Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 STOFNAÐ 1953Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380 Eru sparifötin hrein? Fáar kvikmyndir hafa hlotiðviðlíka umfjöllun hin síð-ustu ár og Joker, hinóvænta sigurmynd kvik- myndahátíðarinnar í Feneyjum í ár. Í fyrstu var kvikmyndin ausin lofi af gagnrýnendum en eftir því sem dóm- um fjölgaði tóku þeir að súrna og því jafnvel haldið fram að myndin væri beinlínis léleg að nær öllu leyti. Hvernig getur ein og sama kvikmynd annars vegar verið álitin stórkostleg, jafnvel meistaraverk og hins vegar óbærilega léleg, leiðinleg og innihalds- laus? Hvað veldur þessum klofningi, þessum gjörólíku viðtökum gagnrýn- enda? Hin harða gagnrýni er að vissu leyti skiljanleg en líka hin mikla hrifn- ing og þegar listaverk skapar slíkar umræður hlýtur eitthvað að vera var- ið í það, ekki satt? Jókerinn er skæðasti andstæðingur Leðurblökumannsins í sögunum af grímuklæddu hetjunni og þótti mér í fyrstu undarlegt að gera ætti heila kvikmynd um hann en síðan snerist mér hugur. Hvers vegna ekki? Jóker- inn er nú einu sinni með endemum ýkt og skrautleg persóna, hvítmálaður í framan eins og trúður með grænt hár og jafnan í fjólubláum jakkafötum, sí- hlæjandi og gjörsamlega galinn, eins og sést hefur í eftirminnilegri túlkun leikaranna Jack Nicholson og Heath heitins Ledger. Jókerinn er siðblindur hryðjuverkamaður og morðingi og hans helsta markmið er að skapa glundroða og upplausn í samfélaginu. Það var því nokkurn veginn ljóst frá upphafi hvers konar kvikmynd Joker yrði. Að minnsta kosti öruggt að hún yrði bönnuð börnum undir 16 ára aldri. Sem hún er enda blóðug á köflum. Aumkunarverður Að myndin skuli heita Joker en ekki The Joker vakti athygli mína og fyr- ir því er auðvitað ástæða. Arthur Fleck, maðurinn sem á endanum tekur sér nafnið Joker (sem þýða mætti sem brandarakarl, spéfugl, spaugari eða einfaldlega jóker) er ekki heill á geði, aumkunarverður og fyrirlitinn af vinnuveitanda sín- um og samstarfsmönnum. Hann starfar hjá trúðaleigu en dreymir um að verða uppistandari. Gallinn er að hann getur ekki sett sig í spor annarra og skilur ekki hvað telst al- mennt fyndið og hvað ekki. Í ofan- álag er hann svo haldinn einhvers konar hláturröskun, hlær stjórn- laust þegar hann er undir álagi eða í óþægilegum aðstæðum. Þessi rösk- un leiðir auðvitað til þess að hann er litinn hornauga og dæmdur af sam- félaginu sem rugludallur eða brjál- æðingur sem beri að forðast. Fleck er barinn til óbóta af gengi unglinga í byrjun myndar og nokkru síðar af þremur jakkafataklæddum mönnum á fylliríi í neðanjarðarlest. Í bæði skiptin er hann í trúðsgervi. Handritshöfundar draga þarna upp mynd af öfgakenndu samfélagi, í anda myndasagnanna, í borginni Gotham, miskunnarleysi og drunga og óstjórn- in á að vera slík að áhorfendur geri sér grein fyrir að upp úr muni sjóða áður en langt um líður. Í fréttum kem- ur fram að ógnarstórar rottur leiki lausum hala í borginni og gæði sér á sorpi sem hefur hrannast upp í verk- falli sorphirðumanna. Andúð á stjórn- málamönnum og ríkri yfirstétt borgarinnar er gefin í skyn (mætti þó vera betur útskýrð) og eins og þeir vita sem til þekkja mun Jókerinn láta til sín taka þegar kemur að því að hreinsa til í „mannsorpinu“, ef svo mætti að orði komast. Áhrif frá Scorsese Að þessu sögðu má ítreka að persónan