Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 49
49 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Forvarnir gegn myndun þrýstingssára og notkun klínískra leiðbeininga ÞRÝSTINGSSÁR VALDA sársauka og óþægindum, skerða lífs- gæði einstaklinga og eru kostnaðarsöm. Í flestum tilvikum ætti að vera hægt að koma í veg fyrir þrýstingssár með áhættumati, klínískri dómgreind og einstaklingsmiðuðum forvörnum. Forvarnir gegn myndun þrýstingssára byggjast á gagnreyndri þekkingu, fræðslu til allra umönnunaraðila og á þverfaglegri teymisvinnu. Í hálfa aðra öld hafa hjúkr- unarfræðingar fengist við að koma í veg fyrir þrýstingssár og árið 1859 skrifar Florence Nightingale að þrýstingssár stafi yfirleitt ekki af sjúkdómnum heldur af hjúkruninni. Þrýstingssár eru of algeng á Íslandi og ljóst að gera má bet- ur á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum. Með markvissri notkun klínískra leiðbeininga og forvarnagátlista má draga verulega úr þrýstingssárum. Skilgreining og flokkun þrýstingssára Skilgreining Evrópsku ráðgjafasamtakanna um þrýstings sár (European Pressure Ulcer Advisory Panel (EPUAP)) er eftirfarandi: Þrýstingssár eru staðbundin vefjaskemmd í húð og/eða undirliggjandi vef, oftast yfir útstæðum beinum. Þau orsakast af þrýstingi eða samblandi af þrýstingi og togi. Ýmsir samverkandi þættir, sem ekki eru að fullu skýrðir, hafa áhrif á myndun þrýstingssára (EPUAP/NPUAP, 2009). FORVARNIR GEGN MYNDUN ÞRÝSTINGSSÁRA OG NOTKUN KLÍNÍSKRA LEIÐBEININGA Bylgja Kristófersdóttir TAFLA 1. Flokkun þrýstingssára eftir alvarleika (Landspítali, 2008). Flokkun þrýstingssára Lýsing á þrýstingssárum Stig I Roðablettur á órofinni húð sem ekki hvítnar þegar þrýst er á með fingri. Einnig getur fölvi í húð, hitastigsbreyting, bjúgur og hersli verið merki um þrýstingssár á byrjunarstigi, einkum hjá einstaklingum með dökkan hörundslit. Stig II Vefjaskemmd sem nær inn í eða að leðurhúð. Um er að ræða yfirborðssár sem birtist sem fleiður eða blaðra. Stig III (Fullþykktar)sár með vefjaskemmd eða drepi sem nær niður í undirhúð (subcutis) allt að undirliggjandi bandvefshimnu (fascia) en ekki í gegnum hana. Stig IV Umfangsmikil vefjaskemmd eða drep í vöðvum, beinum og aðliggjandi vefjum, sem getur verið til staðar án þess að húð sé rofin. MYND 1. Flokkun á þrýstingssárum (NPUAP, e.d.).

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.