Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt 2, 3, 4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur í höllum, köstulum eða húsum frá miðöldum. www.transatlantic.is Sími 588 8900 GLÆSILEGARMIÐALDA BORGIR Í A-EVRÓPU Wrocalaw er ein mesta ferðamannaborg Póllands. Wroclaw var kosin menningarborg Evrópu 2016. Wroclaw hefur svo mikið uppá að bjóða. Borgin er ægifögur menningarborg með svo margt fyrir ferðamanninn sem gerir hana svona vinsæla. Gamli bærinn er augna- yndi með fagrann arkitektur frá fyrri tímum, mikið er af söfnum og menningarviðburðir í borginni hafa ætíð verið fjölbreyttir. Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er vernd- aður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. RIGA Í LETTLANDI WROCLAW TALLINN EISTLANDI NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ Vilnius, Budapest, Prag Gdansk, Krakow, Varsjá, Bratislava Vínarborg og Brugge Tallinn er ein allra fallegasta borg Evrópu og er gamli bæjarhlutinn sá hluti borga- rinnar sem mesta aðdráttaraflið hefur á ferðamenn. Þar eru götur steini lagðar, byggingar frá 11. öld sem hefur tekist að varðveita ótrúlega vel. Þú ferð úr 21. öldinni beint aftur í miðaldir. Þar sem Tallinn er best varðveitta miðaldaborg N-Evrópu hefur henni verið bætt við á heimslista UNESCO. Yfirskrift 56 síðna blaðauka um norðurslóðir sem dreift verður með Morgunblaðinu á morgun er Björg- um heiminum eða Save the World, en eins og undanfarin ár kemur blaðið bæði út á íslensku og ensku. Þar er vísað í ákall ungu kynslóð- arinnar sem víða um heiminn hefur krafist markvissra aðgerða í lofts- lagsmálum. Sjá má forsíðu blaðsins hér til hliðar. „Áður en við náum að móta eitt- hvað í sameiningu og búa til skila- boð handa yngri kynslóðunum munu þær þegar hafa áttað sig. Meðan við sitjum hér hafa þær stað- ið upp og yfirgefið svæðið. Það er svo dásamlegt við ungu kynslóðina að hún er ekkert að bíða eftir okkur. Þau eru fullfær um að vega málið og meta og vinna það áfram upp á eigin spýtur vegna þess að það er ótrúleg værð yfir okkur sem eldri erum,“ segir Ólafur Elíasson myndlistar- maður í viðtali í blaðaukanum. Og Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra tekur í svipaðan streng í viðtali: „Það er auðvitað unga fólkið sem hefur haldið úti loftslags- verkföllum að undanförnu og knýr þessa umræðu áfram af mikilli al- vöru. Beint eftir þetta viðtal við ykkur er ég einmitt að fara að hitta forsvarsmenn loftslagsverkfallsins. Í tengslum við loftslagsfundinn úti í New York var líka haldið sérstakt ungmennaþing sem er ósköp eðli- legt; krafan um aðgerðir kemur ekki síst frá fólki framtíðarinnar. Unga fólkið virðist til dæmis eiga auðvelt með að temja sér breyttar ferðavenjur og það vekur manni von. Það er ábyrgð okkar sem nú sitjum við stjórnvölinn að grípa til aðgerða, bregðast við vandanum og tryggja unga fólkinu bjarta fram- tíð.