Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 68

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 68
og umbótastörf. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist færni í notkun sérhæfðra klínískra aðferða við upplýsingaöflun og í mati á líkamlegu og sálfélagslegu ástandi sjúklinga. upplýsinga- tækni og sérfræðingar sem leiðtogar eru einnig viðfangsefni námskeiðsins. Í Hjúkrun á sérsviði II eru meginmarkmiðin að nemendur tileinki sér þekkingu um hjúkrun sem starfsmiðaða fræði grein og beiti henni við útfærslur á gagnreyndum aðferðum eða þjónustuformum sem ætlað er að sinna flóknum og sértækum þörfum skjólstæðinga og fjölskyldna þeirra. nemendur fá þjálfun í ákvarðanatöku, framkvæmd og mat á sértækum hjúkr - unarmeðferðarformum eða þjónustu fyrir tiltekinn skjól - stæðingahóp á sérsviði eða þjálfa sig í innleiðingu á sértækum hjúkrunarmeðferðarformum á sérsviði. Leiðtogahæfni, sjálf - stæði í vinnubrögðum og samvinna við aðra er ígrunduð á nám skeiðinu. Á námskeiðunum er leitast við að beita fjölþættum kennslu - aðferðum sem auka bæði þekkingu og færni nemenda. Sérstak- lega er unnið með efri stig þekkingar samkvæmt flokk unar- fræði Bloom (armstrong, Bloom’s taxo nomy). kennslu aðferðir miða að því að þjálfa nemendur til að takast á við margþætt störf sérfræðinga og gerð er krafa um virka þátttöku nemenda í námskeiðinu. Í töflu 1 má sjá dæmi um innihald og kennslu - aðferðir í sérfræðinámi hjúkrunarfræðinga við hjúkrunar - fræðideild háskóla Íslands. Sú þekking og færni sem nemendur í ofangreindum sér - fræði námskeiðunum hafa tileinkað sér og beitt, einkum á Landspítala–háskólasjúkrahúsi, hefur haft áhrif á framþróun hjúkrunar á spítalanum. Þetta á ekki síst við eftir að starfsnám til sérfræðiviðurkenningar hófst á spítalanum en þar gefst hjúkrunarfræðingum færi á að þróa hugmyndir sínar áfram og hrinda þeim í framkvæmd. Má sem dæmi nefna þróun á þjón- ustu við taugasjúklinga, krabbameinssjúka og börn með gigt- sjúkdóma og hægðatregðu sem hlotið hefur verðskuldaða at hygli. námið hefur þannig gefið nemendum traustan grunn til að þróa sig áfram innan síns sér sviðs. Að lokum heilbrigðisþjónustan tekur sífelldum breytingum. Þróun í lyfjum, tækniframfarir og síðast en ekki síst aukin þekking hefur gert það að verkum að sjúkdómar sem áður drógu fólk til dauða eru nú læknanlegir eða hafa þróast yfir í að vera lang- vinnir sjúkdómar. ævilengd hefur og aukist í takt við bætta heilbrigðisþjónustu og almenn lífskjör. hjúkrunarfræðingar vinna á öllum sviðum heilbrigðiskerfisins og menntun þeirra þarf að undirbúa þá fyrir krefjandi og fjölbreytt starf. Mennt- unin þarf jafnframt að undirbúa hjúkrunarfræðinga til að þróa nýjungar og stuðla að framþróun í heilbrigðisþjónustunni. Vax- andi þörf er fyrir sérfræðinga í hjúkrun hér á landi sem og er- sigríður zoëga og helga jónsdóttir 68 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 Tafla 1. Dæmi um kennsluhætti í klínísku meistaranámi Kennsluhættir Hvernig Hæfni Virk þátttaka nemenda nemendur fá tilfelli sem þeim er ætlað að hefur yfirgripsmikla þekkingu á námsefninu. leysa og miðla til samnemenda. nemendur greinir upplýsingar um tilfelli og samþættir. sjá um að kenna ákveðna þætti í líkams- Metur líkamlegt og andlegt ástand sjúklings skoðun. og tengir við þekkingu í líffærafræði, líf - nemendur meta frammistöðu hver annars. eðlis fræði og hjúkrunarfræði. Miðlar þekkingu og kínískum upplýsingum til samnemenda. Vinnur með öðrum. Metur frammistöðu annarra. klínísk þjálfun í líkamsmati nemendur þjálfa sig í skoðun sjúklinga Beitir þekkingu við raunaðstæður. undir leiðsögn deildarlækna á vettvangi. Miðlar upplýsingum og niðurstöðum skoð - nemendur skila skýrslu til kennara um unar til hjúkrunarfræðinga og annarra fag- niðurstöðu skoðunar. aðila. klínískt nám með sérfræðingum í hjúkrun nemendur fylgja sérfræðingum í hjúkrun greinir störf sérfræðinga og leggur mat á og fá innsýn inn í störf þeirra. nemendur hvernig þau fara saman við þekkingu úr efni skila skýrslu um athuganir sínar og hug- námskeiðs. leiðingar í tengslum við klíníska námið. innleiðing hjúkrunarmeðferðar nemendur prófa meðferðarheild sem þeir Beitir þekkingu um sérhæft viðfangsefni. hafa þróað, veita hana og meta árangur í Samþættir flókin þekkingaratriði. klínísku umhverfi. Veitir sérhæfða hjúkrunarmeðferð. Setur fram nýjungar í meðferð og stýrir breyt- ingum. Metur árangur af hjúkrun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.