Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Qupperneq 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Qupperneq 27
27 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA GÓÐ NÆRING er mikilvæg fyrir alla, ekki síður fyrir aldraða en þá sem yngri eru. Með aldrinum eiga sér stað margar líkamlegar breytingar en mesta breytingin er að þörf fyrir orku minnkar. Á sama tíma getur þörf fyrir einstök næringarefni aukist (World Health Organisation, 2002). Afleiðingar slæmrar næringar aldraðra geta verið margvíslegar en til dæmis má nefna aukna hættu á þrýstingssárum, offitu, vannæringu, sykursýki 2, hjarta- og æðasjúkdóma og kraftleysi. Á sama hátt er góð næring mikilvæg þegar einstaklingur er að ná heilsu eftir veikindi, er í endurhæfingu og ekki síst við sáragræðslu (Anna Svandís Gísladóttir o.fl., 2007). Mataræði á stofnunum, þar með talið hjúkrunarheim- ilum, hefur verið umdeilt í mörg og þá sérstaklega hversu langur tími líður á milli kvöldhressingar eða kvöldmatar og morgunmatar. Einnig getur verið vandasamt að meta næringarástand aldraðs fólks því að líkamsþyngdarstuðull gefur ekki rétta mynd þar sem einstaklingurinn hefur oft gengið saman og lækkað. Nákvæmar mælingar á næringarástandi með blóðprufu geta verið tímafrekar og dýrar og því hafa verið útbúin nokkur skimtæki til að meta næringarástand. Meðal þeirra er eitt sem metur hættu á vannæringu hjá þessum aldurshópi (Ingibjörg Hjaltadóttir o.fl. 2007). Með góðri næringu og réttu mataræði má meðhöndla eða koma í veg fyrir ýmis heilsufarsvandamál sem eldra fólk stríðir við. Þannig mætti með réttu matar- æði minnka lyfjakostnað, bæta heilsu og auka lífsgæði. Markmiðið með þessari fræðslugrein er að benda á mikil- vægi góðrar næringar hjá fólki sem er 65 ára og eldra. Öldrun er ein og sér ekki ástæða fyrir vannæringu Marvíslegar ástæður geta verið fyrir þyngdartapi hjá eldra fólki, til dæmis ónóg neysla fæðu, sjúkdómar sem hindra upptöku næringarefna, uppköst eða niðurgangur eða þá of hröð efnaskipti sem geta verið afleiðing til dæmis hita eða sára (Anna Svandís Gísladóttir o.fl., 2007). Það er vel þekkt að þyngdartap og lágur þyngdarstuðull eru áhættuþættir fyrir andláti hjá eldra fólki. Bæði þyngdartap og lágur þyngdarstuðull eru merki um lélegt næringar- ástand, hins vegar er ekki vitað hvort er mikilvægara eða hvort um samspil þessara tveggja þátta er að ræða (Wirth o.fl., 2015). Meðal aldraðra, sem lagðir eru inn á sjúkrahús, eru um það bil 30-50% vannærðir en vandamálið er ekki alltaf greint vegna tímaskorts. Oft versnar næringarástand sjúklingsins við innlögn á sjúkrahús en slæmt næringar- ástand er líklegt til að auka legukostnað. Rannsóknir sýna einnig svipað næringarástand meðal þeirra sem búa á hjúkrunarheimilum (Ingibjörg Hjaltadóttir o.fl., 2007). Afleiðingar vannæringar hjá öldruðum geta verið margvíslegar og vannæring hefur áhrif á allan líkamann. Mikilvægt er að einblína ekki á að öldrunin sem slík sé ástæðan fyrir þyngdartapinu heldur geta margvíslegir aðrir þættir átt hlut að máli. Oft er erfitt að greina ástæðuna fyrir þyngdartapinu og þegar niðurbrot á vöðvavef er hafið getur verið erfitt að snúa því ferli við (Tucker, 2006). Aldurstengdar breytingar á næringarþörf Með aldrinum breytist næringarþörf manna, aðalástæð- an er eðlilegar líkamlegar breytingar, eins og aukning á fitumassa vegna hormónabreytinga. Hreinn vöðvamassi minnkar einnig og þar af leiðandi minnkar vatnsmagn í líkamanum þar sem vatnið situr í vöðvum líkamans. Tilfinningin fyrir þorsta minnkar auk þess með aldrinum jafnframt því sem nýrun þurfa meiri vökva til að losa sig við salt úr líkamanum og því er öldruðu fólki mjög hætt við ofþornun (Tucker, 2006). Beinþéttni minnkar einnig bæði hjá konum og körlum af margvíslegum ástæðum, til dæmis lyfjanotkun eða sjúkdómum (Tucker, 2006). Vegna minni vöðvamassa geta kreatíníngildi í blóðprufu verið lægri en ætla mætti miðað við nýrnastarfsemi og því ekki jafn áreiðanlegur mælikvarði á nýrnastarfsemi og áður. Enn fremur lengist niðurbrotstími kreatíníns og annarra efna (til dæmis lyfja) en það þýðir að aldraðir geta MIKILVÆGI GÓÐRAR NÆRINGAR HJÁ ÖLDRUÐUM Gunnfríður Ólafsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.