Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÁkvörðunDonaldsTrumps Bandaríkjaforseta um að draga banda- rískt herlið til baka frá landamærum Sýrlands og Tyrklands hefur sætt mikilli gagnrýni innan Bandaríkjanna sem utan. Með ákvörðuninni er tyrkneska hernum í raun gefið frítt spil til þess að sækja gegn hersveitum sýrlenskra Kúrda, en yfirlýst markmið Tyrkja er að búa til svæði á landamær- unum, þar sem allt að einni milljón sýrlenskra flóttamanna verður komið fyrir. Ákvörðun Trumps hefur mælst sérstaklega illa fyrir hjá flokksbræðrum hans í Repúbl- íkanaflokknum, enda líta þeir svo á að í raun sé verið að stinga Kúrda í Sýrlandi í bakið, eftir að þeir veittu Bandaríkjaher ómet- anlega aðstoð til þess að brjóta Ríki íslams á bak aftur, en þess má geta að um 11.000 Kúrdar féllu í þeirri baráttu. Þá er hætt við því að ákvörð- unin geti leitt til þess að öfga- öflum í Sýrlandi vaxi enn á ný ásmegin, á meðan átök blossa upp enn og aftur, en meir en 70.000 fylgismenn Ríkis íslams eru nú í haldi kúrdískra her- sveita. Losni þeir úr haldi vegna yfirvofandi aðgerða Tyrkja og Sýrlandsstjórnar er jafnvel hætta á að þeir reyni að endur- reisa „kalífadæmið“ sem hryðjuverka- samtökin komu á fót og reyni að sá fræjum ótta og hat- urs í öðrum ríkjum. Í raun yrði sókn Tyrkja gegn Kúrdum einungis nýjasti þátturinn í þeim harm- leik sem saga Kúrda hefur verið undanfarin hundrað ár. Því mið- ur virðist ekki útlit fyrir að nein breyting verði á hlutskipti Kúrda um fyrirsjáanlega fram- tíð, sér í lagi ef það reynist rétt að Bandaríkjastjórn hyggist ekki halda yfir þeim verndar- væng, sem til þessa hefur tryggt að Erdogan hefur látið formælingar nægja í stað hern- aðaraðgerða. Trump hefur sagt að hann muni bregðast hart við, gangi Tyrkir á lagið, og leggja efna- hag Tyrklands í rúst. Hvort sú hótun dugi til að halda aftur af Erdogan er alls óvíst. Hitt er ljóst, að orðspor Bandaríkjanna sem trausts bandamanns gæti beðið verulegan hnekki gangi Tyrkir á lagið og komist upp með það. Þá gæti ákvörðun Trumps skilið eftir sig tómarúm sem Rússar, Íranar og stjórnarher Bashars al-Assads Sýrlands- forseta munu keppast við að fylla. Verði sú raunin er hætt við að sá ávinningur sem Trump telur sig fá með því að kalla her- liðið heim frá Sýrlandi verði ákaflega skammlífur. Orðspor Bandaríkj- anna er í hættu ef illa fer fyrir Kúrdum} Fórnað fyrir lítið? Skoski þjóðar-flokkurinn er stærsti flokkur Skotlands og Skot- land er ekki sama vígið fyrir Verka- mannaflokkinn og áður var. Svo ekki sé talað um Íhalds- flokkinn, sem þurrkaðist nán- ast út þar, þótt hann hafi örlítið rétt úr kút. Skoski þjóðarflokkurinn er einsmálsflokkur þótt leiðtogar hans myndu sjálfsagt ekki við það kannast. Hann vill að Skot- land verði sjálfstætt. Flokkur- inn knúði í gegn þjóðaratkvæði um sjálfstæðið. Annað megin- stefið í baráttu flokksins þá, fyrir utan stóru sjálfstæðis- spurninguna, var að Skotar yrðu að muna að þetta yrði eina tækifærið sem þeir myndu fá til að ákveða sjálfstæði, þótt hugsanlega væri hægt að knýja á um annað tækifæri eftir hálfa öld eða meir. Og sjálfstæðis- sinnar voru ekki mjög langt frá sigri en það vantaði þó nokkur prósent upp á. Ári síðar tók flokkurinn að krefjast nýrrar atkvæðagreiðslu! Það hlýtur einsmálsflokkur að gera. En það er eitt dálítið skondið við þennan flokk. Hann barðist gegn því að Bretland færi úr ESB. Það var samþykkt. Hvern dag síðan hefur flokkurinn gert allt sem hann má á breska þinginu til að eyðileggja þá ákvörðun. Réttlætingin fyrir þessum tvískinnungi er sú að vitað sé að meirihluti Skota hafi verið á móti. En Bretar voru spurðir sem heild og aðeins sameigin- leg niðurstaða hefur gildi þótt talið væri til hægðarauka í ein- stökum kjördæmum. Þannig