Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 38
38 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Hægðtregða meðal aldraðra, orsakir, einkenni og ráð Óhefðbundin meðferð við hægðatregðu Óhefðbundna meðferð við hægðatregðu mætti skoða og getur hún verið góð viðbót við þau úrræði sem viðhöfð eru almennt hér á landi. Bakteríuflóran breytist með aldrinum til hins verra og þá getur verið nauðsynlegt að neyta mjólk- ursýrugerla. Þeir finnast í ákveðnum mjólkurafurðum eða í formi fæðubótarefna (De Giorgio o.fl., 2015). Rannsóknir, sem gerðar voru í Bandaríkjunum á óhefðbundnum meðferðaúrræðum við hægðatregðu, sýndu að neysla mjólkursýrugerla var til góðs við vandanum. Leiddu þessar rannsóknir í ljós bætt hægðaástand hjá skjólstæðingum sem neyttu þessa. Rannsökuð var notkun mjólkursýrugerla á móti lyfleysum í 6 vikur og þar kom fram greinilegur munur þannig að þeir sem fengu mjólkursýrugerla þurftu minna af hægðalyfjum og meira jafnvægi var á hægðalos- un (Cherniack, 2013). Meðferð sem þessi hefur líka í för með sér minni aukaverkanir og minni þörf á lyfjum og er tiltölulega auðveld í framkvæmd (De Giorgio o.fl., 2015). Annað sem líka hefur verið rannsakað eru óhefðbundnar aðferðir eins og jurtalyf, nudd, nálastungur og svæðanudd og sýna niðurstöður að þessar aðferðir geta skilað góðum árangri (Cherniack, 2013). Hægðalyf Þegar hin ýmsu ráð duga ekki þarf að grípa til hægða- lyfja. Þau eru af margvíslegum toga og virka þannig að þau mýkja hægðirnar, auka umfang þeirra og/eða auka þarmahreyfingar. Öll eiga þau það sammerkt að nauðsyn- legt er að drekka vel af vökva þegar þau eru notuð. Husk eru mulin hörfræ og er dæmi um hægðalyf sem sogar í sig vökva og eykur hægðamagnið í ristlinum. Trefjarnar draga til sín vatn og þenjast út og auka þar með þarmahreyf- ingar. Sorbitol er dæmi um hægðalyf með svokallaða osmótíska verkun. Það virkar þannig að lyfið veldur auknu vökvastreymi til ristilsins. Laxoberal er kröftugt hægðalyf gefið í dropatali sem hvetur þarmahreyfingar og eykur upptöku vatns og salta í ristlinum, örvar þarmatæmingu og styttir ferðatímann og hægðirnar verða mýkri. Magnesíum til inntöku er hægðalyf sem bindur vatn í þörmunum þannig að hægðirnar verða þynnri, þarmarnir þenjast út og þarmahreyfingarnar aukast. Senokot er hægðalyf þar sem virka efnið er unnið úr senna-jurtinni. Það eykur þarmahreyfingar og seytingu vökva inn í ristilinn og kemur hægðunum af stað. Olíur mýkja hægðir og eru lýsi og línolía góðar. Síðan eru hægðalyf sem hafa verkun frá endaþarmi eins og Dulcolax í stílaformi, það eykur þarmahreyfingarnar og vatn safnast í ristilinn. Einnig má nefna Microlax í túpuformi sem virkar neðst í endaþarm- inum og mýkir hægðirnar og flýtir losun (Lyfjastofnun – Sérlyfjaskrá). Þegar hægðalyf eru gefin er hinn gullni meðalvegur oft og tíðum vandrataður og getur ofnotkun valdið niður- gangi. Vandinn er stundum of- eða vanmetinn og oftar en ekki gripið í hægðalyfin áður en önnur úrræði eru reynd. Á tímum stöðugrar umræðu um sparnað í heilbrigðiskerfinu má velta fyrir sér kostnaði við hægðalyf. Í Bandaríkjunum er áætlað að kostnaður við slík lyf sé nálægt 82 milljónum dollara sem er hátt á annan tug milljarða reiknað í íslensk- um krónum (De Giorgio o.fl., 2015). Rannsókn var gerð á norskum hjúkrunarheimilum 2011 þar sem skoðuð var notkun hægðalyfja. Kemur þar fram að mest er notað af hægðalyfjum eins og Sorbitoli. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða líkum að því að meðferð við hægðatregðu sé ábótavant og bætt fæði og einstaklingsmiðuð hjúkrunarmeðferð myndi skila betri árangri (Fosnes o.fl., 2011). Greinarhöfundur gerði óformlega könnun í október 2015 á hægðalyfjanotkun á hjúkrunarheimili í Reykjavík og ætti hún að endurspegla tíðni hægðatregðu að einhverju leyti. Skoðaðar voru 4 deildir, samtals 71 einstaklingur. Af þessum einstaklingum voru 44 sem tóku einhvers konar hægðalyf eða 62% og 27 sem voru ekki skráðir á nein hægðalyf eða 38%. Eru þetta svipaðar tölur og rannsóknir erlendis sýna. Þeir sem voru skráðir á hægðalyf tóku að jafnaði 1-3 tegundir af slíkum lyfjum og var Sorbitol algengasta lyfið. Rannsókn á hjúkrunarheimilum á Taiwan Rannsókn, sem gerð var á hjúkrunarheimilum á Taiwan og birt 2015, sýndi að 60-80% íbúanna voru með einkenni hægðatregðu sem höfðu áhrif á líðan þeirra og virkni. Miðaði rannsóknin að því að kanna gæði einstaklings- miðaðrar hjúkrunarmeðferðar við hægðatregðu. Skoðaðir voru tveir hópar, rannsóknarhópur og samanburðarhópur og voru allir þátttakendur í rannsókninni greindir með hægðatregðu og notuðu hægðalyf. Samanburðarhópurinn fékk áfram sömu meðferð og áður þar sem notuð voru hægðalyfin Magnesium og Senokot. Rannsóknarhópurinn fékk líka sömu meðferð og áður en við bættist áætlun sem fól í sér auknar trefjar, 25-30 g á dag, og markviss vökvagjöf, 1500-2000 ml á dag. Einnig voru salernis- ferðir farnar reglulega á sama tíma dags. Miðað var við að fara á salerni eftir 30 mín. hreyfingu eða strax eftir máltíðir þegar meltingin er öflugust og var stuðst við magaristilstaugaviðbragðið. Allir í rannsóknarhópnum, sem það gátu, hreyfðu sig markvisst í 30 mínútur á dag. Við bættist kviðnudd eða ristilnudd (e. abdominal massage) sem reyndist mjög vel (sjá mynd 2). Sérstaklega var það áhrifaríkt fyrir þá sem voru rúmliggjandi eða höfðu skerta hreyfigetu en það átti við meira en helming þátttakenda. Nuddið slakar á kviðveggnum og örvar þarmahreyfingarnar. Þátttakendum var kennt að nudda sig sjálfir daglega í 15 mín. og þeim var hjálpað sem það þurftu. Niðurstöðurnar voru á þá leið að rannsóknarhópurinn sýndi aukna virkni í ristli og betri líðan. Fullyrt er í niðurstöðum að ristilnudd sé eitt af því áhrifaríkasta sem hægt er að gera fyrir þá skjólstæðinga sem eru rúmliggjandi og með skerta hreyfigetu (Huang o.fl., 2015).

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.