Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - jul 2019, Side 22

Fréttir - Eyjafréttir - jul 2019, Side 22
 Atli er fæddur á Bakkastíg 8, Gjá- bakka, 22. maí 1943. Foreldrar hans voru Anna Margrét (Bíbí) Friðbjarnardóttir (1921-2017), leikfimi- og sundkennari, ættuð úr Fljótum og af Svalbarðsströnd og Ásmundur Guðjónsson, skrifstofumaður fæddur í Bæ í Lóns- sveit (1903-1964). Bræðurnir voru þrír, Atli, Kjartan og Gísli. Atli byrjaði 11 ára í roðfletting- um hjá Stebba Run í Hraðfrystistöðinni. Hann vann sér inn skólapeninga á fiski- og humartrolli og sumarsíld líka. Atli fékkst við kennslu nokkur ár og vann skrifstofustörf lengi, en síðustu 20 ár í utanríkisþjónustunni sem aðalræðismaður í Winnipeg meðal vestur Íslendinga. Atli er kvæntur Þrúði Helgadóttur og eiga þau hjónin tvær dætur þær Söru Lind og Heklu Dögg. Umgjörð og leiksvið um æskuárin og lífshlaup þeirra eldri gætu vart verið tignarlegri en einmitt í Vest- mannaeyjum. Sæbarðar klappir, Urðir og krúnudjásnið, sjálfur Heimaklettur, binda mann við Eyjar tryggðarböndum sem aldrei trosna. Eitt sinn Eyjamaður, ávallt Eyjamaður. Við bjuggum við Bakkastíg og klappir og klettar blöstu við þegar maður hámaði í sig hafragrautinn og svelgdist á lýs- inu á morgnana. gatan er samfélag Milli fólks myndast kunningsskapur og vinátta sem strendur oft lengi og stundum fyrir lífstíð. Sama, þó fólk flytjist annað og jafnvel langt í burt, samt eru vinatengsl og hlýjar minningar tengdar götunni okk- ar. Jafnvel þó gatan sé horfin og grafin undir hraunið svart, þá er hún samt ekki týnd, því hún lifir í okkur. Hún lifir í okkur, en hún má ekki deyja með okkur Því er gaman að hitta gamla granna og rifja upp liðna tíð og setja myndir og minningarbrot á vísan stað. Ólafur Guðmundsson hefur komið í gagnið heima- síðu, þar sem áhugamenn um Eyjar geta rifjað upp minningar og deilt myndum og frásögnum. Ólafur á þakkir skildar fyrir framtakið. Mér þykir líka mikils um vert að geta sýnt börnun- um í fjölskyldunni myndir og sagt frá þessu indæla umhverfi sem ég bjó við sem barn. Árið 2012 fluttum Horft heim til Eyja ef eittHvað er Í mÉr gott! Atli Ásmundsson 1943 Sendum Vestmannaeyjabæ hamingjuóskir á 100 ára kaupstaðarafmæli Til hamingju TIL HAMINGJU MEÐ ÁRIN 100 VESTMANNAEYJABÆR RANGÁRÞING EYSTRA óskar Vestmannaeyjabæ til hamingju með 100 ára kaupstaðarafmælið. Atli Ásmundsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.