er ljóst að „Stór-Lundúnir“ lögð- ust með verulegum meirihluta gegn útgöngu en aðrir íbúar Englands kusu langflestir með útgöngu. En vegna þessarar framgöngu má spyrja hvort leiðtogum Skoska þjóðar- flokksins þætti eðlilegt, fengju þeir aftur þjóðaratkvæði og ynnu þá, að þingið í Westmins- ter gerði allt sem það gæti til að eyðileggja niðurstöðu um útgöngu? Sem það gæti auð- veldlega gert. Það er enginn vafi á að Skoski þjóðar- flokkurinn teldi slíka fram- komu óhugsanlega svívirðu. Umræðan um út- göngu Breta úr ESB hefur margar hliðar} Tvöfeldni Í slendingar 65 ára og eldri eru nú um 51.000 talsins. Eftir 20 ár verða þeir 80.000 og eftir 30 ár rétt tæplega 100.000. Mér mislíkar umræðan um fjölgun aldraðra eins og þeir séu orðin hálfgerð plága á samfélaginu. Öldrunarfor- dómar eru orðnir slíkir að jafnvel einstaklingur sem leitar fyrir sér á vinnumarkaði fær ekki viðtal vegna starfsumsóknar sinnar ef kenni- talan sýnir hann kominn um eða yfir fimmtugt. Þann 1. okt. sl. bauð ríkissjónvarpið upp á svokallaðan Borgarafund um málefni eldri borgara. Ég verð að viðurkenna að mér sárnaði að fulltrúa Flokks fólksins væri ekki boðið að taka þátt í umræðunni. Að vísu kom það ekki á óvart enda flokka ég það fremur til hátíðar- brigða að RÚV allra landsmanna sjái ástæðu til að vekja athygli á baráttumálum Flokks fólksins með því að gefa okkur kost á hljóðnemanum. Gott dæmi var þegar við unnum málið í Landsrétti í sumar fyrir hönd eldri borg- ara, þar þótti það ekki nógu stór frétt að ríkið skyldi þurfa að punga út 6 milljörðum króna vegna ólögmætra skerð- inga, til að tala við þá sem raunverulega stóðu að málinu. Vanþakklæti í beinni Stundum verð ég sár og hreinlega get ekki orða bund- ist. Formaður Landssambands eldri borgara Þórunn Sveinbjörnsdóttir sagði blákalt upp í opið geðið á mér og öllum sem voru að horfa á umræddan þátt að það væri enginn að tala um fátækt aldraðra. Ég neita að trúa því að ágætur formaður landssamtak- anna hafi ekki orðið vör við baráttu Flokks fólksins gegn fátækt. Sem dæmi hefur Flokk- ur fólksins fengið skráð 8 þingmannamál á Al- þingi nú, sem öll snúa að bættum hag og aukn- um lífsgæðum aldraðra. Þá eru ekki meðtalin þau mál sem nú eru í skráningarferli hjá þinginu. Einnig vil ég nefna að félags- og barna- málaráðherra er nú að vinna með mál Flokks fólksins um afnám skerðinga vegna launa- tekna aldraðra. Mun niðurstaða hans liggja fyrir á vorþingi og hljótum við að vera jákvæð og bjartsýn þar sem ráðherrann hefur sjálfur ítrekað það opinberlega að það væri óskilj- anlegt kerfi sem væri þannig úr garði gert að það hamlaði atvinnuþátttöku aldraðra. Þannig hljótum við að mega vænta þess í vor að þessar skerðingar heyri sögunni til skömmu síðar. Ég er stolt af þeirri baráttu sem Flokkur fólksins sýnir í verki í baráttunni gegn fátækt. Óneitanlega gleddi það mig mjög ef verkin okkar væru viðurkennd fremur en að vera þögguð af þeim sem síst skyldi. Það breytir þó engu um það að við berjumst ótrauð áfram hvort sem RÚV tekur eftir því eða ekki. Hvort sem formaður Lands- sambands eldri borgara tekur eftir því eða ekki. Inga Sæland Pistill Aldursfordómar Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Það kom okkur á óvart aðSamkeppniseftirlitið skyldiætla að hætta rannsóknmálsins. Það hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að um ofurverðlagningu Isavia væri að ræða en svo er því borið við að nóg sé að gert af því að Isavia kemur með nýja verðskrá þar sem gjaldtaka er lækk- uð lítillega. Ég sé engan mun á því að rukkað sé 15 sinnum meira en kostar að veita þjónustuna eða 30 sinnum. Ég kaupi ekki þessa hagfræði og mér finnst þetta ekki fullnægjandi máls- meðferð,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line. Samkeppniseftirlitið