Morgunblaðið - 10.10.2019, Side 68

Morgunblaðið - 10.10.2019, Side 68
68 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 120.000 kr. Vináttulandsleikir karla Þýskaland – Argentína ........................... 2:2 Serge Gnabry 15., Kai Havertz 22. – Lucas Alario 66., Lucas Ocampos 85. Barein – Aserbaídsjan ............................. 2:3 Vináttulandsleikur U19 karla Finnland – Ísland..................................... 0:1 Vuk Óskar Dimitrijevic 89. KNATTSPYRNA KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Mustad-höll: Grindavík – Keflavík ..... 18.30 DHL-höllin: KR – Haukar................... 19.15 MG-höllin: Stjarnan – ÍR..................... 19.15 Origo-höllin: Valur – Þór Þ.................. 19.15 Njarðtaksgr.: Njarðvík – Tindastóll... 20.15 1. deild karla: Borgarnes: Skallagr. – Breiðablik ...... 19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Fylkishöll: Fylkir – FH ............................ 19 Víkin: Víkingur – Grótta ...................... 19.30 Í KVÖLD! Dominos-deild kvenna Haukar – Keflavík ................................ 54:65 Skallagrímur – Grindavík.................... 74:59 Valur – Snæfell ................................... 110:75 Breiðablik – KR.................................... 69:78 Staðan: Valur 2 2 0 206:124 4 KR 2 2 0 158:148 4 Keflavík 2 1 1 144:134 2 Haukar 2 1 1 126:131 2 Snæfell 2 1 1 151:158 2 Skallagrímur 2 1 1 140:131 2 Breiðablik 2 0 2 117:154 0 Grindavík 2 0 2 108:170 0 Evrópubikarinn C-riðill: Unics Kazan – Cedevita Olimpija...... 80:67  Haukur Helgi Pálsson lék í tíu mínútur fyrir Unics Kazan og stal boltanum einu sinni en skoraði ekki stig í leiknum.  Staðan: Darussafaka 4, Joventut Bada- lona 2, Nanterre 2, Brescia 2, Unics Kazan 2, Cedevita Olimpija 0. Evrópubikar FIBA Undankeppni, seinni leikur: Pinar Karsiyaka – Borås .................... 78:58  Elvar Már Friðriksson skoraði 10 stig, tók 2 fráköst og gaf 2 stoðsendingar fyrir Borås á 27 mínútum.  Pinar Karsiyaka áfram, 155:128 saman- lagt. KÖRFUBOLTI Á ÁSVÖLLUM Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Keflavík er komin á blað í Dominos- deild kvenna í körfubolta eftir 65:54-sigur á útivelli gegn Haukum í 2. umferðinni í gærkvöldi. Keflavík lagði grunninn að sigrinum með stórglæsilegum fyrri hálfleik, en munurinn varð mestur 28 stig í upp- hafi seinni hálfleiks. Haukar gerðu vel í að gefast ekki upp en mun- urinn var einfaldlega of mikill. Vörn Keflavíkur í fyrri hálfleik var ótrúlega sterk. Keflvíkingar pressuðu Hauka út um allan völl og það réðu Haukar illa við. Hvað eftir annað var boltanum kastað beint út af eða í hendurnar á leikmönnum Keflavíkur, sem þökkuðu fyrir sig með stigum hinum megin. Það fer mikil orka í að spila varnarleik á borð við þann sem Keflavík bauð upp á í fyrri hálfleik og virtust leik- menn orðnir þreyttir undir lokin. Það er skiljanlegt eftir tvær um- ferðir. Takist Keflavík að spila varnarleik líkt og í gær yfir heilan leik þurfa önnur lið að varast Kefl- víkinga. Seairra Barrett, bandarískur leikmaður Hauka, byrjaði á bekkn- um. Það eru tíðindi þegar lið geyma atvinnumanninn sinn á bekknum, en það varð æ skiljanlegri ákvörðun eftir því sem leið á leikinn og tak- mörkuð gæði hennar komu ljós. Það er erfitt að sjá að Haukar sætti sig við leikmann eins og Barrett þegar betri leikmenn eru í boði. Sem betur fer fyrir Hauka var Lovísa Björt Henningsdóttir í stuði og skoraði 31 stig og tók átta frá- köst. Það er ljóst að hún hefur lært ansi margt að því að vera í háskóla í Bandaríkjunum. Keflavík hefur komið af krafti í mótið og var liðið óheppið að tapa á móti KR í fyrstu umferðinni, þegar fáir áttu von á jöfnum leik. Það fór nánast heilt byrjunarlið frá Kefla- vík eftir síðustu leiktíð, en þrátt fyr- ir það er liðið sterkt. Daniela Wal- len er virkilega sterkur leikmaður og skoraði 33 stig og tók 20 fráköst. Barrett hjá Haukum skoraði átta og tók tvö fráköst og því himinn og haf þar á milli. Bæði lið eru með tvö stig eftir tvo leiki, en Keflavík lítur mun betur út.  