Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 65

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 65
65 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Fræðsla og gerð fræðsluefnis fyrir eldra fólk spurninga. Best er að tala rólega, orðalag þarf að vera almennt svo allir skilji, og hjálplegt er að teikna eða sýna skýringarmyndir. Það að sjá mynd hjálpar til við að muna það sem verið er að kenna. Best er að fræðsluefnið sé ekki of víðtækt, kenna bara um afmarkaða hluti og í stuttan tíma í senn. Einnig reynist vel að nota svokallaða „teach back“-aðferð við kennsluna og biðja áheyrandann að endurtaka útskýringarnar. Þannig má leiðrétta ef einhver misskilningur á sér stað og þetta festir einnig efnið betur í minni (Tamura-Lis, 2013). Jafnframt munnlegri fræðslu er mikilvægt að láta einstaklinginn einnig hafa fræðsluefnið á pappír. Meiri líkur eru á að hann tileinki sér efnið ef hann fær bæði munnlega fræðslu og fræðsluefni á prenti (Hill og Bird, 2003; Euro Med Info, 2016). Þó þarf að gæta þess að laga fræðslubæklinga að þörfum viðkomandi sjúklingahópa en ef það er gert hefur árangur af fræðslunni reynst mun meiri og komið fram í aukinni þekkingu, jákvæðara viðhorfi og betri meðferðarheldni (Adepu og Swamy, 2012). Fræðsluefni á prenti Fræðsluefni á prenti þarf að vera skrifað á þann hátt að það sé skiljanlegt einstaklingnum, hvorki of barnalegt né of háfleygt. Textinn þarf að vera á mannamáli með einföldu og skýru orðalagi og best er að forðast fagmál (Williams o.fl., 2016). Byrja skal á aðalatriðunum og skipta textanum niður í stuttar málsgreinar og aðeins nefna 3-5 áhersluatriði. Leggja má áherslu á aðalatriði með því að setja fram spurningar í textanum. Einnig getur verið gott að útskýra upplýsingar með dæmisögum og mikilvægustu atriðin er gott að endurtaka nokkrum sinnum í textanum. Gott er að nota myndir til skýringar og áherslu en hvorki mega það vera flóknar myndir eða línurit (National Institute on Aging, 2008). Útlit og uppsetning á texta Leturgerð, sem notuð er í texta, skiptir máli þegar hugað er að læsilegum texta fyrir eldra fólk. Reynst hefur best að nota leturtegund sem kallast broddstafir (serif) en þeir stafir hafa nokkurs konar línu eða grannt strik neðst á stafnum sem gefur til kynna línu undir stöfunum. Slíkir stafir eru í leturgerðunum Times New Roman og Georgia. Broddlausir stafir (san-serif) eru hins vegar ekki eins læsilegir fyrir eldra fólk en það letur er samt einfaldara og með jafnbreiðum stöfum. Þetta eru til dæmis leturgerðir- nar Arial og Calibri. Mismunur þessara leturgerða má sjá á mynd 1 (National Institute on Aging, 2008). MYND 1. Mismunandi leturgerðir: broddstafir (serif) og broddlausir stafir (sans-serif) Broddstafir Broddlausir stafir Times New Roman Arial Georgia Calibri Mælt er með að nota 12-14 punkta stærð á stöfum eða jafnvel stærra og tvöfalt línubil. Gott er einnig að hafa hvít svæði á milli efnisgreina eða kafla til að hvíla augað og jafna textann til vinstri. Sé texti jafnaður til beggja hliða verður ójafnt bil á milli orða og það getur gert textann erfiðari aflestrar. Takmarka skal notkun skáleturs, feitleturs og undirstrikaðs leturs og varast skal að nota eingöngu hástafi því þannig texta er erfiðara að lesa. Séu notaðar myndir skal hafa þær alveg aðgreindar frá textanum því að textinn verður ruglingslegur ef hann er vafinn utan um myndina eins og sýnt er á mynd 2. Einnig er mælt með að bil á milli stafa sé eðlilegt, stafir séu hvorki of þéttir né of dreifðir, eins og sýnt er á mynd 3 (National Institute on Aging, 2008). MYND 2. Myndir, sem settar eru inn í texta, gera hann erfiðari aflestrar. MYND 3. Mismundi bil á milli stafa, þ.e. eðlilegt bil, þétt eða dreift. Eðlilegt bil á milli stafa Bil á milli stafa mjög lítið eða þétt M i k i ð b i l á m i l l i s t a f a e ð a d r e i f t Litaskyn breytist með hækkandi aldri og hæfni til að greina á milli þéttleika lita eða „contrasts“ minnkar. Þannig veður erfiðara að greina á milli dökkblás litar og milliblás litar. Forðist að nota gula, bláa og græna liti nálægt hverjum öðrum því að erfitt getur verið fyrir eldra fólk að greina á milli þeirra lita. Best er að hafa dökkt letur á ljósum grunni en ekki svo dæmi sé tekið grátt letur á gráum grunni, slíkt getur orðið mjög erfitt aflestrar. Einnig er hægt að gera texta læsilegri ef honum er skipt í dálka því of langar línur geta valdið erfiðleikum sem og ef orðum er skipt á milli lína. Best er að nota pappír sem ekki glansar því glampi af glansandi pappír truflar sjón þeirra sem eldri eru. Að lokum er gott að fá eldri einstakling til að lesa efnið yfir til að fá ábendingar um það sem hugsan- lega truflar eða skilst ekki. Bæði fræðsla og fræðsluefni um heilsutengd málefni eru mikilvægir þættir í öldrunarþjónustu og eru hjúkrunar- fræðingar oft í lykilhlutverki við að miðla þekkingu til skjólstæðinga. Séu hjúkrunarfræðingar og aðrir sem veita fræðslu meðvitaðir um mikilvægi þess að sinna sérstökum þörfum skjólstæðinganna hvað varðar framsetningu fræðsluefnis eru meiri líkur á að fræðslan nái markmiði sínu. Hvort sem um er að ræða eldra fólk eða aðra hópa sem verið er að fræða er mikilvægt að mæta einstakling- num þar sem hann er og taka tillit til þarfa hans.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.