Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 7
7 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Íbúar á hjúkrunarheimilum með hegðunarvandamál, mat einkenna og meðferðarmöguleikar Árásargirni er ákveðin hegðun, munnleg eða líkamleg, sem getur verið skaðleg einstaklingnum sjálfum eða öðrum í umhverfi hans (Dettmore o.fl., 2009). Þessi hegðunar- vandi getur falið í sér öskur, að lemja frá sér, klípa eða sparka. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi tilteknu einkenni eru aðstandendum og umönnunaraðilum hvað erfiðust að takast á við og leiða oft til þess að viðkomandi einstaklingur leggst inn á hjúkrunarheimili (Dettmore o.fl., 2009). Ráf er ákveðin tegund af óróleika sem getur aukið álag og byrði aðstandenda og umönnunaraðila (Kallimanis o.fl., 2010). Ráf er skilgreint sem endurtekin líkamleg hreyfing eða athöfn sem ekki hefur beinan tilgang eða markmið (Algase o.fl., 1996). Mikilvægt er að stuðla að öryggi í umhverfi þeirra sem ráfa en rannsóknir sýnt að ráf getur leitt til byltna, þreytu og ótímabærs andláts íbúa (Kallimanis o.fl., 2010). Geðdeyfðarlyf, eins og Haloperidol, Risperidone og Olazapine, hafa verið ofnotuð við að draga úr óróleika og árásargirni (Ballard o.fl., 2014). Notkun geðdeyfðarlyfja getur í sumum tilvikum dregið úr hegðunarvanda en um leið haft áhrif á og dregið úr hreyfigetu og virkni íbúans í daglegu lífi sem hefur síðan áhrif á lífsgæði hans. Auk þess eru geðdeyfðarlyf talin geta aukið líkur á heilablóðfalli og ótímabæru andláti (Ballard o.fl., 2014). Kvíði og þunglyndi Kvíði er talinn mjög algengur meðal einstaklinga með heilabilun og algengari en hjá þeim sem ekki hafa þann sjúkdóm. Þegar einstaklingur með heilabilun er haldinn kvíða hefur það áhrif á getu hans til að sinna athöfnum daglegs lífs, það dregur úr lífsgæðum hans. Rannsóknir hafa enn fremur leitt í ljós að erfitt getur verið að greina á milli kvíða og þunglyndis hjá fólki með heilabilun (Seignourel o.fl., 2008). Þunglyndiseinkenni eru algeng á öllum stigum heila- bilunar (Majic o.fl., 2012). Rannsóknum ber saman um að tengsl og samspil þunglyndis og heilabilunar séu flókin fyrirbæri og er oft vangreint og vanmeðhöndlað af umönnunaraðilum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum. Ástæður fyrir því eru taldar vera að einkenni þunglyndis skarast á við önnur einkenni, eins og sinnuleysi. Einnig birtast þau oft á annan hátt en hjá einstaklingum sem ekki eru með heilabilun (Majic o.fl., 2012). Þunglyndiseinkenni geta leitt til versnandi vitsmunastarfsemi og hafa slæm áhrif á almenna líðan einstaklingsins (Herrera-Guzmás o.fl., 2010). Einnig geta þessi einkenni haft áhrif á sjálfs- bjargargetu og hreyfigetu hans, auk þess sem tengsl eru á milli þunglyndiseinkenna og óróleika og árásargirni hjá einstaklingum með heilabilun (Majic o.fl., 2012). Því er mikilvægt að greina þunglyndi hjá þessum einstaklingum og hafa rannsóknir sýnt að hægt er að hafa áhrif á og bæta vitsmunastarfsemi einstaklingsins með réttri greiningu og meðferð (Herrera-Guzmás o.fl., 2010). Tilfinningadeyfð Tilfinningadeyfð er algeng hjá einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma. Tilfinningadeyfð lýsir sér þannig að einstaklingurinn sýnir minni áhuga á því sem hann var vanur að taka sér fyrir hendur og breyting verður á innri hvatningu (Lyketsos o.fl., 2011). Mikilvægt er að gera greinarmun á tilfinningadeyfð og þunglyndi því oft er unnt að greina hvorutveggja hjá sama einstaklingnum. Einstaklingur með tilfinningadeyfð hefur ekki lækkað geðslag eins og fram kemur við þunglyndi (Ishizaki og Mimura, 2011). Einkennin eru margvísleg og er algengt að þegar tilfinningar einstaklingsins dofna dregur það úr getu hans til þess að hugsa og sinna sínum athöfnum í daglegu lífi (Lyketsos o.fl., 2011). Ranghugmyndir og ofskynjanir Ranghugmyndir lýsa sér á þann hátt að einstaklingur hefur ákveðna trú eða hugmynd sem ekki fær staðist í raunveruleikanum (Cipriani o.fl., 2014). Þær valda einstaklingum með heilabilun og umönnunaraðilum oft töluverðu álagi vegna eðlis þeirra og geta auk þess tengst ýmiss konar hegðunarvanda. Sú streita og vanlíðan, sem ranghugmyndirnar valda, geta leitt til þess að óróleiki og ráf eykst, svefn skerðist og auknar líkur eru á árasargirni (Cipriani o.fl., 2014). Þessi einkenni eru fremur algeng hjá einstaklingum með Alzheimers-sjúkdóminn en tíðnin fer eftir eðli þeirra rannsókna sem gerðar eru. Ranghugmyndir hjá einstaklingum með heilabilun eru oft taldar hluti af versnandi sjúkdómsástandi hans og auka líkur á því að viðkomandi þurfi að vistast á hjúkrunarheimili. Þá geta ranghugmyndir og sú vanlíðan, sem þær valda, leitt til versnandi hreyfigetu og sjálfbjargargetu einstaklingsins (Cipriani o.fl., 2014). Ofskynjanir eiga sér stað þegar einstaklingur með heilabilun skynjar áreiti sem er ekki til staðar í raunveru- leikanum. Að heyra raddir, skynja einhvern í kringum sig sem ekki er til staðar og að finna bragð eða lykt sem ekki er í raun fyrir hendi eru dæmi um ofskynjanir sem algengar eru hjá fólki með heilabilun (Lyketsos o.fl., 2001). Ofskynjanir koma fram hjá 9,5-24% einstaklinga með heilabilun og eru algengari hjá einstaklingum með heilabilun sem þjást af þunglyndi heldur en öðrum íbúum hjúkrunarheimila Einnig eru ofskynjanir algengari hjá einstaklingum með Lewy-sjúkdóm en öðrum sjúklingum með heilabilun (Lyketsos o.fl., 2001). Hömluleysi og innsæisleysi Innsæisleysi er algengt taugasálfræðilegt einkenni meðal einstaklinga með heilabilun. Sjúklingar, sem skortir innsæi, gera sér oft ekki grein fyrir áhrifum sjúkdóms síns eða þeim takmörkunum sem sjúkdómurinn veldur (Starkstein o.fl., 2007). Rannsakendur hafa komist að því að jákvætt samband sé á milli sinnuleysis og innsæisleysis, meira innsæisleysi fylgir meira sinnuleysi og öfugt. Talið er að miklar líkur séu á því að einstaklingur með innsæisleysi muni einnig finna fyrir sinnuleysi. Áhættuhegðun er einnig algeng hjá fólki með Alzheimer og hefur sterka fylgni við innsæisleysi (Starkstein o.fl., 2007). Við umönnun einstaklinga með heilabilun getur innsæisleysi skipt miklu máli. Sjúklingar, sem skortir innsæi, sjá oft ekki ástæðu til að þiggja meðferð og vilja

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.