Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Qupperneq 4

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Qupperneq 4
4 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA ÞESSI RAFRÆNA sérútgáfa Tímarits hjúkrunafræðinga um öldrunarhjúkrun er tileinkuð öllu því góða starfsfólki sem af elju og áhuga sinnir meðferð og umönnun eldra fólks, hvort sem það er á stofnunum eða í heimaþjónustu. Viðfangsefni öldrunarhjúkrunar eru margþætt enda getur meðferð og umönnun fjölveikra og hrumra aldraðra verið afar flókin. Því verður það efni, sem hér er fjallað um, vonandi að gagni og stuðlar að aukinni þekkingu starfs- fólks sem sinnir þessu starfi. Upphaf þessarar útgáfu má rekja til þess að haustið 2015 hófst sérskipulagt 30 eininga diplómanám í öldrunarhjúkrun á meistarastigi við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Hópur hjúkrunarfræðinga víða af landinu hóf námið og í námskeiðinu Klínísk viðfangsefni í öldrunarhjúkrun var eitt af verkefnum nemenda að skrifa fræðslugrein. Þegar nemendur höfðu skilað inn verkefnunum var ljóst að um fjölbreytt fræðsluefni var að ræða sem var of verðmætt til að það rykfélli ofan í skúffu. Til viðbótar eru birtar þrjár greinar sem byggjast á BS- verkefni Helga Egilssonar, MS-verkefni Sólveigar Hrannar Gunnarsdóttur, og fyrirlestri undirritaðrar um fræðsluefni. Flest allt kennsluefni og flest fagtímarit, sem birta efni um öldrunarhjúkrun, er á ensku og því er mikill fengur af fræðslugreinum um öldrunarhjúkrun á íslensku. Í samráði við nemendur fór því undirrituð, sem er umsjónarkennari diplómanámsins og umrædds námskeiðs, til fundar við ritstjóra Tímarits hjúkrunafræðinga og niðurstaðan varð þessi sérútgáfa um öldrunarhjúkrun. Er Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Tímariti hjúkrunarfræðinga, Helgu Ólafs ritstjóra og Ragnari Haukssyni íslenskufræðingi færðar sérstakar þakkir fyrir að taka erindinu svona vel og styðja okkur á alla lund í útgáfuferlinu. Vegna útgáfunnar var sett á stofn sérstök ritnefnd sem var skipuð sérfræðingum í hjúkrun aldraðra. Þessir sérfræðingar eru Elfa Þöll Grétarsdóttir, Guðrún Dóra Guðmannsdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Sigrún Bjartmarz og undirrituð, Ingibjörg Hjaltadóttir, sem ritstýrði þessari útgáfu. Allar störfum við á Landspítala og höfum kennt um árabil öldrunarhjúkrun við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Ritstjórnin skipti með sér verkum og aðstoðaði nemendur við að búa fræðslugreinarnar til prentunar. Það er fjölmargt sem þarf að athuga þegar skólaverkefni er undirbúið til prentunar og má segja að vinna undan- farinna mánaða hafi verið bæði nemendum og ritstjórn lærdómsrík. Við viljum þakka sérstaklega Guðríði Kristínu Þórðardóttur, sérfræðingi í hjúkrun hjartasjúklinga, og Þorbjörgu Sóleyju Ingadóttur, sérfræðingi í hjúkrun langveikra lungnasjúklinga, fyrir ráðgjöf. Einnig viljum við þakka Laufeyju Jónsdóttur hönnuði kærlega fyrir að teikna myndir fyrir útgáfuna og fyrir ljósmyndina sem prýðir forsíðu útgáfunnar. Efni þessarar rafrænu útgáfu um öldrunarhjúkrun nýtist vonandi vel sem fræðsluefni næstu árin, en bæði er hægt er að prenta út eina og eina grein eða allt efnið í heild sinni með forsíðu og efnisyfirliti og binda saman þannig að úr fæst rit með 14 fræðslugreinum. ÖLDRUNARHJÚKRUN Ingibjörg Hjaltadóttir gestaritstjóri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.