað handa aleina bróðurnum sem ég átti. Á gamlársdag 1961 giftist hann Möggu sinni, Margréti Þórarins- dóttur frá Reyðarfirði. 1962 eign- uðust þau Jón Ágúst, fyrir átti hann dótturina Önnu Berglindi. Doddi var lærður vélvirki en gat í raun tekist á við hvað sem var. Hann var einstaklega lag- hentur og bar heimili þeirra Möggu vitni um það. Ég þakka honum hvað ég er óhrædd við að reyna að „gera við“ næstum hvað sem er. Skömmu eftir að ég fékk bílpróf var hann að gera við bíl í bílskúrnum sínum og fékk ég að fylgjast vel með því og mér fannst að ég aðstoðaði hann. Árið 2002 fékk hann heilablóð- fall og héldum við að hann ætti ekki langt eftir. En hann var fljót- ur að koma sér á fætur og í vinnu. Tók hann aðeins um tvo mánuði. Hann var í launaðri vinnu langt fram á áttræðisaldurinn. Eftir það var hann endalaust að gera við eitt og annað í bílskúrnum. Vílaði ekki fyrir sér að koma ógangfærum bíl- um í gang aftur. Hann var yndislegur í alla staði, hjálpfús með eindæmum, skap- góður og glaðvær. Hvar sem hann kom var hann vel liðinn og dáður í leik og starfi. Hann var einstak- lega barngóður og hændust öll börn að honum. Doddi frændi gat allt að þeirra mati. Elsku Magga mágkona, Jonni, Anna Begg og fjölskyldur, við Kiddi og krakkarnir sendum ykk- ur innilegar samúðarkveðjur. Hans verður sárt saknað en hann er kominn á betri stað þar sem honum líður betur. Þetta eru erfið kaflaskil en það er gott að eiga góðar minningar. Megi góður Guð fylgja ykkur. Petrea Ingibjörg Jónsdóttir. Kær frændi og vinur, Þor- steinn Jónsson á Grund, hefur nú kvatt þetta jarðlíf eftir erfið veik- indi. Þá hafa fjögur frændsystkini látist á jafn mörgum mánuðum; Emilía Petrea Árnadóttir í júní, Ragnheiður Júlíusdóttir í júlí, Ás- mundur Ármannsson í ágúst og nú Þorsteinn í september, en þau báru öll nöfn forfeðra sinna hér á Akranesi. Þorsteinn var fæddur á gömlu Grundinni, húsi sem þá stóð þar sem Grundartún 5 er nú, en þetta gamla hús var flutt um miðja síð- ustu öld og stendur nú við Vestur- götu 111B. Ég minnist ánægju- legra daga sem við krakkarnir, ættingjar og vinir Dodda áttum saman, fyrst í því húsi og síðar í nýja húsinu, en í þessum húsum var jafnan glatt á hjalla. Opið hús alla daga, auk þess sem útileikir voru stundaðir á túnunum fyrir neðan. Þá var stutt í fjörurnar við Lambhúsasund; einnig var farið vestur í Slipp og þaðan út á Grenj- ar og í Vesturflösina. Á sunnudagsmorgnum var stefnan tekin í Frón til séra Frið- riks og seinnipartinn í Bíóhöllina að sjá Roy og fleiri kappa keyra hestana sporum og takast á við bófa og illmenni. Húsið Grund var okkur krökk- unum einkar kært; þar höfðu afi okkar og amma búið síðan 1885 og til dauðadags, og síðan foreldrar Þorsteins, þau Ragnheiður Þórð- ardóttir og Jón Árnason frá 1933 og allt þar til að nýja húsið þeirra var byggt um 1950. Í stuttu máli má segja um lífið á Grundinni, bæði þeirri gömlu sem og í nýja húsinu að þar var ávallt gest- kvæmt, bæði ungir sem aldnir, og gleðin og gamanið jafnan í háveg- um haft. Ragga frænka og Jón voru bæði vel látin og vinsæl, og var lagið oft tekið og jafnvel dansað undir góðri músík langt fram á nótt. Þetta voru ógleymanlegar stundir, sem áttu eftir að hafa var- anleg áhrif á okkur og framtíðina. Myndaðist hópur góðra vina umhverfis Þorstein frænda og hafa þeir félagar jafnan treyst vin- áttuböndin. Eftir að Þorsteinn tók bílprófið fékk hann oftar en ekki bílinn lánaðan hjá pabba sínum og voru farnar eftirminnilegar skoð- unar- og skemmtiferðir á E-42 bæði út og suður um landið. Á vorin eftir að skóla lauk var oft vikudvöl í Vatnaskógi hjá KFUM; þá voru það sveitastörfin, en Þorsteinn fór í sveit vestur í Vigur til frændfólksins sem þar bjó. Minntist hann góðra vina sem hann eignaðist þar í eyjunni. Þá var starfað í fiskinum í frystihúsinu eða á eyrinni, ýmist við að breiða fisk eða annað það sem til féll. Þorsteinn bjó yfir mörgum góðum kostum. Hann var drengur góður, vinur vina sinna og húm- orinn aldrei langt undan. Samviskusemi til vinnu og dugnaður hans var alkunnur. Hann starfaði m.a. hjá