sprettur upp úr öfgakenndum og drungalegum sagnaheimi Batman, Leðurblökumannsins. Efnistök hand- ritshöfunda og leikstjóra eru þó ekki alltaf í þeim ýkjustíl og myndin minnir um margt á rómaðar og áhrifamiklar kvikmyndir leikstjórans Martins Scorsese, Taxi Driver og King of Comedy. Leikstjórinn er greinilega undir áhrifum frá þeim og fleiri kvik- myndum frá svipuðum tíma. Báðar þær fyrrnefndu eru með Robert De Niro í aðalhlutverkum og segja af hvítum körlum sem ganga ekki heilir til skógar, telja sig beitta órétti og grípa að lokum til sinna ofbeldisfullu ráða og hefna sín á samfélaginu með ólíkum hætti. Í King of Comedy leikur De Niro Rupert nokkurn Pupkin sem dreymir um að slá í gegn í spjallþætti. Í Joker fer hann með hlutverk spjallþátta- stjórnandans Murray sem kemst yfir myndefni af misheppnuðu uppistandi Fleck og gerir grín að honum í beinni útsendingu. „What a joker!“ segir De Niro eftir að gestir í sal hafa hlegið innilega að óförum Fleck. Í þessu samhengi þýðir orðið „joker“ kjáni eða fífl og þaðan kemur titill mynd- arinnar, myndi ég ætla. Uppátæki spjallþáttastjórnandans verður til þess að Fleck gengur endanlega af göflunum og verður að þeim morðóða Jóker sem þekktur er úr sögunum um Leðurblökumanninn. Atriðið þar sem Jókerinn hittir Murray er svakalegt, svo ekki sé meira sagt. Fyrrnefndar vísanir í kvikmyndir Scorsese eru kannski full- augljósar og við aðra augljósa áhrifa- valda má við bæta sjálfum Charlie Chaplin. Hvorki frábær né léleg En er þetta frábær kvikmynd eða lé- leg? Hvorugt, að mínu mati. Af því já- kvæða ber fyrst að nefna frábæran og auðvitað frekar ýktan leik Phoenix sem grennir sig svakalega fyrir hlut- verkið. Hann er bara skinn og bein og hefur greint frá því í viðtölum að ástæðan fyrir því að hann kaus að fara þá leið sé algengt þyngdartap þeirra sem eru á sömu geðlyfjum og Fleck er á í myndinni. Phoenix nýtur sín í hlut- verkinu og beitir líkamanum með áberandi hætti til að lýsa sálarástandi persónunnar, stundum líkari dýri en manni. Hann stígur dans við áhrifa- mikla tónlist Hildar Guðnadóttur sem er í senn falleg, viðkvæm og drunga- leg og einkennist af lágum og kraft- miklum sellótónum og dynjandi bassa. Þessi atriði eru mikil bíóupplifun, bæði sjónrænt og hljóðrænt. Af því neikvæða er kannski ekki margt að segja en nefna má að myndin er heldur fyrirsjáanleg. Kannski gat hún aldrei orðið annað í ljósi forsögunnar og tengslanna við myndasögur DC en áhorfendur vita frá upphafi að eitthvað hroðalegt er í uppsiglingu, ekki ólíkt því þegar horft er á kvikmynd um stórslys. Einnig má gagnrýna hversu einföld sagan er á heildina litið, sem mætti þó einnig telja til styrkleika og skýringar á veik- indum Fleck eru kunnuglegar tuggur um illa meðferð í æsku. Margar senur myndarinnar eru eftirminnilegar og þá fyrst og fremst fyrir túlkun Phoenix sem hefur aldrei verið óhugnanlegri og er líklegur til að hljóta Óskarinn og fleiri styttur á næstu mánuðum. Phoenix ber þessa mynd á beinaberum herðum sínum og stoppar upp í þau göt sem leynast í handritinu. Framan af er engin teng- ing við upprunann, hér er ný uppruna- saga Jókersins á ferðinni, enginn Bat- man sjáanlegur. Það hefði verið sniðug hugmynd að gera mynd um Jó- kerinn algjörlega ótengda mynda- sagnaupprunanum og það voru ákveð- in vonbrigði að vera dreginn óvænt inn í þann heim, skömmu