Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Qupperneq 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Qupperneq 17
17 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Verkjamat fólks með heilabilun með matstækinu PAINAD á óhlutbundinni hugsun. Hann þarf að skilja til hvers er ætlast af honum við notkun kvarðans og þarf að geta túlkað verkinn sem hann finnur sem tölu (AGS, 2002). Ef sjúklingur á erfitt með að nota tölukvarðann eru til aðrir kvarðar, eins og lóðrétt verkjastika með orðum, andlita- kvarðinn og VAS (Visual analog scale) en það er eins konar verkjastika sem nær frá engum verk og upp í versta mögulega verk. Sjúklingurinn er þá beðinn um að benda á stað á stikunni sem samsvarar styrk verkjarins. Margar útgáfur eru til af VAS-kvörðum (Herr og Garand, 2001). Þróun verkjamatskvarða og heilabilun Hingað til hafa þrjár leiðir verið farnar þegar verkir eru metnir hjá fólki með heilabilun. Þetta eru sjálfsmat, þar sem sjúklingurinn metur verki sína sjálfur, mat náskyldra, þar sem manneskja, sem þekkir sjúklinginn vel, metur hvort hann er með verki og athugunartæki (e. observational tool), þar sem umönnunaraðili fylgist með hegðun sjúklinga og metur verki út frá henni (Cohen- Mansfield og Lipson, 2008). Mat náskyldra byggist á hugmyndum hvers matsaðila um verki. Aðferðin er óstöðluð og hentar því ekki við reglubundið verkjamat á stofnunum en þar að auki er misræmi milli mats nákom- inna og einstaklingsins sjálfs (Herr, Coyne o.fl., 2006). Vegna þess að sjúklingar með heilabilun glata hlutbundinni hugsun og færni til að tjá sig þegar sjúkdómurinn ágerist þá henta verkjamatskvarðar, sem byggjast á sjálfsmati, ekki fyrir sjúklingahópinn (Warden o.fl., 2003). Því er vonast til að athugunartæki kunni að bæta verkjamat hjá sjúklingahópnum. Í skýrslu Bandarísku öldrunarsamtakanna (American Geriatric Society) frá 2002 um meðferð langvinnra verkja hjá öldruðum, voru heilbrigðisstarfsmenn hvattir til að fylgjast með verkjatengdri hegðun sjúklinga með langt gengna heilabilun og byggja verkjamat á henni (AGS, 2002). Nokkru seinna eða árið 2006 birtust leiðbeiningar frá nefnd á vegum bandarískra verkjahjúkrunarfræðinga þar sem mælt er með að hjúkrunarfræðingar rýni í hegðun sjúklinga, sem ekki geta tjáð sig með orðum, til að meta verki þeirra (Herr, Coyne o.fl., 2006). Einnig birtu Herr, Bjoro og félagar (2006) yfirlitsgrein um verkjamatstæki til að nota í vinnu með einstaklingum með mikla heilabilun. Niðurstaðan var ekki afgerandi þá vegna þess hve lítið þessi matstæki höfðu verið rannsökuð (Herr, Bjoro o.fl., 2006). Hins vegar var sambærilegt yfirlit aftur birt 2010 og þá voru niðurstöðurnar þær að þrjú verkjamatstæki þóttu skara fram úr við mat á verkjum hjá einstaklingum með langt gengna heilabilun. Eitt þeirra var Pain assessment in advanced dementia (PAINAD) (Herr o.fl., 2010). Verkjamatstækið PAINAD Pain assessment in advanced dementia (PAINAD) er mælitæki sem ætlað er að meta verki hjá fólki með langt gengna heilabilun (Warden o.fl., 2003). PAINAD-kvarðinn er byggður á eldri og flóknari verkjamatskvörðum sem meta hegðun og vanlíðan aldraðra (Jordan o.fl., 2012) en tekur auk þess tillit til þeirra athugana sem gerðar hafa verið á verkjahegðun einstaklinga með heilabilun (Regnard o.fl., 2003). PAINAD-verkjamatstækið byggist á því að meta fimm þætti í atferli sjúklings en helsti kostur tækisins er að matið er afar fljótlegt og ætti ekki að taka meira en eina til tvær mínutur í senn. Í einni af rannsóknunum, sem gerðar hafa verið á PAINAD, kom fram að meðaltíminn, sem það tók að fylla matið út, var 41 sekúnda (Storti o.fl., 2008) og fullyrt hefur verið að PAINAD sé eini verkja- matskvarðinn fyrir einstaklinga með heilabilun sem henti til daglegra nota. Í rannsókn Apinis og félaga (2014) tók verkjamat með PAINAD frá 30 sekúndum til einnar mín- útu. Árið 2006 var gerð rannsókn í Bandaríkjunum sem tók til 80 sjúklinga með heilabilun sem fóru í mjaðmaraðgerð. Eftir aðgerðina var sjúklingum skipt í tvo hópa og voru verkir annars hópsins metnir með NRS-kvarða (á þann hátt sem verkir voru venjulega metnir á þessum tiltekna spítala) og hins með PAINAD. Verkjameðferðin var síðan ákveðin á grundvelli verkjamatsins. Niðurstaðan var sú að PAINAD-hópurinn fékk nærri tvöfaldan verkjalyfjaskammt á við hinn hópinn og öryggi starfsfólks við greiningu verkja snarbatnaði (Hutchison o.fl., 2006). PAINAD á íslensku PAINAD hefur nú verið þýtt og forprófað á íslensku (Helgi Egilsson, 2014; Sóldís Helga Sigurgeirsdóttir og Særún Andrésdóttir, 2015). Það reynist bæði réttmætt og áreiðanlegt þannig að það skapar forsendur til bættrar verkjameðferðar hjá einstaklingum með vitræna skerðingu. Á Landspítala hefur það verið gefið út á vasakortum fyrir starfsfólk, sjá mynd 1. Vonir standa til þess að það verði einnig aðgengilegt á ytri vef Landspítala og á heimasíðu Lífsins, samtaka um líknarmeðferð. Eins og greint er að framan er PAINAD útbúið með það í huga að það henti öllum sem sinna sjúklingum með langt gengna heilabilun. Mælt er með því að þetta verkjamat sé haft í huga við alla umönnun og matsaðili merkir við í kvarðanum eftir að umönnun hefur átt sér stað. Um fimm matsþætti er að ræða og gefur hver þáttur 0-2 stig þannig að í heildina getur einstaklingur fengið 0-10 stig. Dæmi um stigagjöf varðandi andlitstjáningu: hægt að velja á milli þess að gefa stig á bilinu 0 til 2. Ef viðkomandi brosir eða sýnir engin svipbrigði er skráð 0 stig. Gefi andlitið til kynna depurð eða hræðslu eða sjúklingurinn ygglir sig er gefið 1 stig og ef hann er með grettu á andlitinu eru gefin 2 stig. Þessi stig eru þó ekki með samsvörun við stigin á NRS-kvarða. Tvö stig á PAINAD geta verið merki um slæman verk ef þau eru fyrir stakann þátt. Þættirnir fimm sem um ræðir eru öndun án raddbeitingar, neikvæð raddbeiting, andlitstjáning, líkamstjáning og hughreysting, þ.e. hvort hughreysting dugir til að draga úr einkennum verks. Auk þess að henta vel við verkjamat er PAINAD líka gott kennslutæki til að bæta þekkingu og skilning á verkjahegðun einstaklinga sem tjá sig ekki um verki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.