Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - júl. 2019, Blaðsíða 47

Fréttir - Eyjafréttir - júl. 2019, Blaðsíða 47
47 Þórlindur er fæddur í Vestmanna- eyjum árið 1976 og er sonur hjónanna Katrínar Þórlindsdóttur og sr. Kjartans Arnar Sigurbjörnssonar, sóknarprest- ar við Landakirkju 1976 til 1991. Þórlindur er íslenskur hagfræðingur, blaðamaður, álitsgjafi og stjórnmálamaður. Það þarf auðvitað ekki að tyggja það ofan í okkur Eyjamenn að við séum að mörgu leyti ólík öðru fólki. Vissan um það er okkur í blóð borin. Og það ekki nóg með að við séum sérstök því að okkur flestum læðist eflaust sá grunur, sem smám saman verður sannfæring og að lokum bjargföst vissa, að við séum hreinlega algjörlega einstök. Reyndar var þetta ekki endilega upplifun mín sem barn sem ólst upp í Eyjum. Þá fannst mér heimur- inn ekki geta verið rökréttari og gat ekki gert mér í hugarlund annað en að svona væri barnæskan hjá flestum börnum um allan heim: Tíu tíma ferðir með Herjólfi, rjúkandi breiður af nýrunnu hrauni, vind- styrkur sem passaði ekki inn á alþjóðlega viður- kennda mælikvarða, Imba Johnsen í blómabúðinni, Jói á Hólnum, Helga frænka á Flötunum, spranga, brennur, eltingaleikur við ósjálfbjarga lundapysjur, gellur og gellur, tröll á þrettándanum. Þar væri líka fólk eins og Lárus Jakobsson sem bjó til besta fót- boltamót í heimi og ekkert var sjálfsagðara í mín- um huga en að héðan úr þessum litla bæ kæmi besti knattspyrnumaður heims; Ásgeir Sigurvinsson. Við okkur blasti vingjarnlegur kollur Heimakletts og hlýlegt faðmlag Herjólfsdalsins og hér var haldin þjóðhátíð sem naut góðs af því að Eyjan litla hafði getið að sér stórskáld í tónum og tungu. Allt þetta virkaði svo venjulegt og viðbúið. Það er ekki fyrr en miklu seinna sem það rennur upp fyrir manni að Vestmannaeyjar eru ekki bara óvenjulegar eða sér- stakar, heldur eru þær raunverulega einstakar. Undanfarin ár hef ég gert það að leik mínum öðru hverju að reyna að finna byggðir í heiminum sem svipar til Vestmannaeyja. Ég ligg í Google Maps og skoða landakort og reyni að finna samfélög af svip- aðri stærð, fámenn en nógu stór til að geta staðið undir líflegu mannlífi, og eru staðsett á eyjum sem er nógu litlar til þess að maður sé nánast alltaf með- vitaður um hafið í kring. Svona samfélög virðast ekki vera mörg. Örfáar eyjur hef ég fundið í Miðjarðarhafi sem hafa mörg áþekk einkenni, til dæmis eyjarnar Usticu norðan Sikileyjar og Procida í Napólíflóa, en ef litið er til allra þeirra þúsunda og tugþúsunda sveita, bæja og borga sem fylla jarðarkringluna þá sést hvað sam- félög eins og Vestmannaeyjar eru fágæt. Það eru líkast mörg hundruð sinnum fleiri eða þúsundfalt fleiri sem hafa alist upp á eyðimerkursléttum, í frumskógum, í djúpum fjörðum og í afskekktum fjallaþorpum heldur en hafa alist upp á litlum en þéttbýlum eyjum eins og þeirri sem nú fagnar 100 ára kaupstaðarréttindum. En það er svo margt fleira heldur en landfræðilegar aðstæður sem gera Vestmannaeyjar einstakar. Það sem skilur Vestmannaeyjar að frá flestum þeim svipuðu stöðum sem ég hef þóst geta fundið á kortum er hin ævintýralega saga, ríkulega menning, Eyjaskáldin, hefðirnar, sigrarnir og samstaðan. Vestmannaeyjar njóta þess að vera efnahagslegt stórveldi, örugglega eitt ríkasta og launahæsta sam- félag heims, og þótt það sé göfugt hlutverk að vera verstöð þá dugir það ekki alveg til. Það geta orðið ör- lög verstöðva að verða að útstöðvum. Það þarf meira en efnahagslega velgengni til þess að standa undir því að vera gott samfélag. Þegar fréttir bárust af því í vetur að algengt væri að íbúar í Eyjum væru óhamingjusamir miðað við Grindvíkinga brá mér. Rugl hlaut þetta að vera og vonandi er sannleikurinn einhver annar, kannski var gerð könnun í vondu veðri eftir ljótan ósigur í íþróttum. En það þarf að taka svona skilaboð alvar- lega. Eyjarnar eru stórkostlegasti staður sem ég hef komið til. Það er fátt til sem vekur með mér meira stolt en að geta sagst koma frá Vestmannaeyjum, og það mun alltaf takast að byggja blómlegt menn- ingarlegt velferðarsamfélag í mörg hundruð ár til viðbótar í Eyjum ef menning, list, bæjarbragur, samstaða og mannlegur kærleikur fá að blómstra í blíðlegri sátt við ríkulegar gjafir náttúrunnar og hugvitsamlega nýtingu þeirra. 1976 Horft heim til Eyja einstakari en Ég HÉlt Þórlindur Kjartansson Þórlindur á æskuslóðum, með æskuheimilið að Hólagötu 42 í baksýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.