Gríma - 24.10.1932, Page 8

Gríma - 24.10.1932, Page 8
6 ÞÁTTUR AF HALLDÓRI KRÖYER 4. Flakk Halldórs. Oftast mun Halldór hafa talið sig til heimilis á Helgastöðum hjá séra Jörgen bróður sínum, en víða fór hann um sveitir, og þótti mönnum hann góður gestur hvar sem hann kom, að öðru en lúsinni. Kunni hann frá mörgu að segja, en til lengdar vildu flestir ógjarnan hafa hann, vegna óþrifnaðarins. Mjög þjáði lúsaóþrifnaðurinn Halldór. Víða, þar sem hann kom og þekkti húsfreyjur, sagði hann: »Má ég ekki biðja yður, kona góð, að láta verka af mér varginn«. Gerðu flestar það, þótt óþrifaverk þætti vera í meira lagi, Halldóri aðeins stundarfró- un og óþrifin kæmu jafnóðum aftur. Eitt sinn kom Margrét móðir Páls hreppstjóra á Austaralandi í Axarfirði út snemma morguns og gekk fyrir fjárhúsdyr þar í túninu. Sá hún þá Hall- dór Kröyer standa nakinn þar inni og var hann að sópa úr fötum sínum. Þegar hann verður konunnar var, segir hann: »Ég er friðlaus maður«. Víða var Halldór fenginn til að kenna börnum, og þótti lipur kennari. Lagamaður þótti hann góður; leituðu margir lögfræðisaðstoðar hans og þótti vel gefast. Frábitinn var Halldór líkamlegri vinnu og henni óvanur. Var hann því latur talinn. Illa var honum við, er menn báðu hann vinna ýmis smávik, þar sem hann kom á bæi, en gerði þau þó oftast. Getið er þess, að einstöku sinnum hafi konur beðið hann, þar sem hann gisti, að taka snjó af gluggum; reif hann snjóinn þá svo harkaralega af gluggunum, að þær óttuðust að hann bryti þá, og mælti hann þá jafnan: »Nú, nú! Ætli það sjái nú til«. Eitt sinn bað frú Kristjana á Helgastöðum, kona séra Jörgens, Halldór

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.