Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 46
46 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Hvernig er hægt að koma í veg fyrir byltur hjá öldruðum? að gera árlega og oftar ef breytingar verða á heilsufari. Niðurstöður úr þessu mati eru að annaðhvort er viðkom- andi í lítilli byltuhættu eða mikilli; mikil byltuhætta er ef viðkomandi fær fleiri en fimm stig (Tabloski, 2014). Mikil áhersla er lögð á skimun og mat á byltuhættu í nýjustu uppfærðu leiðbeiningum frá American Geriatrics Society og British Geriatrics Society (Panel on Prevention of Falls in Older Persons, 2011). Lögð er áhersla á að skrá fyrri sögu um byltur, gera nákvæmt líkamsmat og færnimat ásamt því að meta umhverfi á stofnunum og heima. Inngrip til varnar byltum Skilgreindar hafa verið þrjár tegundir af meðferðarinn- gripum til að fyrirbyggja byltur: 1) Ein tegund meðferðar (e. single interventions) svo sem æfingar, 2) margþætt inn- grip (e. multifactoral) sem byggjast á einstaklingsbundnu áhættumati þannig að einn einstaklingur fær æfingar og breytingar á umhverfi meðan annar fær breytingar á umhverfi og breytingar á lyfjum, og 3) fjölþætt inngrip (e. multiple component) þar sem hópur einstaklinga fær tvö inngrip svo sem æfingar og D vítamín (Goodwin, o.fl., 2014). Þar sem um er að ræða flókið samspil margra ólíkra þátta og rannsóknum ber ekki saman um hvenær skuli nota hverja tegund inngripa er ráðlagt að leggja til að byltuvarnir þurfa að vera annað hvort margþátta og einstaklings- hæfðar, fjölþátta með áherslu á ákveðinn hóp og mikilvægt er að unnið sé þverfaglega með aðkomu margra heilbrigðistétta með góða þekkingu á byltuvörn- um. Margþátta meðferð á betur við í heimahúsum en mikilvægt er að nota bæði margþátta- og fjölþátta- meðferð á hjúkrunarheim- ilum (Goodwin o.fl., 2014; Panel on Prevention of Falls in Older Persons, 2011). Inngrip sem hafa áhrif á innri þætti Innri þættir er það sem snýr að einstaklingsbundnu ástandi sjúklingsins. Hjúkrunarfræðingar eru í lykilhlutverki að fræða sjúkling um einstaklings- bundnar byltuvarnir. Hjúkrunarfræðingar ættu að fræða aldraða sem eru í byltuhættu, og ekki hvað síst aðstandendur þeirra. Gefinn hefur verið út bæklingur til sjúklinga og aðstandenda á LSH sem er aðgengilegur fyrir alla landsmenn (mynd 1). Mikilvægt er að fræða bæði aldraða, sem eru inni á heilbrigðistofnunum, og þá sem búa heima. Skortur er á meðferðarannsóknum um árangur fyrir- byggjandi meðferðar við byltum. Niðurstöður rannsókna sýna að líkamsþjálfun er forvörn og að hún dregur úr byltuhættu (Karlsson o.fl., 2013) og er hún eini þátturinn sem sýnt hefur verið að hafi áhrif ein og sér (Sharma, 2016). Fjölbreyttar æfingar, sem stundaðar eru reglulega, eru taldar áhrifaríkastar og þá sérstaklega styrktar- og jafn- vægisæfingar en einnig liðkandi æfingar og þrekæfingar. Æfingakerfi, sem inniheldur þessar æfingar, er talið draga bæði úr fjölda bylta og einnig fjölda þeirra sem detta. Tai Chi er kínverskt æfingakerfi og er talið auka styrk, samhæfingu, sveigjanleika og jafnvægi og almennt bæta líkamsástand og er einnig talin áhrifarík leið í forvörnum (Panel on Prevention of Falls in Older Persons, 2011, Karlsson o.fl., 2013). Einnig hefur verið sýnt fram á að MYND 1. Bæklingur Landspítala um fræðslu til sjúklinga og aðstandenda um byltur og byltuvarnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.