fyrir hlé. Engu að síður er þetta mjög óvenjuleg mynd miðað við aðrar unnar upp úr mynda- sögum um hetjur og ofurhetjur og ánægjuleg tilbreyting. Handritshöf- undar ákveða að vísu að tengja Fleck og móður hans við auðjöfurinn Thom- as Wayne, föður Bruce Wayne/Leður- blökumannsins. Þetta finnst mér veikja söguna og óþarft hliðarspor. Hættuleg kvikmynd? Ein gagnrýnin sem myndin hefur hlotið er að vera beinlínis hættuleg og hvetja mögulega óstöðuga einstakl- inega til ofbeldisverka. Er þá m.a. litið til skotárásar sem gerð var á gesti miðnætursýningar á Batman-mynd- inni The Dark Knight Rises í Aurora í Colorado fyrir sjö árum. Þeir sem eru ósammála þessu segja á móti að lista- verk, þ. á m. kvikmyndir, hafi ekki slík áhrif, leiði ekki eða hvetji til ofbeldis- verka og fjöldamorða. Það er því mið- ur ekki rétt og má sem dæmi nefna fyrrnefnda Taxi Driver en John Hink- ley, maðurinn sem reyndi að ráða Ronald Reagan Bandaríkjaforseta af dögum árið 1981, sagðist hafa verið innblásinn af henni. Annað eldra dæmi er kvikmyndin The Birth of a Nation frá árinu 1915 sem leiddi til mikillar fjölgunar meðlima Ku Klux Klan. Þá hefur Fight Club verið tengd við of- beldisverk og fleiri dæmi mætti ef- laust tína til. Gagnrýnendur Joker, þ.e. þeir nei- kvæðu, hafa líka bent á að hér sé kom- in enn ein hættulega „incel“-kvik- myndin en incel er skammstöfun á „involuntary celibates“ og á við um fólk, og þá fyrst og fremst karlmenn, sem eru ófærir um að finna sér maka og búa því tilneyddir við einlífi. Slík einangrun getur leitt til óhamingju og innibyrgðrar reiði út í samfélagið. Hafa nokkrir slíkir karlar, „incels“ svonefndir, framið fjöldamorð eða ráð- ist að fólki með ofbeldi í Bandaríkj- unum. Þetta er því sannarlega dauð- ans alvara og hvort réttlætanlegt er að gera kvikmyndir um slíka menn verð- ur hver að meta fyrir sig. Listamenn geta auðvitað ekki fríað sig ábyrgð á verkum sínum, þeirra er ákvörðunin að gera þau. Joker er samt sem áður bara ein af mýmörgum ofbeldis- myndum Hollywood og mætti einnig spyrja um ábyrgð hinna stóru kvik- myndavera sem framleiða þær og svo þeirra sem styðja gerð myndanna með því að fara að sjá þær í bíó. Ábyrgð okkar. Flest erum við sem betur fer fær um að greina milli raunveruleika og skáldskapar, réttlætis og rang- lætis. Það var ekki auðvelt að ákveða stjörnugjöf fyrir Joker en en niður- staðan varð sú að að kostir myndar- innar væru miklu fleiri en gallarnir. Hún stenst prófið og vel rúmlega það. Tæknilega er hún óaðfinnanleg; myndataka, hljóð, klipping, búningar og förðun, allt er þetta fyrsta flokks og áhrifamikið. Þetta er hrollvekjandi og litríkt sjónarspil sem einn fremsti kvikmyndaleikari Bandaríkjanna heldur uppi með glæsibrag. Umdeild Joaquin Phoenix í hlutverki hins geðsjúka Arthurs Fleck sem er betur þekktur sem Jókerinn, í kvikmynd- inni Joker. Hún hefur hlotið heldur misjafnar viðtökur gagnrýnenda og hefur m.a. verið sögð hættuleg. Smárabíó, Laugarásbíó og Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík Joker bbbmn Leikstjórn: Todd Phillips. Handrit: Todd Phillips og Scott Silver. Aðalleikarar: Joaquin Phoenix, Robert De Niro, Zazie Beetz og Frances Conroy. Bandaríkin og Kanada, 2019. 122 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Alls ekkert aðhlátursefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.