Gríma - 24.10.1932, Page 16

Gríma - 24.10.1932, Page 16
14 ÞÁTTUR AF JÓHANNESI STERKA hann þá ekki leggja af stað aftur og varð ekki af utanförinni. Eftir það bjó hann á Skáldstöðum í mörg ár. Var hann talinn hraustmenni hið mesta. Hagyrðingur var hann góður, en flest mun nú týnt, er hann orti. — Eitt sinn féll skriða á túnið nálægt bænum á Skáldstöðum ; þá gerði Jóhann vísu þessa: Á Skáldstöðum væri skemmtilegt að búa, ef þar væri ekki hætt öllu, sem að lífs er fætt. Eitt vor kom hann prestlambi í rekstur til sókn- arprests síns á eldadegi; skrifaði hann vísu þessa á spjald, sem hann festi á milli horna gemlingsins: Á Skáldstöðum eg hef dvalið alla þessa vetrartíð; mig hefur Jóhann illa alið. úti er loksins þetta stríð. 2. Frá Jóhannesi sterka. Dóttir Jóhanns á Skáldstöðum hét Helga. Hún giftist manni þeim, er Jóhannes hét, Jónsson, Magn- ússonar, er bjó í Kálfagerði í móðuharðindunum. Sonur þeirra, Jóhannes, sem kallaður var hinn sterki, var fæddur á Möðruvöllum í Eyjafirði 16. nóv. 1834. ólst hann upp með foreldrum sínum, þar til er faðir hans lézt, en Helga móðir hans giftist eftir það Sveini Jónssyni og bjuggu þau síðar í Hvassafelli. Mun Jóhannes hafa verið hjá þeim fram á fullorð- insár, því að þar var hann talinn til heimilis, þegar hann kvæntist konu sinni, Kristínu Benjamínsdótt- ur, haustið 1868. Skömmu síðar mun hann hafa byrjað búskap á DVergsstöðum í Grundarsókn, en fluttist þaðan að Stekkjarflötum í Saurbæjarhreppi á árunum 1874—80. Bjó hann þar til ársins 1892. Þá

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.