Gríma - 24.10.1932, Side 9

Gríma - 24.10.1932, Side 9
ÞÁTTUR AF HALLDÓRI KRÖYER 7 að fara fram á þinghúsloft og taka mús og drepa, sem hún hefði þar orðið vör við niðri í mjöltunnu. Þótti Halldóri þetta lítið sómaverk, fór þó, tók hrúts- horn, náði músinni og sló hana til dauða með horn- inu þar á loftsgólfinu; lét hann svo hvert höggið af öðru ríða á músarskrokkinn og sagði við hvert högg: »Nú, nú! Ætli hún sé nú dauð?« Sást ekki annað eft- ir af músinni en drefjar einar. Eftir því sem leið á æfi Halldórs, þá ágerðist flakk hans, en allstaðar viku menn góðu að honum og kenndu í brjósti um hann, og gaman þótti mönnum að mörgum stóryrðum hans. Eitt sinn kom hann á bæ nokkurn og var boðið inn. Var honum borin súpa í aski og byrjaði hann að borða. Mun hann hafa ver- ið orðinn matlystugur eftir göngu, en þótti súpan þunn. Þegar hann hefur borðað nokkuð úr askinum, verður hann þess var, að það er ketbiti á botninum og segir þá um leið: »Þetta kom mér andskoti vel, matur niðri í!« Önnur saga, svipuð þessari, er sögð af Kröyer. Kom hann að Miklagarði í Eyjafirði til Ketils bónda Sigurðssonar og var gefinn þykkur hrísgrjónagraut- ur í skál að borða, en þá voru hrísgrjón nýlega far- in að flytjast. Át karl nokkra spæni, smjattaði á- nægjulega og kallaði upp: »Andskoti er grauturinn góður! Þeir gefast ekki þar fyrir norðan, þeir djöfl- ar«. Þegar hann var kominn niður í miðja skál, rak hann spóninn í slátursneið, er var niðri í grautnum, varð alveg forviða og mælti: »Nei, hver andskotinn, hér er þá matur niðri í!«

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.