Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Qupperneq 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Qupperneq 50
50 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Forvarnir gegn myndun þrýstingssára og notkun klínískra leiðbeininga Flokkun þrýstingssára er notuð til þess að lýsa útliti þrýstingssárs á ákveðnum tímapunkti eins og skyndimynd. Það eru fjögur hefðbundin stig (I. II. III og IV) (sjá töflu 1) (Landspítali, 2008). Tilgangurinn með því að flokka þrýstingssár og gefa þeim stig er að hafa viðmið í klínískri vinnu með það að leiðarljósi að finna viðeigandi meðferð og ná góðum árangri (sjá mynd 1) (NPUAP, e.d.). Svæði, sem eru viðkvæm fyrir þrýstingssárum, eru: hnakki, gagnaugu, eyru, herðablöð, axlir, hryggur, olnbogar, spjaldhryggur, rófubein, lærhnúta, setbeinshrjóna (e. ischial tuberosities), hné, ökklar, hælar, jarkar, rist, táberg, tær og öll þau svæði líkamans sem verða fyrir núningi, þrýstingi og togi við athafnir daglegs lífs (Landspítali, 2008). Orsakir þrýstingssára Hin almenna orsök fyrir þrýstingssári er styrkleiki og tímalengd þrýstingsins sem og þol húðarinnar og undir- liggjandi vefja gegn þrýstingnum (Tabloski, 2014). Þrátt fyrir að þrýstingur, sem veldur staðbundinni blóðþurrð til afmarkaðs svæðis, sé ein helsta ástæðan fyrir myndun þrýstingssára þá hefur samspil ýmissa annarra þátta áhrif (Moore og Cowman, 2012). Ytri áhættuþættir, eins og nún- ingur og tog, geta haft mikil áhrif á myndun þrýstingssára (Lahmann o.fl., 2011). Langvarandi heilsufarsvandamál, eins og vannæring, hreyfiskerðing og vitræn skerðing, eru einnig áhættuþættir sem og þvag- og hægðaleki en orsökin fyrir þróun eða myndun þrýstingssárs er alltaf einstaklings- bundin og hinir ýmsu þættir vega misþungt hjá hverjum og einum (Tabloski, 2014). Aldraðir eru í töluverðri hættu fyrir myndun þrýstings sára, oft er aldraður einstaklingur með nokkra undirliggjandi sjúkdóma, skerta hreyfigetu og við bætast ýmsar öldrunarbreytingar sem verða í húðinni. Húðþekjan þynnist, raki er minni, frumuskipting verður hægari og það leiðir til lengri gróanda og meiri sýkingarhættu. Tenging á milli húðþekju og leðurhúðar verður flatari og eykur hættu á afrifum vegna núnings. Leðurhúðin verður þynnri, teygjanleiki verður minni í henni, blóðflæði minnkar og háræðar verða þynnri. Þessar breytingar setja aldraðan einstakling í meiri hættu fyrir myndun þrýstingssára (Tabloski, 2014). Í klínískum leiðbeiningum Landspítala (2008) um þrýstingssár er bent á að orsökum þeirra megi skipta í innri áhættuþætti, sem snerta eiginleika og sjúk- dóma hjá einstaklingnum sjálfum, og ytri áhættuþætti sem geta tengst aðstæðum og meðferð (sjá töflu 2). Algengi þrýstingssára Niðurstöður rannsókna eru á ýmsa lund um hve algeng þrýstingssár eru. Erfitt getur verið að bera saman niður- stöður því misjafnt er hvaða matsæki eru notuð og einnig hvort öll stig þrýstingssára eru tekin með í rannsóknirnar. Í þeim rannsóknum, sem nefndar verða, hefur verið stuðst við mælitæki EPUAP. Mælitæki EPUAP um þrýstingssár, sem notað hefur verið við rannsóknir til að mæla hve algeng þrýstingssár eru, var útbúið af sérfræðingum innan EPUAP. Þetta mælitæki inniheldur: bakgrunnsbreytur, sex áhættuþætti Bradenkvarðans, skoðun á húð og forvarnir. Með notkun á þessu mælitæki er vonast til að auðveldara verði að bera saman niðurstöður rannsókna (Vanderwee o.fl., 2007). Í rannsókn, sem gerð var á Landspítala 2008, reyndust 21,5% sjúklinga með þrýstingssár (Guðrún Sigurjónsdóttir, Ásta St. Thoroddsen og Árún K. Sigurðardóttir, 2011) en samanburðarrannsókn frá 2013 sýndi að þá voru 19,4% sjúklinga með þrýstingssár (Guðrún Sigurjónsdóttir, 2013) eða minnkun um 2,1%. Niðurstöður rannsóknar, sem gerð var á sjúkrahúsum í fimm Evrópulöndum, sýndi að algengi þrýstingssára var 18,1%. Ef skoðað er hvert land fyrir sig reyndist algengi þrýstingssára á Ítalíu 8,3%, í Portúgal 12,5%, í Belgíu 21,1%, í Bretlandi 21,9%, í Svíþjóð 23% (Vanderwee o.fl., 2007) og niðurstöður úr norskri rannsókn á sex sjúkrahúsum sýna 18,2% algengi þrýstingssára (Bredesen o.fl., 2015). Samkvæmt tölum úr interRAI mati á hjúkrunar- heimilum á Íslandi hrjá þrýstingssár 8,6% íbúa (Velferðarráðuneytið, 2015). Í rannsókn, sem gerð var á hjúkrunarheimilum á Írlandi, höfðu 9% íbúa þrýstingssár (Moore og Cowman, 2012) og í belgískri rannsókn, sem framkvæmd var á hjúkrunarheimilum, voru 14,1% íbúa með slík sár (Demarre o.fl., 2012). Þrýstingssárum fjölgar mjög hjá einstaklingum í TAFLA 2. Áhættuþættir þrýstingssára (Landspítali, 2008). Innri áhættuþættir Ytri áhættuþættir Hár aldur Þrýstingur Hreyfiskerðing Núningur Skert skyntilfinning Tog Skert meðvitund Lyf Bráð veikindi Raki á húð Næring undir lágmarksþörf Yfirborð sem legið eða setið er á Vökvainntekt undir lágmarksþörf Þvag- og hægðaleki Fyrri þrýstingssár Æðasjúkdómar Alvarleg langvarandi veikindi eða dauðvona Verkir Ósjálfráðar hreyfingar Legustellingar og kreppur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.