Gríma - 24.10.1932, Síða 8

Gríma - 24.10.1932, Síða 8
6 ÞÁTTUR AF HALLDÓRI KRÖYER 4. Flakk Halldórs. Oftast mun Halldór hafa talið sig til heimilis á Helgastöðum hjá séra Jörgen bróður sínum, en víða fór hann um sveitir, og þótti mönnum hann góður gestur hvar sem hann kom, að öðru en lúsinni. Kunni hann frá mörgu að segja, en til lengdar vildu flestir ógjarnan hafa hann, vegna óþrifnaðarins. Mjög þjáði lúsaóþrifnaðurinn Halldór. Víða, þar sem hann kom og þekkti húsfreyjur, sagði hann: »Má ég ekki biðja yður, kona góð, að láta verka af mér varginn«. Gerðu flestar það, þótt óþrifaverk þætti vera í meira lagi, Halldóri aðeins stundarfró- un og óþrifin kæmu jafnóðum aftur. Eitt sinn kom Margrét móðir Páls hreppstjóra á Austaralandi í Axarfirði út snemma morguns og gekk fyrir fjárhúsdyr þar í túninu. Sá hún þá Hall- dór Kröyer standa nakinn þar inni og var hann að sópa úr fötum sínum. Þegar hann verður konunnar var, segir hann: »Ég er friðlaus maður«. Víða var Halldór fenginn til að kenna börnum, og þótti lipur kennari. Lagamaður þótti hann góður; leituðu margir lögfræðisaðstoðar hans og þótti vel gefast. Frábitinn var Halldór líkamlegri vinnu og henni óvanur. Var hann því latur talinn. Illa var honum við, er menn báðu hann vinna ýmis smávik, þar sem hann kom á bæi, en gerði þau þó oftast. Getið er þess, að einstöku sinnum hafi konur beðið hann, þar sem hann gisti, að taka snjó af gluggum; reif hann snjóinn þá svo harkaralega af gluggunum, að þær óttuðust að hann bryti þá, og mælti hann þá jafnan: »Nú, nú! Ætli það sjái nú til«. Eitt sinn bað frú Kristjana á Helgastöðum, kona séra Jörgens, Halldór
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.