Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 29
29 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Mikilvægi góðrar næringar hjá öldruðum í notkun. Með þremur breytum, sem notaðar eru saman, þ.e. líkamsþyngdarstuðli (hæð og þyngd), ósjálfráðu þyngdartapi og nýlegri skurðaðgerð, er hægt að meta hvort einstaklingurinn er vannærður eða í hættu á vannæringu. Þó að mælitækið sé einfalt hefur það reynst bæði næmt (1,00) og sértækt (0,78) (Ingibjörg Hjaltadóttir o.fl., 2007). Mikilvægt er að meta næringarástand sem fyrst eftir komu á sjúkrahús eða hjúkrunarheimili, sama hvaða matstæki er notað, til að geta gert hjúkrunaráætlun og komið í veg fyrir breytingar á næringarástandi því þær geta gerst hratt hjá öldruðum, sérstaklega ef um veikindi er að ræða (Ingibjörg Hjaltadóttir o.fl., 2007). Hvað er hægt að gera? Vannæring getur verið af ýmsum orsökum og því er mikilvægt að greina hver hún er. Umhverfi, þar sem matast er, getur haft áhrif á næringarástand einstaklings- ins, lystarleysi getur aukist með ákveðnu áreiti og því er mikilvægt að gæta að því t.d. hvar borðað er og á hvaða tímum. Mikilvægt er að meta og skrásetja það sem einstaklingurinn drekkur og borðar svo hægt sé að meta hvar nauðsynlegt er að grípa inn í. Einnig þarf að ræða við einstaklinginn um hans óskir og markmið og finna með honum leiðir til að uppfylla næringarþörf hans (Elva Gísladóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir, 2013). Næring aldraðra einstaklinga með heilabilun Rannsóknir sýna að hætta á vannæringu, vökvaskorti og vandamálum við að nærast eykst hjá þeim sem þjást af minnissjúkdómum. Þó að þetta sé vel þekkt vandamál er enn þörf fyrir fleiri vandaðar rannsóknir á því hvernig best er að tryggja betri næringu þeirra sem eru með minnissjúkdóma. Þó hafa rannsóknir bent til að ákveðnar aðferðir geti verið hjálplegar. Bent er á að gott sé að huga að ánægjulegu andrúmslofti við máltíðir, borða með ættingjum eða starfsfólki og hlusta á fallega tónlist við máltíðir. Einnig reynist vel að hvetja fólkið með orðum og með snertingu til að borða sjálft. Hafa þarf orkuríkan mat á boðstólum þar sem hægt er að tína upp í sig bita og bita og komast að því hvaða fæðutegundum hinn aldraði hefur verið hrifinn af áður (Bunn o.fl., 2016). Það hefur ekki tíðkast á Íslandi eins og sums staðar erlendis að setja upp magaslöngu eða PEG-slöngu (e. percutaneous endoscopic gastrostomy tube) hjá einstaklingum með langt gengna heilabilun. Hérlendis hefur verið lögð áhersla á að reyna með ýmsum leiðum að hjálpa einstaklingnum að nærast með því að borða. Bent hefur verið á að ekki sé æskilegt að setja upp magaslöngu hjá þessum sjúklingahópi enda hafa rannsóknir sýnt að vegna mikilla aukaverkana af notkun þeirra sé dánartíðni hærri hjá þeim sem eru með heilabilunarsjúkdóm og fá magaslöngu en hjá þeim sem eru með sjúkdóminn nærast um munn (Ticinesi o.fl., 2016). Lokaorð Máltíðir eru mikilvægur þáttur í daglegu lífi á hjúkr- unarheimilum eins og hjá okkur öllum og það að gera máltíðir að ánægjulegri upplifum getur stuðlað að því að fólk nærist betur. Með því að tryggja góða næringu aldraðara, sem dvelja á stofnunum eða búa við langvar- andi heilsubrest, er hægt að stuðla að meiri vellíðan, betri færni og auknum lífsgæðum þessara einstaklinga. HEIMILDASKRÁ Anna Svandís Gísladóttir, Bryndís Elísa Árnadóttir, Eyrún Ósk Guðjónsdóttir, Ólöf G. Ásbjörnsdóttir og Katrín Blöndal (2007). Hlutverk næringar í græðslu sára. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 83(2), 26-29. Baumgartner, W., Schimmel, M., og Müller, Oral health and dental care of elderly adults dependent on care F. (2015). Oral health and dental care of elderly adults dependent on care. Swiss Dental Journal, 125(4), 417-426. Bunn, D. K., Abdelhamid, A., Copley, M., Cowap, V., Dickinson, A., Howe, A., ... og Smithard, D. (2016). Effectiveness of interventions to indirectly support food and drink intake in people with dementia: Eating and drinking well in dementia (EDWINA). Systematic review. BMC Geriatrics, 16(1), 1. Elva Gísladóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir (2013). Mikilvægi hollrar fæðu fyrir heilsuna á efri árum. Sótt í ágúst 2016 á http://www. landlaeknir.is/servlet/file/store93/item11623/Mikilvaegi%20 hollrar%20faedu%20fyrir%20heilsuna%20%C3%A1%20efri%20 arum_einblodungur.pdf. Faghópur landlæknis um ráðleggingar um mataræði (2014). Ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Reykjavík: Embætti landlæknis. Ingibjörg Hjaltadóttir, Anna Edda Ásgeirsdóttir, Borghildur Árnadóttir, Guðbjörg Jóna Hermannsdóttir, Alfons Ramel og Inga Þórsdóttir. (2007). Matstæki til greiningar á vannæringu aldraðra. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 83(5), 48-56. Ticinesi, A., Nouvenne, A., Lauretani, F., Prati, B., Cerundolo, N., Maggio, M., og Meschi, T. (2016). Survival in older adults with dementia and eating problems: To PEG or not to PEG? Clinical Nutrition, (í prenntun). Tucker, S. B. (2006) Nutriton and aging (3. útgáfa). Í P. A. Tabloski (ritstjóri), Gerontological nursing (bls. 96-128). New Jersey: Pearson. Wirth, R., Streicher, M., Smoliner, C., Kolb, C., Hiesmayr, M., Thiem, U., og Volkert, D. (2016). The impact of weight loss and low BMI on mortality of nursing home residents: Results from the nutrition day in nursing homes. Clinical Nutrition, 35(4), 900-906. World Health Organization (2002). Ageing and nutrition: A growing global challenge. Nutrition. Sótt í ágúst 2016 á http://www.who.int/ nutrition/topics/ageing/en/index.html.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.