Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 11
Fólkið09/15
Eldskírn hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsunum
Á níunda áratugnum höfðu breytingar á greiðslukerfi sjúkrahúsanna,
þ.e. þegar sjúkrahúsin fluttust af daggjöldum yfir á föst fjárlög,
veruleg áhrif á innra starf sjúkrahúsanna. Við tók tímabil sem
einkenndist af lokunum deilda þar sem deila þurfti fjármagninu
niður á rekstur einstakra deilda til að ná endum saman í rekstri
sjúkrahúsanna. Þetta var mikill stjórnunarlegur vandi í daglegum
rekstri sjúkradeildanna. Hér stóðu tiltölulega nýútskrifaðir hjúkrunar-
fræðingar vaktina við áður óþekktar aðstæður þar sem fjármagn var
ár eftir ár flutt á milli deilda með öllu
því raski sem þetta hafði á skipulag við
mönnun vakta og þjónustu við sjúk-
linga. Það voru hjúkrunar fræðingarnir
sem voru á spítöl unum að skipuleggja
og stýra rekstri deildanna. Sigurbjörg
lýsir reynslu hjúkrunarfræðinganna á
þessum áratug sem ákveðinni eldskírn í
stjórnun og rekstri.
Þegar kom fram á tíunda áratuginn
var kominn fram nýr og öflugur hópur
sem í vaxandi mæli lét að sér kveða í
opinberri umræðu um heilbrigðismál.
Sameining hjúkrunarfélaganna árið
1994 gerði þennan öfluga hóp hjúkrun-
arfræðinga með mikla reynslu í stjórnun
og rekstri enn sýnilegri en áður.
„Þær voru búnar að ganga í gegnum
þvílíka eldskírn og voru í raun og veru með rekstur sjúkrahúsanna
á sínum herðum á meðan læknarnir höfðu orðið að bregðast við
lokunum deilda með því að fara og vinna meira á stofum úti í bæ,“
segir Sigurbjörg. Með því er ekki sagt að það hafi ekki verið þungur
róður fyrir læknana sem eftir voru á spítölunum, en hinn daglegi
rekstur, skipulag þjónustunnar og mönnun deilda var fyrst og fremst
á herðum hjúkrunarfræðinga. „Þessi þróun hjúkrunarfræðinganna
sem stéttar er skólabókardæmi um áhrif samstöðu í opinberri
stefnumótun.“ Hjúkrunarfræðingar voru á tíunda áratugnum orðin
geysilega öflug stétt sem talaði einni röddu út á við. Á sama tíma og
Á sama tíma og
hjúkrunarfræðistéttin
efldist urðu hagsmunir
lækna ólíkari og ólíkari
og ekki lengur hægt
að tala um einn hóp
lækna. Spítalinn var
vígi hjúkrunarfræðinga.
Þær voru ekki
með sambærilegar
útgönguleiðir og
læknarnir.