Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 80
8. - 14. OKTÓBER - VIÐ ERUM 11 ÁRA - 20-40% AFVÖLDUM VÖRUM FJÖLDI AFMÆLISTILBOÐA ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 Hlýlegur haustdjass verður fluttur í hádeginu í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, djassstandardar héðan og þaðan með léttum spuna. Flytjendur eru söngkonan Reb- ekka Blöndal og gítarleikarinn Ás- geir Ásgeirsson og eru tónleikarnir hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni. Þeir hefjast kl. 12 og aðgangseyrir er 1.500 kr. Hlýlegur haustdjass fluttur í Fríkirkjunni FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 283. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „Á síðasta tímabili var eitthvert andleysi í okkur í mörgum leikjum og óstöðugleikinn var mikill. Ég get ekki sagt nákvæmlega til um af hverju þetta var en það vantaði meiri stemningu í liðið. Þetta er annað núna. Við erum með ungt og ferskt lið,“ segir Sigtryggur Arnar Björnsson um lið Grindavíkur í körfubolta, sem er til umfjöllunar í Morgunblaðinu í dag. »66 Bugur unnist á and- leysi og óstöðugleika? ÍÞRÓTTIR MENNING Norðmaðurinn Jo Berger Myhre og Ólafur Björn Ólafsson halda útgáfu- tónleika í menningarhúsinu Mengi í kvöld kl. 21. Munu þeir leika efni af nýrri plötu sinni Lanzarote sem gefin er út af norska fyrirtækinu Hubromusic. Húsið verður opnað hálftíma fyrir tónleika og er miða- verð kr. 2.500. Fagna útgáfu plöt- unnar Lanzarote Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Geirmundur Valtýsson virðist fædd- ur til þess að skemmta fólki og koma því í stuð. Hann hefur haldið úti eigin hljómsveit frá 1971, glatt lands- menn með söng og spili í 61 ár og heldur upp á starfsafmælið með tónleikum í Salnum í Kópa- vogi 12. og 19. október. „Ég komst ekki til þess að halda upp á tímamótin í fyrra,“ útskýrir hann. Geirmundur var 14 ára, nýfermdur unglingur og blautur á bak við eyrun, þegar konur í kvenfélaginu á Sauðár- króki spurðu hann hvort hann ætti ekki lög til þess að senda í söngva- keppni félagsins. „Ég hafði aldrei samið neitt en tók þær á orðinu og til urðu lögin „Nú er fjör á Króknum“ og „Ástaróður“ við texta eftir Guð- rúnu Gísladóttur. Þau slógu í gegn og urðu í 1. og 3. sæti í keppninni.“ Nú þegar um 200 lög eftir tónlist- armanninn hafa komið út á plötum er hann enn í fullu fjöri. „Tíminn líð- ur og ég held áfram að spila og syngja eins og enginn sé morgun- dagurinn,“ segir Skagfirðingurinn, sem hefur gert sitt til þess að halda lífinu gangandi, meðal annars með reglulegum dansleikjum á Kringlu- kránni. Diddú, Helga Möller og Ari Jóns- son syngja með Geirmundi á tónleik- unum og úrvalslið reyndra tónlistar- manna spilar með þeim. Vinsæl lög Lagið „Bíddu við“ var á fyrstu tveggja laga plötu hans, sem kom út í júlí 1972, og var í 1. sæti á vinsælda- listum langt fram á haust. Það var á allra vörum og er enn. Þegar minnst er á það fer hann á flug og byrjar að syngja án undirleiks: Við skólahliðið ég stundum stóð er stúlka lítil hljóp til mín móð og andlit mitt var þá allt sem blóð er hún kallaði, er hún kallaði’ á eftir mér … Stuðið er byrjað og Geirmundur tekur hitt lagið á plötunni: Nú stígum við dansinn dátt … Hann hlær dátt og rifjar upp að næsta plata, með laginu „Nú er ég léttur“, hafi komið út um haustið, en hitt lagið hafi verið „Nú kveð ég allt“ sem hann hafi samið við texta eftir Guðrúnu Gísladóttur 1960 og sé nú vinsælt við jarðarfarir. Geirmundur spyr hvort hann eigi ekki að ná í harmonikuna og þar með er botn sleginn í samtalið. „Ég er bara saklaus sveitamaður með 100 kindur og 30 hross hérna á Geir- mundarstöðum eftir að hafa verið fjármálastjóri hjá Kaupfélagi Skag- firðinga í 40 ár,“ afsakar hann. „Síðan hef ég verið í tónlistinni alla þessa áratugi og lífið hefur leikið við mig, það er ekki hægt að vera hamingju- samari.“ Og dansinn dunar. Morgunblaðið/Hari Undirbúningur Fámennt en góðmennt eftir æfingu í fyrradag. Frá vinstri: Ari Jónsson, Geirmundur Valtýsson, Magnús Kjartansson, Helga Möller, Finnbogi Kjartansson og Vilhjálmur Guðjónsson. Fleiri bætast í hópinn. Saklaus sveitamaður  Skagfirski tónlistarmaðurinn Geirmundur Valtýsson heldur tvenna afmælistónleika með úrvalssliði í Salnum Diddú - Sigrún Hjálmtýsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.