Fréttir - Eyjafréttir - Jul 2019, Blaðsíða 70
70
Íris er fædd í janúar árið 1972 og er frumburður foreldra
sinna, þeirra Svanhildar Gísladóttur og Róberts Sigur-
mundssonar og er hún því elst af fimm systkinum.
Hún minnist æskunnar af mikilli hlýju og gleði. „Ég
man fyrst eftir mér á Vestmannabrautinni, en þangað
fluttum við eftir gos. Lífið var mjög fjörugt. Við syst-
urnar erum fæddar með stuttu millibili og svo koma
bræður okkar til sögunnar aðeins seinna. Við systur
viljum meina að við höfum ekki alveg fengið sama upp-
eldi og bræður okkar; við fengum agann en þeir dekrið.
En við vorum mjög heppin, okkar var kennt mikið og
mér var alltaf sagt að ég gæti gert allt. Pabbi var töluvert
varkárari en mamma og var hræddari við að leyfa okk-
ur hlutina en það var mamma sem gaf leyfið. Ég hefði
til dæmis ekki lært að spranga ef pabbi hefði fengið að
ráða,“ sagði Íris glottandi þegar hún minnist góðra tíma
úr æsku.
víðtæk reynsla
Íris hefur nánast alla tíð búið í Vestmannaeyjum og er
gift Eysteini Gunnarssyni og eiga þau tvö börn, Róbert
Aron og Júníu.
Íris fór sem au-pair til Bandaríkjanna áður en hún
fór í framhaldsskóla. „Það var mjög ævintýralegt ár og
mikil og góð reynsla sem ég öðlaðist þar.“ Eftir það ár
lá leiðin í Menntaskólann við Hamrahlíð og ætlaði Íris
sér að klára stúdentinn þar. Hún kláraði reyndar aðeins
ár í MH, því hún kynntist eiginmanni sínum Eysteini
á Þjóðhátíð og ákvað í kjölfarið að koma heim og klára
stúdentinn við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum
sem hún gerði.
Íris er kennaramenntuð og stundaði það nám í fjar-
námi frá KÍ ásamt góðum hópi kvenna. „Þetta er árið
2000 og ég byrja að kenna um leið og gerði það sam-
hliða náminu. Hélt svo áfram að námi loknu og var
kennari við Grunnskólann í tæp 15 ár.“ Síðustu ár hefur
Íris leitað á önnur mið og sagði starfi sínu lausu sem
fjármálastjóri Leo fresh fish þegar hún tók við sem
bæjarstjóri. Íris hefur einnig setið í stjórnum fyrirtækja
ásamt því að starfa fyrir ÍBV Íþróttafélag í fimm ár, fyrst
sem varaformaður og síðar formaður félagsins. „Ég hef
framtÍðin felst fyrst og fremst
Í fólkinu sem HÉr býr
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum
SArA SJöFn GrEttISDÓttIr
sarasjofn@eyjafrettir.is
Fyrstu kosningar til bæjarstjórnar
í Vestmannaeyjum voru haldnar
árið 1919. Níutíu og níu árum seinna var kona
í fyrsta skiptið bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Íris Róbertsdóttir tók við sem bæjarstjóri í júní
2018 og á þessu rúma ári hefur ýmislegt gengið á
og verkefnin mörg. Íris horfir björtum augum til
framtíðar og segir að bæjarfélagið okkar sé alltaf
að verða fjölbreyttara og líflegra.
2018