Meistarar Vals unnu öruggan sigur á Snæfelli, 110:75, eftir að hafa náð 25 stiga forystu í fyrri hálf- leiknum. Kiana Johnson og Helena Sverrisdóttir fóru á kostum, en Johnson skoraði 33 stig og Helena 22 auk þess að taka 9 fráköst og gefa 8 stoðsendingar.  KR vann eins og Valur annan sigur sinn þegar liðið lagði Breiða- blik að velli í Kópavogi, 78:69. Blik- ar náðu að minnka muninn í 3 stig í lokafjórðungnum en komust ekki nær. Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 24 stig fyrir KR og tók 9 fráköst, og Danielle Rodriguez skoraði 20 stig og átti 11 stoðsend- ingar. Violet Morrow skoraði 30 stig og tók 10 fráköst fyrir heima- konur.  Skallagrímur vann öruggan sigur á nýliðum Grindavíkur, 74:59, eftir að hafa verið 24 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Keira Rob- inson skoraði 24 stig og tók 10 frá- köst fyrir Skallagrím, en Kamilah Jackson var atkvæðamest hjá Grindavík með 16 stig og 13 fráköst. Flug Hauka hófst of seint gegn Keflavík  Meistarar Vals afar sannfærandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Sókn Emelía Ósk Gunnarsdóttir sækir að körfu Hauka í gærkvöld. Heimsmeistarar Frakka lenda í Keflavík í dag vegna leiksins við Ís- land annað kvöld í undankeppni EM í fótbolta. Óvissa hefur ríkt um Lucas Hernandez, bakvörð Bayern München, vegna meiðsla en sam- kvæmt L’Equipe tók hann virkan þátt á æfingu í gær. Kylian Mbappé, Hugo Lloris og Leó Dubois hafa allir þurft að draga sig út úr franska hópnum vegna meiðsla. Hernandez er helsti vinstri bak- vörður franska liðsins og gæti því átt í höggi við Jóhann Berg Guð- mundsson annað kvöld. Hernandez klár gegn Jóhanni AFP Tilbúinn Lucas Hernandez á leið á æfingu franska landsliðsins. Benjamin Pavard, hægri bakvörður Frakklands, segir ekki hægt að lesa of mikið í það að Frakkar hafi unn- ið 4:0-stórsigur á Íslendingum þeg- ar liðin mættust í vor. Liðin mætast að nýju annað kvöld í undankeppni EM í fótbolta, á Laugardalsvelli. „Vissulega lékum við ansi vel í leiknum heima en á Íslandi reikn- um við með snúnum leik og munum ekki sýna neina værukærð gagn- vart Íslendingum. Við sjáum að þeir unnu síðustu þrjá heimaleiki,“ sagði Pavard, sem gekk í raðir Bay- ern München í sumar. Pavard með vara á gagnvart Íslandi AFP Fundur Benjamin Pavard ræddi við fréttamenn í Frakklandi. Ólafssalur, Ásvöllum, Dominos-deild kvenna, miðvikudag 9. október. Gangur leiksins: 4:4, 7:9, 9:15, 11:22, 13:28, 20:31, 20:37, 20:41, 22:50, 24:50, 31:50, 36:53, 38:55, 44:56, 47:58, 54:65. Haukar: Lovísa Björt Henningsdóttir 31/8 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 10/8 fráköst, Seairra Barrett 8, Dýr- finna Arnardóttir 2, Jannetje Guijt 2, Auður Íris Ólafsdóttir 1. Fráköst: 35 í vörn, 8 í sókn. Keflavík: Daniela Morillo 33/20 frá- HAUKAR – KEFLAVÍK 54:65 köst, Þóranna Kika Hodge-Carr 7/8 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 6, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 5, Kamilla Sól Viktorsdóttir 5, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/8 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 3, Anna Ingunn Svans- dóttir 2. Fráköst: 32 í vörn, 20 í sókn. Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Friðrik Árnason og Bjarki Þór Davíðs- son. Áhorfendur: 102. Íþróttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.