Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Síða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Síða 30
30 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA HJÚKRUN EINSTAKLINGA með sykursýki er flókin og taka þarf tillit til margra atriða. Einstaklingar með sykursýki hafa margvíslegar þarfir og misjafnt er hversu mikil áhrif sjúkdómurinn hefur haft á ástand viðkomandi. Þegar einhver greinist með sykursýki eru lífsstílsbreytingar nauðsynlegar til að ná sem bestum árangri í að stjórna blóðsykrinum. Blóðsykursmarkmið eru önnur hjá hrumum öldruðum einstaklingum og lyfjagjafir aldraðra sykur- sýkissjúklinga eru flóknar og margir þættir sem taka þarf tillit til. Mikil áhersla er lögð á að forðast blóðsykursfall því afleiðingar þess geta verið mjög alvarlegar (American Diabetes Association [ADA], 2016). Þegar einstaklingar með sykursýki flytja inn á hjúkrunarheimili hafa þeir oft verið með sjúkdóminn í mörg ár og ef til vill komnir með einhverja af þeim fylgikvillum sem honum geta fylgt. Þeir hafa þurft og þurfa áfram mikinn stuðning og fræðslu og fræða þarf fjölskyldu einstaklingsins. Starfsfólk þarf líka að búa yfir þekkingu á umönnun þessa fólks svo hún verði eins og best verður á kosið. Í þessari grein verður varpað ljósi á helstu viðfangsefni við hjúkrun einstaklinga með sykursýki á hjúkrunarheimilum og hvað þarf sérstaklega að hafa í huga við þá hjúkrun. Útbreiðsla sykursýki er algeng meðal aldraðra einstaklinga og er tíðni hennar að aukast. Talið er að bæði hærri aldur fólks og umhverfisþættir hafi þar áhrif. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir á að algengi sykursýki hafi tvöfaldast frá árinu 1980 til ársins 2014 og að líkur séu á áframhaldandi aukningu á sykursýki í heim- inum (WHO, 2016). Á íslenskum hjúkrunarheimilum voru árið 2003 10,3% íbúanna greind með sýkursýki en árið 2012 voru þau 14,2 %, því er um 4 % aukningu að ræða á 10 árum og vísbendingar eru um enn ferkari fjölgun sykursjúkra á hjúkrunarheimilum í framtíðinni (Ingibjörg Hjaltadóttir og Árún Kristín Sigurðardóttir, 2015). Talað er um að á móti hverjum tveim sem greindir eru með sykur- sýki sé einn ógreindur. Á mörgum hjúkrunarheimilum er ekki skimað skipulega eftir sykursýki. Hún getur því verið vangreind og ómeðhöndluð og það getur leitt til þess að hún uppgötvast ekki fyrr en við neyðarástand (Dardano o.fl., 2014). Meðferð Aldraðir einstaklingar með sykursýki hafa oft mikla byrði af sjúkdómi sínum (Tabloski, 2014). Þessir íbúar eru gjarnan yngri en aðrir íbúar þegar þeir flytja inn á hjúkr- unarheimili. Þeir eru oft ágætlega á sig komnir andlega en með lakari líkamlega getu. Taka þarf tillit til ýmissa atriða við meðferð þeirra og hún þarf að vera einstaklingsmiðuð (Ingibjörg Hjaltadóttir og Árún Kristín Sigurðardóttir, 2015). Hjá öldruðum íbúum á hjúkrunarheimilum, sem eru með sykursýki, er markmiðið með meðferðinni að halda blóðsykri innan viðmiðunarmarka eða sem næst eðlilegu gildi. Einstaklingurinn þarf að þekkja einkenni blóðsykursfalls, kunna að meðhöndla það og vita hvaða leiðir eru færar til að forðast að falla í blóðsykri. Einnig er mikilvægt að koma í veg fyrir aukaverkanir sykursýk- innar, greina aukaverkanir snemma og meðhöndla þær (Tabloski, 2014). Við ákvörðun um meðferð þarf að hafa í huga lífsgæði íbúans, hverjar lífslíkur hans eru og horfa á vitsmunalega og líkamlega færni. Það þarf að forgangsraða og meta ávinning (Sinclair o.fl., 2011). Blóðsykursstjórnun Góð blóðsykursstjórnun dregur út hættu á aukaverkun- um sykursýkinnar. Samkvæmt alþjóðlegum leiðbeiningum er talað um að blóðsykursmarkmið eigi að vera einstak- lingsbundin, þau eigi að taka mið af heilsufari einstaklings- ins, hættu á blóðsykursfalli og fylgikvillum. Talað er um að langtímablóðsykur ætti að miða við 7 til 7,5 prósent hjá heilbrigðum öldruðum einstaklingum en 7 til 8 prósent hjá þeim sem hafa skerta virkni. Hjá hrumum einstaklingum og þeim sem eru með minnistruflun er markmiðið allt að 8,5 prósent og í líknandi meðferð eigi að leggja áherslu á að forðast blóðsykurfall (sjá töflu 1) (International diabetes fedaration [IDF], 2013). Svipaðar leiðbeiningar eru hjá bandarísku sykursýkisamtökunum. Þar er talað um HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM Margrét Ósk Vífilsdóttir

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.