Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - Jul 2019, Blaðsíða 3

Fréttir - Eyjafréttir - Jul 2019, Blaðsíða 3
3 Ágætu Eyjamenn! Á aldarafmæli Vestmannaeyjabæjar sendi ég ykkur góðar kveðjur og óskir um farsæld í framtíðinni. Á hundrað árum hefur samfélagið í Eyjum dafnað og breyst til batnaðar. Fyrr á tíð var lífsbaráttan mun harðari. Hafið gaf og hafið tók, það fann fólkið á ykkar heimaslóð eins vel og íbúar annarra sjávar- plássa á Íslandi. Enn er það svo að þið Eyjamenn reiðið ykkur á auðlindir hafsins og vinnið úr þeim verðmæti sem þjóðin öll nýtur góðs af. Í návígi ykkar við náttúruöflin hafið þið líka mætt gífurlegri ógn og eyðileggingu; tímatali í Eyjum er víst gjarn- an skipt í árin fyrir og eftir gos og ætti það ekki að koma á óvart. Um okkar daga er byggðin í Eyjum blómleg. Á þessu afmælisári munu ýmis tilefni gefast til að rifja upp þætti og atvik úr merkri sögu byggðarlagsins og fólksins sem hér hefur skapað samheldið samfélag. Sjálfur vil ég þakka fyrir góðar móttökur þegar leið mín hefur legið til Vestmannaeyja, ekki síst við hina ýmsu íþróttaviðburði fyrir yngri kynslóðina. Þá finnur maður svo vel samtakamátt ykkar, dugnað og djörfung, hlýju, hispursleysi og gestrisni. Reyndar er það rannsóknarefni hversu margt öflugt íþróttafólk hefur vaxið úr grasi í Vestmannaeyjum, lagt hart að sér, uppskorið ríkulega og orðið landi og þjóð til sóma. Þetta vitum við Íslendingar, þökkum fyrir og vonum að ekkert lát verði á þessari afreks- fólksframleiðslu ykkar Eyjamanna. En ekki geta allir skarað fram úr í íþróttum þrátt fyrir vonir um frama og iðjusemi við æfingar, það þekki ég af eigin raun. Og þau sannindi gilda reyndar um sam- félagið allt. Vissulega þurfum við að brýna fólk til dáða, ekki síst æsku landsins. Já, vissulega megum við hvetja ungmenni okkar til að setja sér göfug markmið, reyna á sig, sýna seiglu og bogna ekki við minnsta andbyr. Eins brýnt er þó að við leyfum öllum að njóta sín á eigin forsendum, fögnum fjöl- breytni og hlúum að þeim sem þurfa aðstoð í lífinu, mikla eða litla eftir atvikum. Þetta getið þið gert svo vel í ykkar öfluga byggðarlagi, ágætu Eyjamenn, þar sem fólk kann að standa saman og leggja lið. Ég ítreka heillaóskir mínar til ykkar og hlakka til frekari samfunda á eyjunni fögru. Heillaóskir forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessonar Gæði - alla leið! ÍSLENSKA SVEITIN OG SS - FYRIR ÞIG Á R N A S Y N IR „Til að skapa afbragðs SS kjötvörur þá eru gæði hráefnisins og uppruni lykilatriði. Vönduð vinnubrögð góðra bænda ásamt réttri meðhöndlun tryggja að kjötvörur frá SS skila gæðum alla leið á diskinn þinn.“ Oddur Árnason KJÖTMEISTARI ÍSLANDS 2018 Stefán Geirsson og Silja Rún Kjartansdóttir í Gerðum eru hluti þeirra 900 bænda sem eiga SS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.