Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 39
STÖÐVUM FLÓTTANN
BJÖRGUM MIÐBÆNUM
Afgerandi meirihluti rekstraraðila við Laugaveg, Skólavörðustíg og í næsta nágrenni eða 70% er alfarið á móti götulokunum
samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrr á þessu á fyrir Miðborgina okkar og Samtök verslunar og þjónustu. Þá kemur þar einnig
fram að meirihluti borgarbúa er andvígur lokunum á Laugavegi og Skólavörðustíg.
Lokanir hafa skaðað rekstur á þessu svæði verulega og hefur svæðið búið við fyrirtækjaflótta vegna aðgerða borgaryfirvalda. Ekki er
hlustað á rekstraraðila og hafa borgaryfirvöld meira að segja kosið að standa í stríði við þá. Það er rekstur fyrirtækjanna í miðbænum sem hefur
glætt svæðið lífi og gerir það eftirsóknarvert að heimsækja. Sem betur fer er enn mikill fjöldi glæsilegra fyrirtækja í miðbænum og á lokaða
kafla Laugavegarins sem gaman er að heimsækja og taka þau öll vel á móti þér. Þá má ekki gleyma þeim þúsundum sem hafa lífsviðurværi
sitt af starfseminni sem borgin leggur sig alla fram við að leggja í rúst. Einn af þekktari kaupmönnum Laugavegarins líkir aðgerðum
borgaryfirvalda við hryðjuverk.
Það er ekki spennandi að horfa á tóm rými og hugsa: Hvaða búð eða veitingahús var nú aftur þarna? Í sumar var lokað á Laugaveginum
frá Klapparstíg að Bankastræti, á um 400 metra kafla. Ástandið er skelfilegt! 36% rýma eru ekki í notkun. Er það boðlegt fyrir verslunargötu?
Þessi hluti Laugavegarins verður lokaður áfram ásamt neðri hluta Skólavörðustígs. Allt í boði borgarstjórnar gegn vilja afgerandi meirihluta
rekstraraðila. Er það líka boðlegt?
Borgaryfirvöld hyggjast halda áfram á sömu braut og loka Laugaveginum allt árið í áföngum. Fyrsti áfangi er upp að Klapparstíg eins
og nú er. Annar áfangi frá Klapparstíg að Frakkastíg. Þriðji áfangi frá Frakkastíg að Barónsstíg. Svo segir á vef borgarinnar að göngugötusvæði
til framtíðar liggi á milli Lækjargötu og Snorrabrautar.
Miðað við hörmulega reynslu af núverandi lokunarsvæði er framtíðin ekki björt fyrir rekstur. Mun lokunarvírusinn breiða úr sér að
Snorrabraut? Á því svæði sem enn er opið eru nú þegar fjölmörg rými tóm og hafa sum verið tóm lengi. Þessa skemmdarstarfsemi verður að
stöðva strax áður en miðbærinn deyr endanlega.
Svona er ástandið á lokaða kafla Laugavegarins. Kallar þetta ekki á aðgerðir? Er ekki orðið tímabært að hlusta á rekstraraðila?
Er þetta það sem borgin vill? Er þetta dæmi um blómlega og fjölbreytta verslun og mannlíf?
