Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - Jul 2019, Blaðsíða 45

Fréttir - Eyjafréttir - Jul 2019, Blaðsíða 45
45 tvö blöð á viku Tímamót urðu árið 1992 þegar Fréttir varð áskriftarblað, borið út til áskrifenda, selt í lausasölu í nokkrum versl- unum og sent til hundraða áskrifenda uppi á landi. Var þetta gert af illri nauðsyn því auglýsingar stóðu ekki undir útgáfukostnaði. Var um leið spennandi því þetta gerði meiri kröfur til ritstjórnar, að gefa út blað sem einhver vildi kaupa. Það tókst og var dreifingin hreint ótrúleg. Metnaður var til að standast auknar kröfur og tilfallandi samkeppni þegar önnur blöð skutu upp koll- inum. En blaðaútgáfa er ekki spretthlaup heldur spurn- ing um úthald og þrjósku. Það var eitthvað sem við Gísli Valtýsson höfum í ríkum mæli, keppnisskap og þrjósku. Mest reyndi á þegar við ákváðum að gefa út tvö blöð í viku árin 1989-1990 á þriðjudögum og fimmtu- dögum og héldum út í eitt og hálft ár. Hreint ótrúlegt þegar maður lítur til baka. Ekki var alltaf innstæða fyrir fimm dálka fyrirsögnum með stríðsfréttaletri en ein- hvern veginn varð að fylla blöðin. Ef eitthvað er, þá var bæjarpólitíkin heitari en við þekkjum núna. Þykir þó sumum nóg um stöðuna í dag. Við lentum stundum í hringiðunni, kom fyrir að hálf bæjarstjórnin segði upp blaðinu á einu bretti en flestir komu til baka. Eitt sinn voru kennarar í Grunnskól- anum ekki sáttir, kraftmiklar konur sem seinna urðu góðir félagar mínir og tóku blaðið í sátt. kraftmikið samfélag Blaðaútgáfa, ekki síst í eins einangruðu samfélagi og Vestmannaeyjar eru, getur verið snúin og nálægðin mikil. Við birtum fréttir sem særðu og það var oft ekki gaman í niðursveiflunni frá 1992 fram yfir 2000 þegar fólki fækkaði úr tæplega 5000 manns í rúmlega 4000. Þá voru margir ósáttir við Fréttir sem gerðu ekkert nema segja frá því sem var að gerast. Bæjarstjórn í bull- andi vörn og ekki tókst allt sem lagt var af stað með. Á nýrri öld birti til og síðan hefur leiðin legið upp á við að mestu. Við fengum oft hrós fyrir fjölbreytt og efnismikið blað og auðvitað fylgdi því mikil vinna að koma vikulega út blaði upp á 16 og 20 síður en það þarf meira til. Grunn- urinn var öflugt samfélag sem býður upp á svo margt í menningu, atvinnulífi, íþróttum, skólastarfi og öflugu fólki sem alltaf er reiðubúið að takast á við krefjandi verkefni til að létta okkur hinum stundirnar. Standa fyrir viðburðum eins og Þjóðhátíð og íþróttamótum auk fjölda menningarviðburða sem eru svo miklu fleiri en flesta grunar. margir komið við sögu Í stuttri grein er í of mikið lagt að telja upp alla þá sem komið hafa að útgáfu blaðsins en ég get ekki látið hjá líða að nefna Sigurgeir Jónsson, kennara, blaðamann og prófarkarlesara sem var mér mikil stoð sem ritstjóra. Þorstein Gunnarsson sem átti sinn þátt í að gera Fréttir eitt af öflugustu héraðsfréttablöðum landsins. Seinna kom Guðbjörg Sigurgeirsdóttir og með hana sem blaða- mann náði blaðið nýjum hæðum. Við Gísli stóðum vaktina í rúm 30 ár í gegnum sætt og súrt. Sigurður Jónsson, kennari og bæjarfulltrúi og Arnar Sigur- mundsson voru lengst af stjórnarformenn á þessum tíma. Fengu þeir skellina þegar Íhaldið var ósátt við blaðið en það var aldrei nefnt. Seinna kom yngra fólk til sögunnar sem voru forréttindi fyrir karl á miðjum aldri og vel það að fá að vinna með. Það er með þakklæti og stolti sem ég lít til baka. Alltaf með góðu fólki sem lagði sig fram og var svo oft það rétta á réttum tíma fyrir blaðið. Sara Sjöfn Grettisdóttir sem tók við af mér sem ritstjóri hefur átt á brattann að sækja síðan hún tók við 2017 en staðið sig frábærlega við erfiðar aðstæður. Vonandi sjá eigendur ljósið í því að nýta starfskrafta hennar sem lengst og byggja upp starfsemina í kringum hana. stofnun frétta Aðdragandann að stofnun Frétta má rekja til Guðlaugs Sigurðsonar prentara sem árið 1972 fékk Arnar Sigur- mundsson, Andra Hrólfsson og Sigurð Jónsson í lið með sér til að koma á fót prentsmiðju, Eyjaprent hf. sem starfaði áratugi við hlið Eyrúnar sem á sér sögu allt frá 1944. Svo kom gosið 1973 en í október það ár hófst starfsemi Eyjaprents og fyrsta tölublað Frétta leit dagsins ljós 28. júní árið 1974 og var fríblað. Ritstjóri var Guðlaugur Sigurðsson og gegndi þeirri stöðu þar til hann fluttist frá Eyjum og Gísli Valtýsson tók við árið 1982. Þá var blaðið stækkað í átta til tólf síður eftir atvikum og rauður varð einkennislitur Frétta. Tímamót verða í rekstrinum árið 1992 þegar farið að selja blaðið í áskrift. Það ár tók Ómar Garðarsson við sem ritstjóri. Ritstjórarar Frétta og Eyjafrétta: Guðlaugur Sigurðsson, Gísli Valtýsson, Ómar Garðars- son, Júlíus G. Ingason og Sara Sjöfn Grettisdóttir. Stjórnarformenn: Sigurður Jónsson, Arnar Sigurmundsson, Jón Árni Ólafsson og loks Guðmundur Ásgeirsson sem var kjör- inn formaður á aðalfundi félagsins fyrr á þessu ári. Fundur á ritstjórn Frétta. Sigurgeir Jónsson, Sigmundur Andrésson, Gísli Valtýsson, Grímur Gíslason, Ómar Garðarsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.