Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 114

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 114
breytt í: „Á síðustu 30 dögum hef ég drukkið áfengi af einhverju tagi oftar en fjórum sinnum.“ Tölfræðingur lagði til að hafa eins kvarða fyrir allar spurningarnar um verndandi þætti og flokka betur saman já- og nei-spurningar svo auðveldara væri að svara þeim. Einnig var hEiLung lagt fyrir sex ungmenni, fjórar stúlkur og tvo pilta á aldrinum 17–24 ára. Eitt þeirra var 24 ára en hin voru 20 ára eða yngri. Þau voru beðin um að svara spurningunum og eftir fyrirlögn voru þau spurð hvort eitthvað hefði verið óskýrt, þau ekki skilið einhver atriði og hvort ein- hver atriði vantaði. Voru þau á bilinu 2-4 mínútur að svara hEiLung. Þrjú þeirra höfðu engar athugasemdir. aðrir nefndu nokkur atriði um hæð og þyngd, tóbaksnotkun og sjálfsvirðingu. Þau töldu að lítið kæmi út úr spurningum um hæð og þyngd og þeim var því sleppt í lokaeintakinu. gerð var breyting á spurningu um tóbaksnotkun. Var hún: „Á síðustu dögum hef ég notað munntóbak.“ henni var breytt í: „Á síðustu dögum hef ég notað tóbak í vör.“ Einnig var breytt spurningunni: „Mér finnst ég hafa marga kosti til að bera.“ Var henni breytt í: „Mér finnst ég hafa marga kosti.“ Tillaga kom um að færa spurningar um verndandi þætti framarlega á hEiL- ung og var það gert. Niðurstöður Eftir að búið var að velja mikilvægar spurningar í hEiLung út frá fræðilegum forsendum var það lagt fyrir sérfræðinga og ungt fólk og í lokin innihélt það 34 spurningar. Í hEiLung flokkuðust spurningarnar í sex flokka. Það voru bakgrunn - spurningar, spurningar um líkamlegt, andlegt, félagslegt og kynferðislegt heilbrigði og um lífsstíl. hEiLung innihélt tvær bakgrunnspurningar, eina spurningu um gengi í skóla, fjórar spurningar um líkamlega þætti, þrettán um andlega þætti, þrjár um félagslega þætti, fimm um kynferðislega þætti og sex um lífsstíl. Þær spurningar sem flokkaðar voru sem verndandi þættir voru alls sjö og voru um sjálfsmynd og sjálfstrú. alls voru 22 spurningar flokkaðar sem áhættuþættir eða áhættu- hegðun. Þar af voru 11 spurningar um áhættuþætti (hreyfing, næring, svefn, samband við foreldra og vini, þunglyndi, kvíði og ofbeldi) og 11 spurningar um áhættuhegðun (tóbaksnotkun, áfengisnotkun, vímuefnanotkun, kynhegðun, kynhneigð, notk - un getnaðarvarna, kynsjúkdómar og þungun). Á skimunartæk- inu voru fyrst bakgrunnsspurningar og spurning um gengi í skóla, síðan spurningar um verndandi þætti og í framhaldinu voru spurningar um áhættuþætti og áhættuhegðun. Það tók stuttan tíma, 2–4 mínútur, að leggja það fyrir og spurningum var þannig raðað að það væri handhægt að lesa úr þeim. Spurn- ingunum var komið fyrir á einu a-4 blaði, beggja vegna blaðs - ins. Mat á niðurstöðum við fyrirlögn á hEiLung miðaðist við að spurningar um sjálfsmynd og sjálfstrú gætu gefið vísbend- ingar um verndandi þætti einstaklingsins. Þetta voru sjö spurn- ingar. Mest var hægt að fá 35 stig úr þeim hluta en minnst 7 stig. alls mældu 22 spurningar áhættuþætti og áhættuhegðun. Því fleiri spurningar um líkamlega þætti og tengsl við aðra sem svarað var neitandi og því fleiri spurningar um andlega þætti, ofbeldi, lífsstíl og kynheilbrigði sem svarað var játandi þeim mun meiri