Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Síða 9
9 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA
Íbúar á hjúkrunarheimilum með hegðunarvandamál, mat einkenna og meðferðarmöguleikar
taugasálfræðieinkenni heilabilunarsjúkdóma út frá
hugmyndum um líffræðilegan aðlögunar- eða streituþrösk-
uld. Streitu- og aðlögunarþröskuldur einstaklinga með
heilabilun er lægri en hjá heilbrigðum einstaklingum og
það gerir þá viðkvæmari fyrir áreiti (Smith o.fl., 2004).
Ef of miklu áreiti er viðhaldið í langan tíma eða of miklar
kröfur gerðar getur það leitt til mikillar vanlíðunar, kvíða
og óróleika og þetta getur leitt til árásargirni sem erfitt
er að meðhöndla og takast á við (Smith o.fl., 2004). Því
er mikilvægt að huga að umhverfi þeirra sem eru með
heilabilun og laga það að þeirra þörfum.
Tónlist
Rannsóknir benda til að heilabilunarsjúkdómar leggist
síðast á það svæði heilans sem bregst við tónlist og hafa
rannsóknir leitt í ljós jákvæðan árangur af því að nota
tónlist til að draga úr hegðunarvanda (Gerdner, 2005).
Mikilvægt er að fjölskyldan sé þátttakandi í gerð með-
ferðaráætlunar fyrir þessa einstaklinga. Hún getur veitt
mikilvægar upplýsingar um áhugamál einstaklingsins,
tónlistaráhuga og viðhorf og væntingar sem einstakling-
urinn hefur sem síðan er hægt að byggja meðferð á.
Bandarísk rannsókn sýndi að þeir einstaklingar, sem höfðu
hlustað daglega á tónlist sem þeir höfðu áhuga á og þekktu
frá fyrri tíð, sýndu marktækt færri einkenni um hegðunar-
vanda á meðan tónlistin var spiluð miðað við saman-
burðarhóp. Einnig minnkaði hegðunarvandi marktækt
á því tímabili sem rannsóknin stóð og tónlist var notuð
(Gerdner, 2005). Tónlist, sem einstaklingur þekkir frá fyrri
árum, vekur upp ánægjulegar tilfinningar og minningar
og það getur svo aftur haft áhrif á tíðni hegðunarvanda og
dregið úr honum (Gerdner, 2005).
Samskipti
Aldraðir, sem dvelja á hjúkrunarheimilum, eyða mest-
um tíma sínum með hjúkrunarfólki, því eru tækifæri hins
aldraða til að tala við annað fólk, mest við umönnunar-
aðila. Rannsóknir hafa sýnt að í mörgum tilfellum koma
umönnunaraðilar ekki til móts við þarfir hins aldraða
fyrir góð mannleg samskipti. Hröð og ómarkviss samskipti
heilbrigðisstarfsfólks og einstaklinga með heilabilun
getur aukið líkur á hegðunarvanda. Einstaklingar með
heilabilun lifa oft og tíðum í núinu og því er raunveruleiki
einstaklingsins sjálfs sá staður sem umönnunaraðilar
þurfa að nálgast við umönnun og miða samskipti sín við
(Kolanowski o.fl., 2010).
Mikilvægt er að umönnunaraðilar gefi sér tíma með
íbúanum, afli upplýsinga um persónulegar óskir hans og
daglegar venjur, auk þess að kynnast nánustu ættingjum.
Að þekkja sjúklinginn sem einstakling felur í sér þekkingu
á aldri, atvinnu, menntun og félagslegum aðstæðum hans
(Kristín Björnsdóttir, 2005).
Líðan starfsfólks og umönnunaraðila hefur einnig áhrif
á samskipti, en starfsfólki hjúkrunarheimila getur þótt
erfitt að annast einstaklinga með heilabilun við böðun. Það
sem helst veldur streitu hjá umönnunaraðilum er þegar
sjúklingur neitar aðstoð eða sýnir árásargirni (Sloane o.fl.,
2004). Rannsóknir hafa leitt í ljós að kvíði og þunglyndi
er algengari meðal umönnunaraðila sem annast einstak-
linga með heilabilunarssjúkdóma en meðal þeirra sem
annast aðra sjúklingahópa (Kales o.fl., 2015). Huga þarf
að þessum þætti í umönnun því að streita og kvíði hjá
umönnunaraðilum getur haft áhrif á hvernig hann tekst
á við hegðunarvandann og hvernig samskipti hann á við
einstaklinginn. Neikvæður samskiptastíll og pirringur hjá
umönnunaraðilum hefur áhrif á einstaklinginn og getur
aukið hegðunarvandann (De Vugt o.fl., 2005).
Lokaorð
Hegðunarvandi og önnur atferlis- og taugasálfræði-
einkenni eru algeng hjá einstaklingum með heilabilun-
arsjúkdóma. Einkennin geta komið fram í köstum eða
tímabilum auk þess sem þau geta birst á ólíkan hátt milli
einstaklinga. Mikilvægt er að þekkja þessi einkenni og geta
metið tíðni þeirra, breytileika og styrk. Hjúkrunarfræðingar
og aðrir heilbrigðistarfsmenn þurfa að hafi góða þekkingu
á eðli og orsökum þessara einkenna. Það er nauðsynlegt
til þess að hægt sé að veita gagnreynda hjúkrunarmeðferð
til að draga úr þeim áhrifum sem þessi einkenni geta haft
á líf og líðan einstaklinga með heilabilun. Mikilvægt er að
hjúkrunarfræðingar veiti umönnunaraðilum og aðstand-
endum fræðslu um orsakir þessara einkenna sem gæti þá
um leið aukið öryggi þeirra við umönnun og dregið úr
streitu og álagi.