tilkynnti Gray Line með bréfi í júlí að það hefði ekki í hyggju að aðhafast frekar í máli fyrirtækisins þar sem kvartað var yf- ir gjaldtöku Isavia á stæðum og að- stöðu fyrir rútur við Leifsstöð. Sem kunnugt er kvartaði Gray Line yfir gjaldtökunni í ársbyrjun 2018 og í júlí það ár stöðvaði Sam- keppniseftirlitið gjaldtöku Isavia á fjarstæðum, þar sem hún fæli í sér óhóflega verðlagningu og mismunun milli fyrirtækja í sambærilegum við- skiptum. Áfrýjunarnefnd sam- keppnismála staðfesti þá ákvörðun í október í fyrra og í kjölfarið tók Isavia upp nýja verðskrá sem fól í sér lækkanir. „Þegar hér er komið sögu er það mat Samkeppniseftirlitsins að rétt sé að aðhafast ekki frekar vegna þessa þáttar málsins, á þessu stigi,“ segir í bréfi þess og miklum önnum er borið við. Segir að það hafi þurft að ráð- stafa yfir 40% af tíma sínum í sam- runamál síðustu tvö ár, samanborið við 15% árin þar á undan. Vegna lög- bundinna tímafresta sé óhjákvæmi- legt að forgangsraða samrunarann- sóknum fram fyrir aðrar. Eftirlitið hafi endurmetið stöðu umrædds máls í samhengi við heimildir sínar og skyldur til forgangsröðunar. Vísað er til þriggja atriða sem rökstyðji þá ákvörðun; að gjaldtakan ólögmæta hafi aldrei komist til framkvæmda, athugun eftirlitsins gefi ekki ástæðu til að ætla að núgildandi gjaldskrá Isavia fari gegn ll. gr. samkeppnis- laga og að Isavia hafi með bréfi lýst yfir að ekki væru fyrirhugaðar breyt- ingar á gjaldtöku félagsins. Þórir svaraði bréfi Samkeppnis- eftirlitsins með bréfi til Páls Gunnars Pálssonar forstjóra þess sem dagsett er 21. ágúst síðastliðinn. Þar segir hann ákvörðun Samkeppniseftir- litsins „afar misráðna“ og óskar eftir því að hún verði afturkölluð. „Það er ákveðin firring fólgin í því að Samkeppniseftirlitið setur rannsókn á samruna fyrirtækja í for- gang, þar á meðal fyrirhugaðan sam- runa Allrahanda GL ehf og Reykja- vík Sightseeing Invest ehf, en telur sig ekki hafa getu til að taka á því sem neyðir þessi fyrirtæki til að áforma sameiningu – misnotkun fyrirtækis á markaðsráðandi stöðu – sem síðan leiðir til þess að samkeppnisaðilum á markaði fækkar,“ segir í bréfi Þóris. Hann telur fráleitt að telja mál- inu lokið. Gögn sem hann hafi undir höndum sýni svart á hvítu ofur- verðlagningu Isavia. „Okkar útreikn- ingar sýna að það hafi kostað um 70 milljónir króna fyrir Isavia að byggja þetta bílastæði sem rukkað er fyrir. Okkur sýnist að Isavia sé að hafa í kringum 130 milljónir króna á ári fyrir þetta bílastæði. Þetta meikar auðvitað ekki neinn sens og er ekkert annað en óeðlileg skattlagning. Við vilj- um borga sanngjarnt og eðli- legt gjald en að fyrirtækið geti haft 130 milljónir á ári fyrir þetta stæði… ég veit ekki hvort þú gætir fengið þá upphæð á Manhattan.“ Telur meðferð máls- ins ekki fullnægjandi „Það er óásættanlegt að einkafyrirtæki þurfi að standa í svo kostnaðarsömum slag við ríkisfyrirtæki í markaðs- ráðandi stöðu sem sparar hvergi við sig kostnaðinn við að þvæla málið. Ekki bætir úr skák sú mikla leyndarhyggja sem er yfir öllum tölum frá Isavia,“ segir Þórir. „Þeir um- svifamiklu útreikningar á meintum kostnaði af fjar- stæðunum sem fóru á milli Isavia og Samkeppniseftirlits- ins virðast gerðir til að þreyta Samkeppniseftirlitið og leiða þetta mál út í tóma þvælu. Hvernig eigum við að geta staðið í þessari kostn- aðarsömu baráttu fyrir tilveru okkar þegar sjálft Samkeppniseftirlitið telur sig svo ekki hafa fjár- hagslega burði til að fylgja málum eftir til að stuðla að heil- brigðri sam- keppni?“ Reyna að þvæla málið KOSTNAÐARSÖM BARÁTTA Þórir Garðarsson Morgunblaðið/Eggert Leifsstöð Deilt hefur verið um gjaldtöku fyrir rútustæði við flugstöðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.