Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 16
VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Það er mikilvægt að muna að þó að ákæruferlið til embættismissis byggi á lagalegum grunni er ferlið á end- anum rammpólitískt í eðli sínu,“ segir David Livingston, fræðimaður frá bandarísku hugveitunni Atlantic Council, en hann flutti í gær erindi á vegum Amerísk-íslenska viðskipta- ráðsins um stöðuna í bandarískum stjórnmálum. Hann segir líklegustu niðurstöðu þess rannsóknarferlis sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings hóf nýlega gegn Trump vera þá að fulltrúadeildin samþykki ákærur, sem öldungadeildin muni hafna eftir flokkslínum. Livingston bendir á að Pelosi hafi lengi verið treg til að hefja ákæru- ferli á hendur Trump þrátt fyrir að margir af samflokksmönnum hennar hafi kallað eftir því um langa hríð. Líklegast hafi það breytt stöðunni verið að nú virðist sem öruggur meirihluti sé í fulltrúadeildinni fyrir ferlinu. „Hin hliðin er líklega sú til- finning að ef Pelosi streittist á móti vilja stórs hluta þingliðs síns væri forysta hennar í hættu,“ segir Livingston. „Þetta er eins og vatn sem safnast saman fyrir aftan stíflu, á endanum brestur hún og allt fer af stað.“ Livingston segir að báðir flokkar muni reyna að notfæra sér eða „víg- væða“ ákæruferlið í ljósi þess að for- setakosningar eru á næsta ári. „Demókratar telja sig geta grætt á ferlinu, sér í lagi ef rannsókn leiðir í ljós eitthvert misferli sem fer illa of- an í bandarískan almenning, og repúblíkanar telja sig hafa ávinning af ef almenningur fellst á að ákæru- ferlið gegn Trump sé á einhvern hátt ósanngjarnt.“ Hann bendir hins veg- ar einnig á að kannanir bendi til þess að Bandaríkjamenn séu skiptir í nán- ast jafnstóra hópa hvað varðar af- stöðuna til ákæruferlisins. Livingston bendir hins vegar á að vegna þess hversu pólitískt ferlið sé séu þingmenn repúblíkana í öld- ungadeildinni ólíklegir til þess að snúast gegn Trump nema víst sé að almenningsálitið í kjördæmum þeirra sé með því að svipta Trump embætti. Flokkarnir að minnka Um nokkurt skeið hefur virst sem bilið milli flokkanna tveggja sé að breikka, jafnvel svo mjög að það verði ekki brúað. Livingston segir það vera eina mikilvægustu spurn- inguna hvert bandaríska stjórnkerf- ið stefni þegar horft sé til lengri tíma og hvað þessi aukna flokkaskipting þýði fyrir þau mál þar sem Banda- ríkin þurfa að taka sér forystuhlut- verk, eins og loftslagsbreytingar eða orkuskiptin. „Það er freistandi að segja að skipting samfélagsins sé búin að ganga svo langt og að ekki verði snú- ið til baka,“ segir Livingston og vísar meðal annars í þá staðreynd að bandarískir ljósvakamiðlar eru nú í auknum mæli orðnir flokkspólitískir í fréttaumfjöllun sinni. „Og það er freistandi að álykta sem svo að nógu mörg „norm“ hafi verið brotin og að stjórnkerfið hafi ekki þá teygni sem þurfi, þannig að það geti orðið á ný líkt og var á eftirstríðsárunum,“ segir Livingston. „En ýmis gögn benda til þess að við séum að horfa allt of mikið á þessa auknu skiptingu, að það séu í raun bara þeir Banda- ríkjamenn sem taka virkan þátt í stjórnmálum, þeir háværustu, sem séu að fjarlægjast.“ Einn gallinn sé sá að það sé svo auðvelt að festa hönd á þeim, því þeir séu svo áberandi í umræðunni. „Og því ályktum við að það endurspegli samfélagið, en samkvæmt nýlegum könnunum líta 42% Bandaríkja- manna á sig sem utan flokka.