Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - júl. 2019, Page 71

Fréttir - Eyjafréttir - júl. 2019, Page 71
71 verið virk í félagsstörfum í mörg ár og eins og flestir vita tók ég virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins og sat þar í stjórnum og nefndum. Einnig tók ég þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosning- arnar 2009; bauð mig fram í fjórða sætið og náði því. Ég var varaþingmaður það kjörtímabil og sat talsvert á þingi og öðlaðist þar dýrmæta reynslu,“ sagði Íris. engir tveir dagar eru eins Aðspurð um fyrsta árið í nýju starfi og hvort það væri eitthvað sem hefði komið á óvart sagði Íris að þessi ótrúlega fjölbreytni í verkefnunum hefði komið hvað mest á óvart. „Hver einasti dagur hefur í för með sér úrlausnarefni sem ekki er hægt að sjá fyrir. Innan sama dags geta rúmast spurningar um hvar eigi að staðsetja tilteknar ruslatunnur eða hvort bæjarstjórinn geti hjálpað til við að útvega herflutningaflugvél til að flytja hvali. Þessi fjölbreytni gerir starfið auðvitað ótrúlega skemmtilegt, hverjum degi fylgja nýjar áskoranir og engir tveir dagar eru eins. Það hefur reyndar líka komið mér talsvert á óvart hvernig pólitíkin getur haft áhrif á fólk langt út fyrir hið eiginlega pólitíska starf,“ sagði Íris. þurfum að laða til okkar barnafólk Við horfum til framtíðar og er Íris bjartsýn á framtíð Vestmannaeyja. „Við erum að þróast í átt að fjölbreytilegra samfélagi með fjölbreytilegra atvinnulífi. Auðvitað munum við um fyrirsjáanlega framtíð áfram byggja fyrst og fremst á sjávarútvegi og hliðargreinum hans, en ferða- þjónustan er að koma mjög sterk inn og mörg jákvæð teikn á lofti þar. Hún mun svo auðvitað enn styrkjast með bættum samgöngum. En við þurfum að laða til okkar barnafólk. Í Eyjum er frábært að ala upp börn. Gott framboð af rýmum bæði hjá dagmömmum og leikskólum fyrir börn allt frá 12 mánaða aldri og frá- bær aðstaða til íþróttaiðkunar og afþreyingar af ýmsu tagi. Svo ég tali nú ekki um að það bætast tveir klukku- tímar við sólahringinn ef þú býrð í Eyjum samanborið við höfuðborgarsvæðið því allar vegalengdir eru svo stuttar. Verð á húsnæði er líka mjög sanngjarnt í öll- um samanburði,“ sagði Íris. veltur allt á okkur sjálfum Þannig að framtíðin er björt? „Hún er mjög björt og felst fyrst og fremst í því fólki sem hér býr. Við búum hér í öflugu samfélagi með þróttmiklum atvinnufyrir- tækjum. Sjávarútvegsfyrirtækin okkar eru ekki bara í fremstu röð á Íslandi heldur líka á heimsvísu. Við eigum líka gríðarlega mörg tækifæri ónýtt í ferðaþjón- ustu. En þetta veltur allt á okkur sjálfum, fólkinu sem hér býr. Við eigum mikið undir því að vinna saman og eigum að temja okkur að leysa hversdagsleg ágrein- ingsmál án þess að gera þau persónuleg,“ sagði Íris. gera eyjar að enn betra samfélagi fyrir alla Nú er ár búið af þessu kjörtímabili, hvernig lýst þér á næstu þrjú? „Þau leggjast mjög vel í mig enda alltaf haft gaman af því að takast á við nýjar áskoranir. Það skipir máli að við Eyjamenn stöndum saman um hags- munamál okkar; bæði þau sem eru á okkar eigin hendi en ekki síður þau sem felast í hagsmunagæslu gagn- vart ríkisvaldinu. Þar á ég auðvitað fyrst og fremst við samgöngur, heilbrigðisþjónustu og skólamál. Markmiðið er einfalt og skýrt: Að gera Eyjar að enn betra samfélagi fyrir alla bæjarbúa og horfa til fram- tíðar,“ sagði Íris að endingu. Íris Róbertsdóttir tók við sem bæjarstjóri í júní 2018 og á þessu rúma ári hefur ýmislegt gengið á og verkefnin mörg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.