“ Auk Ólafs og Katrínar er rætt við Anton V. Vasiliev, sendiherra Rússa á Íslandi, Trausta Jónsson veður- fræðing og Christiönu Figueres, fyrrverandi framkvæmdastjóra rammasamnings SÞ um loftslags- breytingar, í blaðinu og loftslagsmál eru sem fyrr ofarlega á baugi enda hafa vísindamenn ítrekað vakið at- hygli á því að hlýnun sé hvergi hrað- ari en hér á norðurslóðum. Fjórir áratugir á norðurslóðum Rauði þráðurinn í blaðaukanum er sem fyrr ljósmyndir og sögur Ragnars Axelssonar, sem í tæp 40 ár hefur fylgst grannt með lífinu á norðurslóðum og orðið vitni að mikl- um breytingum, bæði á náttúru og mannlífi. Ísbjörninn á myndinni hér að ofan kom hann auga á þegar hann sigldi um Scoresbysund á Grænlandi í síðasta mánuði. Ís- björninn hafðist við á lítilli eyju og var í senn svangur og magur. Ísjak- ar fljóta um fjörðinn, lítið um æti fyrir hann og erfitt að veiða sel við þessar aðstæður. Ísbjörninn var ró- legur um stund en síðan stakk hann sér til sunds og synti í land. „Þessar breytingar á norður- slóðum eru svo örar að það er mikil- vægara en nokkru sinni fyrr að skrásetja þær í máli og myndum fyrir allan heiminn að sjá og kynna sér. Blað eins og þetta er auðvitað bara dropi í hafið en því fleiri bækur sem verða til þeim mun betra. Þær fræða og opna augu fólks sem hefur litla sem enga tilfinningu fyrir þessu fjölbreytta og óvenjulega lífi á norðurslóðum sem getur verið erf- itt og heillandi í senn,“ segir Ragnar. Enda þótt margt beri að varast leggur Ragnar áherslu á að fólk haldi ró sinni og horfi til þeirra fjöl- mörgu tækifæra sem fram undan séu á norðurslóðum. Í því sambandi vísar hann til orða Ólafs Elíassonar í blaðaukanum: „En við verðum [] að finna leið til að tala um framtíðina á þeim nótum að morgundagurinn verði betri en gærdagurinn. Til að geta gripið til aðgerða verðum við að sjá fyrir okk- ur bjarta framtíð og rífa okkur upp úr hræðsluorðræðunni sem hefur þveröfug áhrif þegar við þurfum að treysta hvert öðru.“ Unga fólkið knýr umræðuna áfram  Blaðauki á íslensku og ensku um norðurslóðir fylgir Morgunblaðinu á morgun í tilefni Arctic Circle Magur Ísbjörninn í Scoresbysundi kominn á land eftir að hafa hafst við á lítilli eyju. Hann var í senn svangur og magur. Ísjakar fljóta um fjörðinn, lítið um æti fyrir hann og erfitt að veiða sel. Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Björn Arnar Ólafsson Norðurslóðablað Sérblaðið á lokaspretti í gær hjá Ragnari Axelssyni, eða RAX, Orra Páli Ormarssyni og George Kristófer Young umbrotsmanni. Arctic Circle Um tvö þúsund þátttakendur frá 50-60 löndum sækja þing Arctic Circle sem hefst í Hörpu í dag. Við setninguna taka m.a. til máls forsætisráðherrar Íslands, Finnlands og Grænlands, krón- prinsessa Svíþjóðar, orkumála- ráðherra Bandaríkjanna, ríkis- stjóri helsta orkusvæðis Rúss- lands, utanríkisráðherrar Fær- eyja og Danmerkur o.fl. Ný heimsmynd í mótun verð- ur rædd í 188 málstofum með rúmlega 600 ræðumönnum. Í tilkynningu segir að norður- slóðir séu í vaxandi mæli vett- vangur helstu forysturíkja heimsins. Forystumenn frá Bandaríkj- unum, Rússlandi, Kína, Japan, Kóreu, Frakklandi, Þýskalandi og víðar að sækja þingið. Auk þess taka virkan þátt í því ís- lenskir ráðherrar, vísindamenn, umhverfissinnar og stjórnendur fyrirtækja. Þingið er opið ís- lenskum almenningi og hafa nokkur hundruð sæti verið tekin frá í því skyni. Þátttakendur þurfa að skrá sig á www.Arctic- Circle.org. gudni@mbl.is Ný heims- mynd rædd ARCTIC CIRCLE SAVE THE WORLD BJÖRGUM HEIMINUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.