Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Síða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Síða 54
fólkið10/11 Umræðan Um styttingu vinnuvikunnar er orðin háværari hér á landi og er orðin að veruleika í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan við. En er stytting vinnuvikunnar raunhæfur möguleiki í heilbrigðis- kerfinu? Gæti það verið lausnin á skorti á hjúkrunarfræðingum í íslensku heilbrigðiskerfi? Stytting vinnuvikunnar er raunhæfur kostur í íslensku heilbrigðis- kerfi að mati Ólafs G. Skúlasonar, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Lagt hefur verið fram frumvarp um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku í 35 stunda vinnuviku og í kjölfar tilraunaverkefnis, sem staðið hefur í tæpt ár hjá Reykjavíkurborg, er komin fram viljayfirlýsing frá stjórnvöldum þess efnis, að sögn Helgu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra BSRB, en hún er í stýrihóp verkefnis- ins. Ólafur telur að fleiri hjúkrunarfræðingar myndu velja það að vinna fullt starf ef af þessu yrði, en um áttundi hver hjúkrunar- fræðingur er í skertu starfshlutfalli og flestir vinna 80% starf. „Ég tel góðar líkur á að hjúkrunarfræðingar, sem hafa horfið frá störfum vegna vaktaálags, muni snúa til baka ef vinnuvikan yrði stytt. Þannig yrði mönnunin á vöktum betri og minni þörf á breytilegri yfirvinnu.“ Jafnframt segir hann að með styttingu vinnuvikunnar muni álag á hvern og einn hjúkrunarfræðing minnka og þar af leiðandi fækka þeim sem eru í veikinda- leyfum, til að mynda vegna stoðkerfisvandamála. Minni veikinda forföll og lægri launa- kostnaður með styttri vinnuviku Hjá Karólínska sjúkra- húsinu í Stokkhólmi var brugðið á það ráð að stytta vinnuvikuna niður í rúmar 32 stundir og greiða full laun til að bregðast við skorti á hjúkrunar- fræðingum og sjúkraliðum. Vonir standa til að veikindaforföll minnki í kjölfarið og lækki þannig launakostnað. Ákvörðunin hefur þegar skilað góðum árangri. Hér á landi, líkt og víðast hvar annars staðar, Stytting vinnuvikunnar ein og sér myndi ekki leysa allan vanda að mati Ólafs en „það myndi tví- mælalaust gera vinnu umhverfið og starfið meira heillandi fyrir alla og skila sér vonandi í enn fleiri hjúkrunarfræðingum til framtíðar.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.