Þetta er hluti af þeim 247 rekstaraðilum á Laugavegi, Skólavörðustíg, Bankastræti og hliðargötum sem skrifuðu undir mótmælalistann gegn lokunum sem afhentur var borgarstjóra í vor og ekki var tekinn til greina. Caruso,
Islandia, IMG, Stella, B5, Tóbaksverslunin Björk, Gullbúðin, Sólon Bistro, ZO-ON Iceland, Spaksmannsspjarir, GÞ Skartgripir og úr, Delí, Álafoss, Söluturninn Vikivaki, Reir, Litlajólabúðin, Litlagjafabúðin, Viking Portrait,
Fjallakofinn, CNTMP, Lebowski bar, HGK, Tiger Ísland, Gullkúnst, GR hús Steinakúnst, Loftmyndir, Michelsen úrsmiðir, Lyfja Laugavegi, IHC ehf, Kaffih. Rúblan / Mál og menning, Shop Icelandic, Kaldi bar, Hótel Frón,
Scandinavia, Ísey, Reykjavik Look, Gleraugnasalan Profil-Optik, White hille ehf, Soffía Inter ehf, Papilla, EVA, Hárgallerí, Ion City Hotel, Sumac Grill Drinks, Verslunin Brynja, Bókakjallarinn, Bókamiðstöðin, DEAD GALLERÍ,
Kirkjuhúsið – Skálholtsútgáfan, 4th Floor Hotel, Ilse Jacobsen, disdis, AOL, Herrafataverslun Guðsteins, Sand Hotel, Lantan, Brá, Smekkleysa, Sandholt, Rossopomodoro, Art Gallery 101, Myconceptstore, Íslandsapótek, Herrahúsið,
KRON, Guðbrandur Jezorski gullsmiður, Slippurinn, Gjafir jarðar, HÚN2, Úrvinda, Alphe Active, Foure Pluse, Reykjavik foto, 24-Iceland, Down Town Café, Gull & Silfur, Dimmalimm, Hereford Steikhús, Flash, Sápa, Benjamín, Jón &
Óskar, Vitinn, Hárskeri almúgans, Gilbert úrsmiður, KRONKRON, Geisladiskabúð Valda, Gleraugnasalan 65, Alda Hotel, Brass Kirchen & Bar, Barber rakarastofa, Daði MG, Art 67, Irezumi, Hókus Pókus, Torfi Hjálmarsson
gullsmiður, 101 Spa, Stefán Barði Chocolatier, Vinnufatabúðin, Penninn Eymundsson, Karlmenn, Dollar, Casino, Sigurboginn, Úðafoss, Oval gullsmiðja, Lífstykkjabúðin, Couture, Dún & Fiður, Brekkuhús, Jökla, Verslunin Kós,
Tösku- og hanskabúðin, Benefits, Metal Design, Eldur Ís, Anna Maria Design, JÁS Lögmenn, Penninn Eymundsson, Immortal Collective, Galleri Korka, Ófeigur gullsmiðja, Ófeigur Listhús gallerí, Kaolin, GK Reykjavík, Hár 101,
Rauðhetta og úlfurinn, Núðluskálin, Block Burger, Guðlaugur A. Magnússon, Argenta fasteignir, Kaffifélagið, Sjávargrillið, ORR, Stígur, SK-18, Handprjónasamband Íslands, Gjóska, Skúmaskot, Nikulásarkot, Viking, Dýralæknastofa
Dagfinns, Magnolia, Reykjavík Street Dog, Kol, Linsan, Cana Matusa Art Ceramic, Listvinahús, Effect, Tækniverk, Hár og Heilsa, Nomad Ísland, Steik, Gullkistan, Reykjavik Fish and Chips, Morkinskinna, Þráinn skóari, Klippararnir,
Sangitamiya, Sjáðu, Reykjavik Raincoats, Hárhornið, Den danske kro, Íslenzka húðflúrstofan, Hildur Hafstein, Irishman Pub, Aðalkvikmyndaleigan, Antikmunir, Fló, Nordic Store, M14, Galleria Reykjavík, Rvk Day Spa, HU-veitingar/
Bastard.
Að gefnu tilefni. Þessi auglýsing og auglýsingin í Morgunblaðinu 3.10. eru ekki á vegum Miðbæjarfélagsins í Reykjavík heldur aðgerðarhópsins Björgum
miðbænum.
Aðgerðarhópurinn Björgum miðbænum.
En hvað er til ráða? Við leggjum til eftirfarandi:
1. Horfið verði frá öllum götulokunum en tekið upp raunverulegt samstarf við rekstraraðila í miðbænum um lokanir á
góðviðrisdögum.
2. Bílastæðagjöld verði aflögð og teknar upp framrúðuskífur í staðinn, Frítt verði að leggja í eina til þrjár klukkustundir.
3. Frítt verði að leggja í bílastæðahúsum í allt að tvær klukkustundir.
4. Litlir rafmagnsstrætisvagnar aki um miðbæinn, milli Lækjartorgs og Hlemms. Gildi miðinn í þrjár klukkustundir.
Þessar tillögur leggjum við fram að vandlega ígrunduðu máli sem hófstillta og raunhæfa málamiðlun til að efla verslunina í
miðbænum á nýjan leik. Þannig getum við stöðvað viðskiptaflóttann og skapað blómlegan miðbæ fyrir alla landsmenn.