Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - júl. 2019, Page 44

Fréttir - Eyjafréttir - júl. 2019, Page 44
Árið 2017 var þess minnst að 100 ár voru frá því prentun og um leið blaðaútgáfa hófst í Vestmannaeyjum. Saga sem þarf að halda til haga og var það gert afmælisárið fyrir forgöngu Arnars Sigurmundssonar og Kára Bjarnasonar með fundaröð sem lauk með málþingi í Einarsstofu í nóvember 2017. Þar lýstu menn sem tengst hafa útgáfustarfsemi og prenti í Vestmannaeyjum síðustu áratugi sýn sinni á þennan mikilvæga og ómissandi þátt í bæjarlífinu og um leið hluta af sjálfsmynd Vest- mannaeyja. Að hafa fengið að vera hluti af þess- ari sögu í yfir þrjátíu ár, um þriðjung af sögu prents og blaðaútgáfu í Vest- mannaeyjum er eitthvað sem ég er mjög stoltur af. Það var fyrir tilviljun að ég var allt í einu byrjaður að vinna á Fréttum í júní 1986 sem átti eftir að verða ævistarfið. Þá var Gísli Valtýsson, framkvæmdastjóri, ritstjóri og prent- ari. Vinnudagurinn gat verið langur, stundum voru fréttirnar þungar og sumum sárar sem gat tekið á en það var aldrei leiðinlegt. Það kom fyrir að það gustaði, blés jafnvel hressilega um blaðið sem tók á en gat líka verið hvatning til að gera betur. fólkið beið eftir blaðinu Þegar ég byrjaði voru Fréttir fríblað og komu út á fimmtu- dögum. Sundum hamagangur á efri hæðinni á Strandvegi 47 þegar fólk kom í stórum hópum að ná í blaðið. Oft var það sama fólkið sem var sent úr stöðvunum til að ná í Fréttir fyrir næsta kaffitíma. Það er ekki hægt að hugsa sér nánari tengsl við lesendur, við sátum og röðuðum blaðinu beint í hendurnar á fólkinu sem beið í óþreyju. Síðan var blaðinu dreift í búðir og gátum við fylgst með fólki storma á Tang- ann, nú Krónuna og ná sér í blað til að taka með heim. Smá viðurkenning fyrir mikla vinnu. Keppinauturinn á þessum árum var Dagskrá sem Her- mann Einarsson átti og gaf út. Samkeppnin var nokkuð hörð fyrst eftir að ég byrjaði en seinna urðum við Hermann góðir félagar, áttum ýmis sameiginleg áhugamál eins og góða tónlist, bækur og Hermann var flestum fróðari um sögu Vestmannaeyja. Það var brunnur sem gaman var að sækja í. Dagskrá kom út frá 1972 til 2005. öflug blaða- útgÁfa mikil- vægur þÁttur Í sjÁlfsmynd eyjamanna Ómar Garðarsson, fyrrum ritstjóri Frétta og Eyjafrétta Ómar Garðarsson 44 Fyrsta konan tekur sæti í bæjarstjórn, Sigurbjörg Axelsdóttir. • Fyrsta húsið, Helgafellsbraut 6, tengt hraunhitaveitunni þann 20. janúar. Gjallhreinsun við Búastaðabraut og Nýjabæjabraut. Hraun fjarlægt á horni Kirkjuvegar og Miðstrætis. Hraunhreinsun hafin við Ísfélagið og Fiskiðjuna. Fjölbýlishús og raðhús við Foldahraun í byggingu. Hraunbúðir, dvalarheimili aldraðra og leikskólinn Kirkjugerði. (Myndir: Sigurgeir Jónasson) 1974 1974

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.