Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Síða 70
Fagið08/16
í sorginni (Hauksdóttir o.fl., 2010; Valdimarsdóttir o.fl., 2004).
Sé sjúklingur sjálfráða og með fulla meðvitund er samþykki hans
þó líkast til forsenda þess að heilbrigðisstarfsmaður hafi rétt til að
upplýsa og undirbúa aðstandendur (Lög um réttindi sjúklinga, 1997).
Því verður opið samtal milli sjúklings
og heilbrigðisstarfsmanns að hafa átt
sér stað.
Fagfólk í heilbrigðisþjónustu, sem
annast sjúklinga með ólæknandi
sjúkdóma, gerir sitt besta til að
aðlagast breyttum hefðum, viðhorf-
um og klínískum leiðbeiningum
en byggir þó ekki síst á klínískri og
persónulegri reynslu. Það er reynsla
höfunda þessarar greinar að þörf
og eftirspurn sé eftir þjálfunar- og
námsefni fyrir starfsfólk heilbrigð-
iskerfisins á þessu sviði. Þess vegna
ákváðum við að gera klíníska
inngripsrannsókn sem fyrsta skrefið
á þeirri leið að undirbúa aðferð
sem gæti hentað. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna boðskipti
milli sjúklinga með ólæknandi sjúkdóm og heilbrigðistarfsfólks
varðandi dauða sjúklings með tilliti til kynjamismunar. Einnig að
kanna hvort tiltölulega einfalt inngrip hefði áhrif án þess að farið væri
yfir persónumörk sjúklings (e. autonomy). Söfnun gagna fór fram á
Landspítalanum á árunum 2006-2008 en úrvinnsla gagna var fram-
kvæmd eftir að allir sjúklingar, sem rætt var við, voru látnir.
Íslensk rannsókn: Nýlega birtum við gögn úr rannsókn á
klínísku inngripi í viðtölum í líknarmeðferð (Skúlason o.fl., 2014).
Rannsóknin var hluti af doktorsverkefni í heilbrigðismannfræði
við Háskóla Íslands í samstarfi við Karolinska institutet í Svíþjóð.
Lögð var áhersla á þverfaglegar rannsóknarspurningar og -aðferðir
(Skúlason o.fl., 2014). Meginmarkmið okkar voru annars vegar að
skapa aðstæður, sem efla umræðu um eigin dauða, og hins vegar að
opna nýjar leiðir fyrir heilbrigðisstarfsmenn í samtölum við nánustu
aðstandendur sjúklinganna.
Ef taka á fullt tillit til
réttinda sjúklinga til
að stjórna umræðunni
um eigin meðferð og
lífshorfur er vísast að
samtal á milli fagfólks og
dauðvona sjúklinga sé
forsenda þess að samtal
við nánustu aðstandend-
ur um ástand og horfur
geti átt sér stað.