Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 Með Firmavörn+ geta stjórnendur fylgst með og stýrt öryggiskerfi, myndeftirliti og snjallbúnaði fyrirtækisinsmeð appi í símanum hvar og hvenær sem er. Stjórnstöð Securitas er á vaktinni allan sólarhringinn, alla daga ársins. www.firmavorn.is HVAR SEM ÞÚ ERT Spurð hvernig það sé að vinna með þremur öðrum drottningum segir Agatha: „Maður hefði haldið að það væri aðeins meira um drama. Þetta eru nokkur stór egó en þegar við komum saman þá var aðallega hlegið. Við höfum hlegið alveg rosa- lega mikið í öllu ferlinu og ekkert drama. Það er ekki sjálfsagt.“ Hópurinn kallar sýninguna dragrevíu, það er þá nýyrði yfir sýn- ingu sem þessa þar sem er að finna dans, leik, búktal, söng og fleira. „Við vorum að vesenast með að finna nafn á þetta, hvað það heiti þegar maður tekur öll þessi listform og setur í sama pott. Þá verður maður að finna nýtt nafn á það svo við ákváðum að kalla þetta dragrevíu,“ segir Agatha. Persónur sýningarinnar eru allar dragdrottningar með stóra og áhugaverða persónuleika. „Það er fyrst og fremst Agatha P. Hún er svona demigyðja en hún þarf svolítið að vinna í að tóna niður ofurkynvit- und sína. Hún sækir í brunn Marilyn Monroe og reynir að gera allt svolít- ið sexí,“ segir Agatha. „Svo erum við með hina stórkost- legu og þaulreyndu dragdrottningu Íslands, Gógó Starr, sem er eigin- lega orðin þjóðþekkt fjallkona og dragmóðir,“ segir Agatha og bendir á að Gógó sé ein frægasta íslenska dragdrottningin en hún brá sér til að mynda í fjallkonuhlutverk í fyrra og vann einnig titilinn „Dragdrottning Íslands“ árið 2015. Sú þriðja er Fay Knús. „Það má segja að hún sé „comedy queen“, al- gjör gríndrottning. Hún er uppi- standari sem kemur fram tvisvar í viku á Kiki. Svo er Vera Schtilld sem er að stíga sín fyrstu spor í töfra- heimi dragsins svo þetta verður hennar frumraun sem dragdrottn- ing.“ Dragdrottningin hirðfífl Agatha P. hefur látið að sér kveða á fleiri stöðum en sviðinu einu. „Agatha P. er orðin alvarleg fréttakona á Hringbraut. Hún lætur sig stóru málin varða,“ segir Agatha. Hún er túlkuð af Ásgeiri Helga Magnússyni, Cameron Corbett túlk- ar Faye Knús og Sigurður H. Starr Guðjónsson túlkar Gógó Starr en að baki Veru Schtilld er söngkonan Sigga Eyrún. Ásgeir Helgi og Cameron eru for- sprakkar hópsins en þeir hafa starf- að saman um árabil innan raða Ís- lenska dansflokksins auk þess að koma víða við í íslenskum sviðs- listum. Spurð hvað sé svo heillandi við dragið segir Agatha: „Það er ein- hvern veginn þetta að fá að búa til svona rosalega erkitýpu og ég held að innan dragsins leyfist þér meira en almennt. Dragdrottningin er einhvers kon- ar nútímahirðfífl í þeim skilningi að hún fær að benda á allt og má segja mjög margt. Hún kemst upp með það að segja og benda á hluti og segja að keisarinn sé nakinn. Við leggjum þó ekki upp með að ganga fram af fólki og ég held að þetta sé aðallega grín, glens og mikið gam- an.“ Íslensk dragsena í blóma Dragsenan hefur undanfarið vaxið gífurlega hratt á heimsvísu, til dæm- is með tilkomu sjónvarpsþátta eins og amerísku raunveruleikaþáttanna RuPaul’s Drag Race sem fjalla um dragdrottningar. Þeir hafa notið gíf- urlega mikilla vinsælda hérlendis sem erlendis. Agatha segir að íslenska senan hafi einnig tekið vaxtarkipp. „Núna er komin fram rosalega góð sena og fólk er farið að spá í hvað eigi að gera næst. Hver næstu skref séu og hvernig við viljum taka dragið lengra, hvernig við getum blandað dragið með öðru. Hvenær fyrsta ís- lenska dragdrottningin fer og tekur þátt í RuPaul’s Drag Race. Það er spennandi að sjá hvað gerist næst.“ Ævisaga valkyrju sögð í dragrevíu  Brynhildur Buðladóttir fær raddir fjögurra dragdrottninga að láni  Ævisaga Brynhildar túlkuð með söng, ballett og búktali  Þaulvanar drottningar leiksviðs og næturlífs skreyttar eðalsteinum Fjöllistahópur Endurnýttar væntingar stendur að sýningunni. Frá vinstri Faye Knús, Vera Schtilld, Agatha P. og Gógó Starr. VIÐTAL Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Fjórar dragdrottningar segja sögu valkyrjunnar Brynhildar Buðladótt- ur á nýjan hátt í sýningunni Endur- minningar valkyrju sem frumsýnd verður í Tjarnarbíói kl. 20 í kvöld. „Öllu verður heldur betur tjaldað til. Við ætlum að gera sögunni af Brynhildi, valkyrjunni sem ruglaði reytum saman við Sigurð Fáfnis- bana, skil í mögnuðum dansi og miklum hamagangi. Það verður söngleikur, það verður ballett, allt saman, búktal og brúður,“ segir Agatha P., ein dragdrottninganna sem túlka söguna af Brynhildi. Brynhildur er ein þekktasta skáldmeyja mannheima sem jafn- framt var valkyrja. Sigurður Fáfnis- bani lofaði að giftast Brynhildi en var blekktur til að gleyma henni og giftast Guðrúnu Gjúkadóttur í staðinn. „Við leikum allar Brynhildi og hún fær að segja söguna frá sínu sjón- arhorni. Saga hennar hefur hingað til bara verið sögð út frá þeim herra- mönnum sem skrifuðu eddukvæði á þrettándu öld. Það hafa yfirleitt ver- ið karlar sem hafa ritað sögu Bryn- hildar en nú ætlar hún að rita hana sjálf. Þetta er svolítið eins og ævi- saga Brynhildar sem er stílfærð af okkur,“ segir Agatha. Tala tæpitungulaust Ásamt Agöthu koma fram Gógó Starr, Faye Knús og Vera Schtilld. Saman mynda þær fjöllistahópinn Endurnýttar væntingar en þetta er fyrsta sýning hópsins þó drag- drottningarnar séu þaulvanar drottningar leiksviðs og næturlífs. Persónuleikar allra drottninganna eru fyrirferðarmiklir eins og per- sónuleikar drottninga eru gjarnan. Dragdrottningar Endurnýttra væntinga eiga það sameiginlegt að tala tæpitungulaust og skreyta sig með eðalsteinum og rúbínum frá hvirfli til ilja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.