“ Þeim sem taki þátt í starfi flokkanna tveggja hafi jafnframt fækkað jafnt og þétt. Þá bendir Livingston á að um 35% Bandaríkjamanna, eða meir en þriðj- ungur, líti á sig sem miðjumenn. „Og það er heilbrigt merki sem fer í gagnstæða átt og getur gefið færi til þess að byggja upp á ný heilbrigðari stjórnmálamenningu í Bandaríkj- unum.“ Livingston segir að slík upp- bygging þyrfti ekki að vera bundin á klafa hinna hefðbundnu flokka, held- ur gæti hverfst um afstöðu kjósenda til sumra álitamála eins og til dæmis loftslagsbreytinga, sem skera þvert á flokkslínur. Hægt að læra af Íslendingum Orkumál eru ein helsta sérgrein Livingstons. Hann segir Íslendinga hafa gert nokkra hluti vel sem Bandaríkjamenn geti lært af. „Eitt af því var að íslensk stjórnvöld treystu mjög á ýmsa lykiltækni sem féll vel að loftslaginu og náttúruauð- lindunum hérna, aðallega í vatnsafli og jarðvarma.“ Þá hafi þau séð fyrir aukna eftirspurn fyrir grænum og áreiðanlegum orkugjöfum, sem hægt var að nýta í vaxtargreinum eins og til dæmis álbræðslu og gagnaverum, þar sem Íslendingar séu í fremstu röð. „Þá skilst mér að hér hafi verið mjög skynsamleg áætlanagerð varð- andi innviði í raforkudreifingu, ekki bara hvað varðar að tryggja nýja orkugjafa heldur einnig að sjá fyrir hvar mesta eftirspurnin verði, en það þurfum við að gera betur í Banda- ríkjunum.“ Livingston bætir við að vestanhafs sé slík áætlanagerð oft í höndum hinna einstöku ríkja, eða jafnvel sett í hendur sveitarstjórna. „Þannig að þótt við séum til dæmis með einhverjar mestu vind-auðlindir á landi í Miðvesturríkjunum, eða ein- hverjar bestu aðstæður fyrir sólar- orkuframleiðslu í Suður- eða Suð- vesturríkjunum, er erfitt að færa afrakstur þessara auðlinda þangað sem eftirspurn er eftir orkunni.“ Hann segir eina ástæðuna vera þá að það sé erfitt og flókið ferli að leggja raforkustrengi sem nái þvert yfir mörg lögsagnarumdæmi. Oft sé fólk tregt til að hafa slíkt „í sínum bakgarði“ og mjög auðvelt að leggja lagalega steina í götu slíkra verk- efna, alveg sama hversu brýn þau eru. Livingston segir að lokum að þessi skortur á samræmdri orkustefnu gæti vel komið niður á forystuhlut- verki Bandaríkjanna í alþjóðamál- um. Hann bendir á að Bandaríkin hafi yfir miklum orkuauðlindum að ráða, sérstaklega hvað varðar jarð- efnaeldsneyti. Á seinni árum hafi til- koma vökvabrots og olíu sem unnin er úr leirsteini gert Bandaríkin að útflytjanda á jarðgasi og nálægt því að vera sjálfum sér nóg um olíufram- leiðslu. „En góð staða Bandaríkj- anna þar núna einangrar okkur ekki frá hræringum í heiminum, eins og árásin á olíustöðvar Sádi-Arabíu og titringurinn í Bandaríkjunum vegna hennar sýndi.“ Hættan er að mati Livingstons sú að Bandaríkjamenn verði væru- kærir, sem aftur muni leiða til þess að þeir undirbúi sig síður fyrir þær áskoranir í orkumálum sem koma munu upp síðar á þessari öld. „Eins og einn olíumálaráðherra Sáda sagði eitt sinn tók steinöldin ekki enda vegna skorts á steinum og olíuöldin mun enda löngu áður en olían mun þverra. Margar ástæður eru því fyrir Bandaríkjamenn að sitja ekki á sér, heldur fjárfesta í þeim orkugjöfum sem munu ráða framtíðinni.“ Ákæruferlið er pólitískt í eðli sínu  David Livingston flutti erindi á vegum Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins  Líklegt að ákæruferlið gegn Trump muni falla eftir flokkslínum  Sífellt fleiri Bandaríkjamenn standa utan flokkanna Morgunblaðið/Hari Bandaríkin Gerður var góður rómur að erindi Davids Livingston í gær. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2020 Lýðheilsusjóður óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til heilsueflingar og forvarna. Áhersla er lögð á eftirfarandi:  Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu.  Verkefni sem tengjast geðrækt barna.  Heilsuefling eldra fólks.  Nýsköpun í heilsueflingu.  Rafrettunotkun ungmenna.  Aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði, svefni og hreyfingu.  Áfengis-, vímu- og tóbaksvarnir.  Verkefni sem tengjast kynheilbrigði.  Verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu, eða verkefni sem eru til þess fallin að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna í tengslum við heilsu Við úthlutun verður tekið mið af eftirfarandi stefnum:  Lýðheilsustefnu og aðgerðum sem stuðla að heilsueflandi samfélagi.  Stefnu í áfengis- og vímuvörnum til 2020.  Stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til 2020. Verkefni sem uppfylla eftirtalin skilyrði hafa forgang:  Sem unnin eru í víðtæku samstarfi hagsmunaaðila.  Eru með eigin fjármögnun eða aðra fjármögnun. Verkefnin eiga að byggja á faglegum grunni og hafa raunhæf og skýr markmið. Gera þarf grein fyrir því hvernig árangur verkefnis verður metinn og skal skila framvinduskýrslu að verkefni loknu. Opnað verður fyrir umsóknir þann 7. október en frestur til að sækja um rennur út þann 4. nóvember 2019. Sótt er um á vefsvæði Lýðheilsusjóðs http://lydheilsusjodur.sidan.is/pages/ Nánari upplýsingar í síma 510 1900 eða á vef embættis landlæknis. Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum vefsvæði sjóðsins. Embætti landlæknis – Rauðarárstígur 10 - 105 Reykjavík - Sími 510 1900 - lydheilsusjodur@landlaeknir.is - www.landlaeknir.is Albert Jónsson, fyrrverandi sendi- herra, flutti einnig erindi á hádegis- verðarfundi Amerísk-íslenska við- skiptaráðsins í gær. Fór Albert þar yfir stöðuna í alþjóðamálum eins og hún sneri að samskiptum Íslands og Bandaríkjanna. Sagði Albert það meðal annars sitt mat að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætti raun- hæfan möguleika á endurkjöri, svo lengi sem efnahagur Bandaríkjanna héldist góður og hann sjálfur héldi áfram að höfða til kjarnans síns með því að vera óvenjulegur stjórnmála- maður. Albert benti á að í mörg ár hefðu öryggishagsmunir Íslands legið sam- hliða öryggishagsmunum Bandaríkj- anna, en að eftir fall Sovétríkjanna hefði ógnin af átökum á Atlantshafi svo gott sem horfið. Sagði Albert það mjög ólíklegt að styrjöld brytist út á milli Rússlands og Atlantshafs- bandalagsins en það væri ljóst að stefna Bandaríkjanna ef það yrði væri að þrýsta á hánorðrið, verja Noreg og sækja gegn þeim kafbát- um Rússa sem bera kjarnorku- vopn. Albert vakti at- hygli á því að auk- inn áhugi Banda- ríkjamanna hér á landi virtist eink- um beinast gegn Kínverjum. Nefndi hann í því samhengi að tveir háttsettir bandarískir embættis- menn, Mike Pompeo utanríkisráð- herra og Mike Pence varaforseti, hefðu heimsótt landið á árinu, sem væri fáheyrt, og bætti við að báðir hefðu með sínum hætti beint spjótum sínum að Kínverjum, en hvorugur nefndi Rússa. Þá væri ljóst að á næstu áratugum gæti þungamiðja alþjóðastjórnmála færst aftur norður á bóginn, og því þyrftu Íslendingar að fylgjast grannt með áhuga stórveldanna þar. Aukinn áhugi Bandaríkjanna Albert Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.