Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 32
32 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Hjúkrun fólks með sykursýki á hjúkrunarheimilum á sjúkrahús ætti að vera það sem klínísk ákvarðanataka er byggð á (Sinclair o.fl., 2011). Blóðsykursfall Blóðsykursfall er lífshættulegt og markmið hjúkrunar sykursýkisjúklinga á hjúkrunarheimilum ætti að vera að koma í veg fyrir blóðsykursfall. Hjá öldruðum hrum- um einstaklingum, sem búa á hjúkrunarheimilum, er blóðsykursfall skilgreint sem blóðsykur undir 4,0 (ADA, 2016; IDF, 2013). Meta þarf hættu á blóðsykursfalli og ef markmið blóðsykursstjórnunar er lágt kemur það oftar fyrir að þessir einstaklingar falli í sykri (Inzucchi o.fl., 2012). Það er ýmislegt sem getur valdið blóðsykursfalli. Ef sjúklingurinn fær of stóran skammt af insúlíni, hann borðar minna en áætlað var, eða borðar ekki, getur það valdið því að blóðsykur fellur. Eins getur líkamleg áreynsla og veikindi, sem breyta efnaskiptaþörf hans, haft áhrif (Tabloski, 2014). Rannsóknir sýna að insúlín veldur mestri hættu á blóðsykursfalli, meiri hættu en önnur sykursýkislyf (Lee o.fl., 2011). Einkenni blóðsykursfalls hjá öldruðum eru oft óljós eða koma ekki fram. Þó geta komið fram einkenni sem ættu að vara okkur við, eins og rugl, minnkuð meðvitund, óskýrt tal, og ef blóðsykur fellur áfram geta komið fram krampar. Bregðast þarf tafarlaust við ef blóðsykur er 2,3 til 2,7. Þá þarf að gefa fljótverkandi kolvetni og mæla blóðsykurinn aftur eftir 15 mínútur og endurtaka meðferð ef þörf er á. Veikindi geta haft áhrif á blóðsykur og ef einstaklingurinn er lystarlaus eða kastar upp og tekur sama skammt af sykursýkislyfjum getur blóðsykurinn fallið hjá honum. Þá þarf að mæla blóðsykur- inn oft og gefa blóðsykurslyf eftir skriflegum fyrirmælum þar til sjúklingnum batnar og blóðsykur verður stöðugur (Tabloski, 2014). Talið er að blóðsykursfall sé vangreind ástæða dauða og því sé rétt tíðni ekki skráð (Inzucchi o.fl., 2012). Afleiðingar af endurteknu blóðsykursfalli eru ekki síður mikilvægar. Þær valda því að einstaklingurinn tapar færni og það leiðir til þess að hann verður enn háðari aðstoð (Inzucchi o.fl., 2012). Vitsmunaskerðing Vitsmunaskerðing er vaxandi fylgikvilli sykursýki. Hún hefur mikil áhrif á hvernig íbúanum tekst til með sjálfsumönnun, eins og blóðsykursstjórnun og lífsstíl. Skerðing á vitsmunum getur komið fram hjá tiltölulega ungum einstaklingum og því þarf að huga að þessum þætti strax og einstaklingur greinist með sykursýki (Umegaki, 2014). Talað er um að Alzheimers-sjúkdómur og vitglöp séu helmingi algengari hjá einstaklingum með sykursýki en þeim sem ekki eru greindir með sykursýki. Þetta getur verið mismunandi skerðing, allt frá því að vera smáerfið- leikar við sjálfsumönnun, sem erfitt getur verið að greina, til þess að vera mikil vitglöp og minnisleysi (Kirkman o.fl., 2012). Blóðsykursfall aftur og aftur eykur hættu á vitsmunaskerðingu og því þarf að forðast að slíkt gerist. Mikilvægt er að gera minnispróf hjá þessum einstaklingum reglulega. Talað er um að ef það tekst að halda blóðsykri og blóðþrýstingi innan ákjósanlegra marka hjálpi það til við að viðhalda vitsmunalegri getu (Sinclair o.fl., 2011). Ef um vitsmunaskerðingu er að ræða hjá öldruðum einstak- lingi með sykursýki þarf að athuga hvort um óráð gæti verið að ræða. Ef óráð orsakar vitsmunaskerðinguna þarf strax að meta einstaklinginn og finna viðeigandi meðferð. Ef ekki er um óráð að ræða þarf að kanna hvort orsökina sé að finna í afturkræfu ástandi sem hægt er að meðhöndla (American Geriatrics Society, 2013). Þunglyndi Sykursýki hjá öldruðum eykur hættu á þunglyndi. Ef þunglyndi er ekki meðhöndlað getur það valdið einstak- lingnum erfiðleikum við sjálfsumönnun og honum gengur verr að halda góðum lífsstíl (Kirkmann o.fl., 2012). Einnig er þunglyndi tengt aukinni hættu á vitglöpum og hærri dánartíðni. Mikilvægt er því að gera þunglyndismat hjá öldruðum einstaklingum með sykursýki (Kirkmann o.fl., 2012). Ef einstaklingur greinist með þunglyndi þarf hann að fá meðferð, annaðhvort með þunglyndislyfjum eða sálfræðimeðferð. Andleg líðan batnar með þunglyndis- meðferð og hún eykur virkni en hún bætir ekki blóðsykur- sstjórnun. Regluleg hreyfing bætir blóðsykursstjórnun og hefur einnig jákvæð áhrif á andlega líðan. Blóðsykursfall getur valdið kvíða og hræðslu, auk þess getur það leitt til félagslegrar einangrunar. Þessir þættir geta síðan stuðlað að þunglyndi (IDF, 2013). Hjarta- og æðasjúkdómar Tíðni hjarta- og æðasjúkdóma eykst með hækkandi aldri og þegar sykursýki bætist við margfaldast hættan. Hjá einstaklingum með sykursýki eru hjarta- og æðasjúkdómar stór þáttur í aukinni sjúkdómsbyrði og hærri dánartíðni (IDF, 2013). Talið er að ef blóðþrýstingur helst undir 150/90 dragi það úr hættunni á hjarta- og æðasjúkdómum (Kirkman o.fl., 2012). Mælt er með notkun aspiríns ef einstaklingur er með þekktan hjarta- og æðasjúkdóm og er ekki á annarri blóðþynningarmeðferð (American Geriatrics Society, 2013). Sykursýkisfætur Sykursýki eykur hættu á fótasárum og um 15 prósent aldraðra sykursýkissjúklinga fá fótasár vegna sjúkdómsins (Tabloski, 2014). Aflimun neðri útlima, sem er ekki vegna slysa, er oftar en ekki hjá einstaklingum með sykursýki (Tabloski, 2014). Skoða ætti fætur vandlega að minnsta kosti einu sinni á ári hjá öldruðum einstaklingum með sykursýki. Húðina þarf að skoða vandlega og athuga hvort tilfinning er skert. Einnig þarf að athuga hvort blóðflæði hefur minnkað. Ef þessi einkenni finnast þarf að skoða fæturna oftar (American Geriatrics Society, 2013). Sykursýkisárum fylgir aukin hætta á fylgikvillum og sýking, drep og taugakvillar tefja græðslu þessara sára (Tabloski, 2014). Þegar einstaklingar hafa lifað lengi með

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.