Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Síða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Síða 21
21 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Hvers vegna er mikilvægt að vera á varðbergi fyrir þunglyndi aldraðra? þunglyndi og sjálfsvíg eru fátíðari meðal eldri borgarar í hjónabandi en hinna. Karlmenn eru ólíkegri til að viður- kenna þunglyndi en konur og fyrir bragðið á heilbrigðis- starfsfólk erfiðara með að greina það (Tabloski, 2014). Langvinnir sjúkdómar eru stór áhættuþáttur fyrir þunglyndi og þar ber helst að nefna COPD, hjarta- og æðasjúkdóma, parkinsonsveiki, sykursýki og heilablóðfall (Glaesmer o.fl., 2011). Verkir og færnisskerðing, bæði lík- amleg og vitræn, auka einnig líkur á þunglyndi (Djernes, 2006). Búseta skiptir einnig máli þar sem íbúar hjúkrunar- heimila glíma frekar við þunglyndi en jafnaldrar þeirra sem eru í sjálfstæðri búsetu. Hættan á þunglyndi eykst eftir því sem búseta á hjúkrunarheimili lengist (Tiong o.fl., 2013). Þó er líklegt að fleira en búseta hafi þarna áhrif enda er flutningur á hjúkrunarheimili afleiðing af alvarleg- um heilsubresti. Fylgikvillar Þunglyndi hefur neikvæð áhrif á heilsu og almenna líðan aldraðra. Dánartíðni er hærri meðal þunglyndra en þeirra sem ekki kljást við það (Shulz o.fl., 2002), sjúkdóms ástand almennt verra (Khouzam, 2009) og þeir þurfa meiri umönnun (Drageset o.fl., 2011). Aldraðir sem glíma við þunglyndi virðast leggjast fyrr inn á spítala heldur en jafningjar þeirra sem eru ekki þunglyndir (Sheeran o.fl., 2010). Þunglyndi hefur ekki einungis áhrif á einstaklinginn sem glímir við það heldur hefur verið sýnt fram á að heilsa aðstandenda þeirra er einnig lakari (Drageset o.fl, 2011). Þetta leiðir allt af sér minni lífsgæði einstaklingsins. Hvað er hægt að gera til að draga úr þunglyndi aldraðra? Til þess að hægt sé að bæta líðan þunglyndra er grund- vallaratriði að vita hverja þarf að meðhöndla. Þá vaknar sú spurning:- Hvernig komumst við að því? Ýmis gagnleg skimunartæki eru til en vandamálið getur verið að þau séu ekki nægilega mikið notuð. Geriatric Depression Scale er eitt af þessum skimunartækjum sem notað er til að meta þunglyndiseinkenni aldraðra. Spurningarnar eru uppruna- lega 30 en styttri útgáfur eru líka notaðar. Spurningalistinn hefur verið þýddur á íslensku (sjá mynd 1) (Margrét Valdimarsdóttir o.fl., 2000). Í klínískum leiðbeiningum Landspítalans (2011) um þunglyndi og kvíða er ekki fjall- að sérstaklega um skimun þunglyndis. Á Landspítalanum, sem og annars staðar í heilbrigðiskerfinu, væri tilvalið að nota stutt skimunarpróf til að meta hættuna og vísa áfram til frekari aðila séu vísbendingar um að hinn aldraði hafi einkenni þunglyndis. Aldraðir eiga frekar á hættu að þurfa að glíma við vandamál sem hafa áhrif á heilsu og lífsgæði. Skimun út af heilsufarsvandamálum aldraðra gæti verið hluti af forvörn- um fyrir alvarlegum líkamlegum og andlegum sjúkdómum, óþarfa sjúkrahúsinnlögnum og ótímabærum flutningum á hjúkrunarheimili. Bandaríkjamenn fóru af stað með verkefni sem gengur út á að koma auga á vísbendingar um þessi vandamál. Markmið verkefnisins var að vera í viðbragðsstöðu þegar kom að áhættuhópum og tryggja viðeigandi eftirfylgni fyrir heilsufarsvandamál svo sem minnistruflanir, byltuhættu og þunglyndi. Tilgangur ver- kefnisins var einnig að stuðla að umræðum um forvarnir, greiningu og meðferð, að innleiða aðgerðir til að minnka áhættu fyrir þessum vandamálum, gera skimun aðgengi- legri og að útvíkka fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða (May o.fl., 2014). Niðurstöður verkefnisins liggja ekki fyrir en hugsanlega gæti svipuð aðferð hentað hér á landi. Fyrir íbúa hjúkrunarheimila er skimun einföld í fram- kvæmd en líklega ekki nægilega skilvirk. RAI-mat er gert við fyrstu komu á hjúkrunarheimili og svo reglulega þar á eftir. RAI-matstækið metur þunglyndiseinkenni og niður- stöður segja til um hvort íbúi hafi einkenni þunglyndis. Ef litið er til þess að um 13% þeirra sem sýna þunglyndis- einkenni á íslenskum hjúkrunarheimilum fá ekki meðferð við þunglyndi mætti ætla að niðurstöður úr RAI-mati séu ekki nægilega vel nýttar til að bæta meðferð íbúa. Einnig MYND 1 Margrét Valdimarsdóttir og fleiri, 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.