ýmsum vélsmiðjum og einnig í lögregl- unni á Akranesi og að lokum stjórnaði hann fyrirtæki sínu, nið- ursuðuverksmiðjunni Arctic af miklum dugnaði, og þó svo heilsan hafi farið að gefa sig, þá gaf hann hvergi eftir. Hann var vinsæll meðal samstarfsmanna sinna, og eru það ekki lítil meðmæli. Við félagarnir og fjölskyldur sendum eiginkonu og öðrum að- standendum Þorsteins á Grund innilegar samúðarkveðjur. Ásmundur Ólafsson. Þorsteinn Jónsson Það er erfitt og óraunverulegt að elsku yndislega móðursystir okkar sé ekki lengur á meðal okkar. Fyrir nokkrum dögum hittumst við móðurfjöl- skyldan og áttum dýrmæta stund saman. Þrátt fyrir erfið veikindi lét Svava það ekki stoppa sig að koma. Við systur minnumst þess og yljum okkur við allar fjöl- mörgu minningarnar sem við eig- um um Svövu. Hlátur og gleði kemur upp í hugann. Svava var Svava Eiríksdóttir ✝ Svava Eiríks-dóttir fæddist 28. nóvember 1943. Hún lést 28. sept- ember 2019. Útförin fór fram 9. október 2019. með eindæmum glettin og gat alltaf séð spaugilegar hliðar á grafalvar- legum málum. Hlát- ur hennar og mömmu okkar munu lifa í hjörtum okkar. Þær systur voru mjög nánar. Nú munu þær hvíla hlið við hlið á Kot- strönd. Það veitir huggun. Við varðveitum allar góðu minningarnar um yndislegu frænku okkar og kveðjum hana með þessum fáu orðum. Elsku Örn, Egill, Eyrún, Eva og fjölskyldur, við systur sendum okkar einlægustu samúðar- kveðjur. Hrönn, Hrafnhildur, Heiðrún og fjölskyldur. Ingibjörg Eiðs- dóttir hefur lokið störfum. Það kann að hljóma undar- lega að minnast 92 ára gamallar konu með þessum orðum, en engu að síður lýsandi fyrir hana. Ingibjörg kunni að meta eljusemi og útsjónarsemi. Hún nýtti tímann vel, því ónotuð stund kæmi ekki aftur. Ég átti því láni að fagna að kynnast henni fyrir um tveimur áratug- um þegar hún tók mér fagnandi í fjölskyldu sína. Ingibjörgu var gott að þekkja. Hún var hlý og gestrisin og gat galdrað fram veislur af minnsta tilefni. Hún var beinskeytt ef tilefni var til og lá ekki á skoðunum sínum. Hún var hagsýn og skipulögð, hún þekkti verðmæti og kunni að fara með þau, list sem er á undanhaldi. Ingibjörg ræktaði garðinn sinn á allan hátt, vakti yfir velferð afkomenda sinna og var ættrækin. Hún skilur eftir sig stórt skarð í hug og hjarta Ingibjörg Stefanía Eiðsdóttir ✝ Ingibjörg Stef-anía Eiðsdóttir fæddist 5. ágúst 1927. Hún lést 29. september 2019. Útförin fór fram 9. október 2019. þeirra sem þekktu hana, en minning góðrar konu lifir áfram. Hjörtur Friðrik Hjartarson. Gestrisni og góð heim að sækja, er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég minnist Ingi- bjargar. En það voru ekki einu kostir hennar, hún var vandvirk, natin og ekki nóg með það, hún var líka dugleg og ósérhlífin, þess bera vott heimili hennar og garðurinn. Hún vildi öllum gott gera, hún var trygglynd, heið- arleg, orðheldin og hafði sterka réttlætiskennd, hún var réttsýn, góður nágranni og ferðafélagi, hún kom alltaf til dyranna eins og hún var klædd. Hún var gæfumanneskja, lengst af heilsugóð, átti góðan mann, ynd- isleg börn og barnabörn. Hún var þannig kona sem maður þakkar fyrir að eiga sam- leið með, þetta er ekki allt, hún hafði marga fleiri kosti. Megi Guð veita Guðmundi og allri fjölskyldunni frið og huggun. Helga Guðmars. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EYJÓLFUR G. JÓNSSON, Arnarfelli, Mosfellsbæ, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 3. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Inga Jóna Sigurðardóttir Eyþór Eyjólfsson Eyjólfur M. Eyjólfsson Hugrún Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐUR GUÐVINSDÓTTIR, Njarðarvöllum 6, Njarðvík, lést á sjúkrahúsinu í Keflavík föstudaginn 4. október. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 17. október klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Kvenfélagið Gefn í Garði. Fyrir hönd aðstandenda, Þóra Harðardóttir Gígja Harðardóttir Halla Huld Harðardóttir Hugrún Dögg Harðardóttir Jörundur Guðni Harðarson Anna Heiða Harðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.