áhætta var til staðar. Mest var hægt að fá 22 áhættu- stig en minnst 0 stig. Umræða Við gerð þessa skimunartækis hafa fræðilegar forsendur verið lagðar til grundvallar, mats- og skimunartæki skoðuð og mat byggt á áliti sérfræðinga og ungs fólks. Ekkert skimunartæki hefur fram að þessu verið í notkun meðal skólahjúkrunar - fræðinga í framhaldsskólum hér á landi. Það er brýnt að fagfólk eins og hjúkrunarfræðingar hafi góð vinnutæki til að vinna með til að ná betri árangri (Darling-fisher o.fl., 2014; Yi o.fl., 2009). Styrkur þessa skimunartækis felst í því að það gefur grófa heildræna mynd af heilsufari ungs fólks og það inniheldur ákveðna verndandi þætti en slíkt er nýjung þegar meta skal heilbrigði ungs fólks. Mikil áhersla hefur um alllangt skeið verið lögð á að meta áhættuþætti og áhættuhegðun en það er vandamálamiðuð nálgun (CDC, e.d.; Yi o.fl., 2009). Með því að skoða einnig verndandi þætti er unnt að nýta þá til að styrkja ungt fólk til betri heilsu og hafa þannig heilbrigðismiðaða nálgun (Taliaferro og Borowsky, 2012). næsta skref er að fram- kvæma forprófun á skimunartækinu hEiLung til að sjá hvert er réttmæti og áreiðanleiki þess en einnig hvernig það nýtist í daglegu starfi skólahjúkrunarfræðings í framhaldsskóla. Enn á því eftir að rannsaka skimunartækið betur áður en til hagnýt - ingar þess kemur innan veggja framhaldsskólanna. Þakkir höfundur vill þakka sérfræðingum við hjúkrunarfræðideild hÍ, skólahjúkrunarfræðingi í framhaldsskóla, tölfræðingi og unga fólkinu fyrir þeirra mikilvæga framlag til þróunar skimu- nartækisins. Heimildaskrá Barrett, C.B., og Constas, M.a. (2014). Toward a theory of resilience for in- ternational development applications. Proceedings of the National Academy of Sciences of the United States of America (PNAS), 111(40), 14625–14630. Doi/10.1073/pnas.1320880111. CDC, Centers for Disease Control and Prevention (e.d.). Adolescent and school health. Youth risk behavior surveillance system (YRBSS). Sótt á https:// www.cdc.gov/healthyyouth/data/yrbs/index.htm. Darling-fisher, C.S., Salerno, j., Dahlem, C.h.Y., og Martyn, k.k. (2014). The rapid assessment for adolescent preventive services (raaPS): Providers’ assessment of its usefulness in their clinical practice settings. Journal of Pediatric Health Care, 28(3), 17–226. Doi.org/10.1016/j.pedhc.2013.03.003. DeVellis, r.f. (1991). Scale development. Theory and applications. London: Sage Publications. Embætti landlæknis (2012). Rannsókn á heilsu og líðan Íslendinga árið 2012. Sótt á https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item20769/hBS.pdf. Engle, P.L., Castle, S., og Menon, P. (1996). Child development: Vulnerability and resilience. Social Science Medicine, 43, 621-635. fergus, S., og Zimmerman, M.a. (2005). adolescent resilience: a framework for understanding healthy development in the face of risk. Annual Review of Public Health, 26, 399–419. Doi: 10.1146/annurev.publhealth.26.021304. 144357. greenberg, M.T. (2006). Promoting resilience in children and youth. Preven- tive intervention and their interface with neuroscience. Annals of New York Academy of Sciences, 1094, 139–150. Doi: 10.1196/annals.1376.013. sóley sesselja bender 114 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.