Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Qupperneq 53

Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Qupperneq 53
muna frekar það sem jákvætt var og skemmtilegt. Sam- vinna var góð um flest mál, nokkuð sérstakt að stundum óskaði minnihluti eða meirihluti að gerast meðflutnings- aðili að tillögu. En stundum var málflutningur “stormur í vatnsglasi,“ ætlað til að vekja athygli og umfjöllun, finna snöggan blett, frekar en að sterkar meiningar lægju að baki. Samskipti um málefni bæjarins voru eðlilega mest við formann bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar, en einn- ig við forystu minnihluta og þar minnist ég sérstaklega Sigurðar Einarssonar heitins sem átti mína virðingu. Eftirminnilegasta samstarfsfólkið og af hverju? Bæjar- félagið hafði í þjónustu sinni afar gott og traust starfslið sem margt átti þar langan starfsaldur að baki. Samskipti mín voru eðlilega mest og dagleg við starfsfólk Ráðhúss- ins og þar minnist ég sérstaklega Áka Heinz, með sína djúpu rödd, sem flest vissi. Það er ósanngjarnt að telja til einstaka starfsmenn í þessu sambandi enda samskiptin mismikil en öll góð. Eins og áður segir voru tíðust samskipti við formann bæjarráðs, Guðmund Þ. B. Ólafsson og forseta bæjar- stjórnar Ragnar Óskarsson. Við þá og fjölskyldur þeirra tókst einstök vinátta sem ennþá varir og er nú okkar tenging við Vestmannaeyjar, sem er okkur kær. Af öðrum starfsfólki ber aftur að nefna Eirík Bogason, góðan vin, sem ég tel hafa verið afar farsælan veitustjóra, sem stöðugt horfði til hagsmuna veitnanna allra þriggja sem undir hann heyrðu, en þær voru rekstrarlega og fjár- hagslega sameinaðar undir heiti Bæjarveitna Vestmanna- eyja á þessum árum undir hans stjórn. Með Elíasi Baldvinssyni yfirmanni Áhaldahúsins og slökkviliðsstjóra var einstaklega gott og skemmtilegt að vinna, vikulegir verkfundir ósviknar skemmtistundir með gríni og gamansögum. Mér þótti vænt um Sigga Vídó hafnarstjóra og í hans garð varð til sérstakur vinarhugur. Samantekt þessi hefur gefið mér tilefni til að upp- lifa liðna tíð í Vestmannaeyjum, og fyrir það tilefni er ég þakklátur, tímabil í okkar ævi sem við munum ætíð minnast með hlýhug og þakklæti. 53 Arnaldur bæjarstjóri ásamt Ragnari Óskarssyni forseta bæjarstjórnar. (Mynd: Sigurgeir Jónasson) Úteyjalíf hefur verið ríkur þáttur í lífi Eyjamanna um aldir. (Myndir: Sigurgeir Jónasson) 1987 Kyndistöðin sem byggð var í tengslum við hraunhita- veitu, fjarhitun við Löngulág tekin í notkun. • Ljósum komið fyrir í öllum bryggjuþilum Vestmannaeyja- hafnar við hlið bryggjustiganna. 1988 Sigurjón Óskarsson skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur VE 401 hefur oftast orðið aflakóngur Vest- mannaeyja, samtals í 11 skipti. (Myndir: Sigurgeir Jónasson) • Rafveitan, Fjarhitun og Vatnsveitan sam- einuð í eitt fyrirtæki, Bæjarveitur Vest- mannaeyja. Þannig var fyrirtækið rekið til 2002 er það sam- einaðist Hitaveitu Suðurnesja hf. 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.