Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Side 75

Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Side 75
75 Íslandspóstur gaf út frímerki 7. febrúar í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar.(Hönnuður: Hlynur Ólafsson) • Íbúar í Vestmannaeyjum um 4300. Þann 17. febrúar var haldið málþing undir yfirskriftinni: Nútíð, fortíð og framtíð Vestmannaeyja, tækifæri og ógnanir. Málþingið var einn af þeim dagskrárliðum sem skipulagður var í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyja- kaupstaðar. margir myndu vilja búa í Vestmannaeyjum í fram- tíðinni og réttu 70% nemenda upp hendina. Þetta er hátt hlutfall og staðfestir að ungu fólki finnst greinilega gott að vera í Vestmannaeyjum. En stað- reyndin undanfarna áratugi hefur verið að það er töluvert lægra hlutfall af ungu fólki sem skilar sér heim eftir að það fer í burtu til frekari náms eða starfa. Lausleg talning á mínum árgangi (1986) til viðmiðunar sýnir að þar hafa um 30-35% skilað sér heim og aðeins um 5% af karlmönnunum, þetta er því miður ekki einsdæmi. En undirritaður ætlar nú samt að fullyrða að miklu fleiri vilja búa í Vestmannaeyjum en nú gera. Eftir flutning heim aftur seinni hluta síðasta árs hefur rignt yfir okkur hjónin fyrirspurnum frá brott- fluttum Vestmannaeyingum um hvernig þetta sé hægt og hvernig gangi, spurningum um fasteigna- markað, atvinnumál og samgöngur. Fólk bíður á hliðarlínunni. Hvað þurfum við að gera? Í fyrsta sinn í u.þ.b. áratug stefnir í byltingu á sam- göngumálum okkar Eyjamanna, nýr Herjólfur er á leiðinni og einnig stefnir í 50% ríkisniðurgreiðslur á flugi. Ég ætla þess vegna að gerast svo brattur að segja að við erum á leið inn í algjörlega nýjan tæki- færisglugga studdan betri samgöngum og tækni- studdri fjórðu iðnbyltingu. En það erum við sem tryggjum okkar eigin framtíð og helstu skrefin verða að vera þessi: 1. Markaðssetjum okkur. Tölum vel um styrkleika okkar út á við, löðum að tækifæri, hæfileika, menn- ingu og fjármagn. Fólk og fjármunir sækja í menn- ingarafkima þar sem „heimamenn“ láta vel að. 2. Tryggjum áframhaldandi uppbyggingu á grund- vallar atvinnugreinum Eyjunnar, Sjávarútveg- inum og í vaxandi mæli ferðaþjónustunni. Þetta þýðir tæknivæðing, sókn í nýja markaði og bætt menning í kringum þessa atvinnugeira. 3. Tryggjum að nýr angi geti skotið rótum í hagkerfi Eyjamanna. Þetta gerum við með samstarfi bæj- aryfirvalda, núverandi atvinnulífs og mannauðn- um með því að bjóða stuðning, aðstöðu, fjármagn og menningu fyrir fólk til að prufa nýja hluti hér. Það er fátt því til fyrirstöðu að næsta Marel eða jafnvel CCP verði til í Vestmannaeyjum. Styðjum líka unga fólkið okkar í því hugarfari að mennta sig til stórra hugmynda sem það setur á laggirnar hér heima, tryggjum að það sjái raunhæfa leið til þess strax í Framhaldsskólanum. 4. Vestmannaeyjar sem barnaparadís. Ég hef séð það aftur og aftur í störfum mínum sem formað- ur Hugverkaráðs að okkar besta fólk sem hefur farið utan til náms og starfa í bestu skólum og fyrirtækjum veraldar snúa aftur til Íslands þegar það hefur eignast börn, því fátt toppar Ísland þegar kemur að því að ala upp börn, ja fátt nema Vestmannaeyjar! En þetta þarf að markaðssetja, aldrei gleyma punkti númer eitt. Fólk hlustar á okkur meira en við gerum okkur grein fyrir þegar við ræðum Eyjuna okkar og samfélag. Ég veit að framtíð Vestmannaeyinga er björt, bjart- ari en flestra, en þó aðeins ef við tryggjum hana. Spaðafimma kæru samlandar. Tryggvi Hjaltason

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.