Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Síða 19

Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Síða 19
19 Árið 1931 fékk Jónína Jónsdóttir í Steinholti heildsöluleyfi í Vestmanna- eyjum. Síðar tók sonur hennar Karl Krist- mannsson við rekstrinum og rak til dauðadags 19. janúar 1958. Fyrirtækið var síðan rekið af fjölskyldunni með aðstoð góðra manna þar til sonur Karls, Kristmann tók við í byrjun árs 1961, þá aðeins 16 ára gamall. Í tilefni af 100 ára kaupstaða- afmælis Vestmannaeyjakaup- staðar, hef ég verið beðinn um að skrá hugleiðingar mínar um sögu verslunar hér s.l. ár. Þar sem ég er fæddur 1945 og hef áður skráð brot af verslunar- sögu Vestmannaeyja, sem birt- ist í jólablöðum Fylkis 2006 til og með 2009, hef ég ekki mörgu við fyrri skrif mín að bæta. Í bók Sigfúsar M. Johnsen Saga Vestmannaeyja, 2. bindi sem út kom 1946, er mjög greinargóður kafli um verslun og viðskipti (bls. 145). Þar er greint frá verslun fyrri alda þegar Englend- ingar, Norðmenn, Þjóðverjar og síðast en ekki síst einokunarverslun Dana, var í höndum þessara þjóða, fram til loka 18. aldar. Eftir þetta tímabil uppúr 1800, fer verslun að færast til okkar landsmanna og byggist það helst á skipaferðum til og frá landinu. Mikill kippur kemur í verslun hér í Eyjum uppúr 1900, þegar vélbátaút- gerð hefst og íbúar hér eru þá um 500 manns. Það verður þvílík íbúaaukning með vélbátaútgerðinni og kaupstaðarréttindum okkar árið 1919. Árið 1925 eru skráðir hér 3.184, fjölgun uppá rúmlega 2.600 manns frá aldamótum. Árið 1950 eru íbúar hér 3.725 og 1960 erum við orðin 4.675. Það er fjölgun frá alda- mótum á c.a. 60 árum um tæplega 4.200 manns. Á þessum uppgangsárum fara Eyjamenn að taka verslun og viðskipti í sínar hendur. Í bók Sigfúsar M. Johnsen er kafli um innlenda verslun (Saga Vestmannaeyja, útg. 1946, 2. bindi, bls. 226), þar sem rakin eru og skráð verslunarleyfi og m.a. 5 útgefin heildsöluleyfi. Eitt af þessum leyfum er skráð á Inga Kristmanns, sem var föðurbróðir minn. Haraldur Guðnason fyrrverandi bókavörður hér í bæ, grúskaði í þessu fyrir mig og sagði mér að föðuramma mín, Jónína Jónsdóttir í Steinholti, hafi verið með kostgangara í fæði og fékk hún heildsöluleyfi sem skráð er 1931. Síðar þegar afi og amma flytja frá Vestmannaeyjum, yfirtaka þeir bræður Ingi og pabbi minn, Karl Krist- manns, þetta heildsöluleyfi sem er í okkar höndum enn þann dag í dag: Karl Kristmanns Umboðs- & heildverslun ehf. Samkvæmt upprifjun minni, þar sem ég fer yfir götur bæjarins og tel upp verslanir og það fólk sem mér er minnisstætt frá þessum tíma, fullyrði ég að fáar ef nokkrar starfsgreinar hafi tekið eins miklum breytingum við jarðeldana á Heimaey 1973, eins og verslun og viðskipti. Margir komu ekki aftur eða skiptu um starfsvett- vang. Íbúafjöldi hér fór úr 5.179 þann 1. des. 1972 í 4.369 þann 1. des. 1974. Þetta var stór ástæða fyrir því að sú fjölbreytta og öfluga verslunarflóra sem hér var fyrir gos, gat ekki gengið eftir gos. Síðar hafa orðið þær breytingar hér sem annars- staðar, að félög og stórar verslunarkeðjur hafa opnað verslanir sínar t.d. Krónan, Húsasmiðjan, Bónus, Eymundsson, Skeljungur, Olís, N1, Flugfélag Íslands, Eimskip, Samskip, Sjóvá, VÍS og Apótekar- inn. Það voru Eyjamenn sem áttu og eða ráku versl- anir og þjónustu með umboð fyrir marga af þessum aðilum hér í Eyjum fyrir gos. Ég hef fulla trú á þeim fjölmörgu sem hafa haslað sér völl í ýmsum greinum verslunar og viðskipta hér í dag. Veitingahús af ýmsum gerðum, fjölbreyttar verslanir og önnur þjónusta sem hefur alltaf verið hér til staðar og verður, með auknum og stórbættum samgöngum og glæsilegu nýju skipi. Við sem eldri erum munum eina ferð með Herjólfi til Reykjavíkur sem tók 10-12 tíma, það er mikil breyting miðað við sjö ferðir á dag í Landeyjahöfn flesta daga ársins. Með sól í hjarta og sinni, og ósk um bjarta framtíð fyrir okkur öll og yndislega bæinn okkar. saga verslunar Í vestmannaeyjum Kristmann Karlsson 1931 Kristmann Karlsson Starfsfólk Heildverslunar Karls Kristmanns í september 1990. Klara Bergsdóttir, Betsý Kristmannsdóttir, Guðrún Kristmannsdóttir, Kristín Bergsdóttir, Elísa Kristmannsdóttir, Ingimar Georgsson, Júlíus Ingason, Ingólfur Arnarsson, Sigurður Ingason og Kristmann Karlsson. (Mynd: Sigurgeir Jónasson)

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.