Gríma - 24.10.1932, Page 17
ÞÁTTUR AF JÓHANNESI STERKA
15
flutti hann að Hrísum og var þar á vegum bróður
síns, Jóns í Hleiðargarði, er þá hafði hálfa Hrísa
með. Þar andaðist Kristín kona Jóhannesar sumarið
1897.
Jóhannes var mikill vexti sem afi hans, þrekvax-
inn, mikill um herðar og þykkur undir hönd; háls-
inn stuttur og mjög digur. Fremur þótti hann þung-
ur til vinnu, en margra ígildi, þegar hann lagði hönd
að verki. Formenn á hákarlaskipum kepptust um að
fá hann, því að hann var sjómaður góður og óbilandi
til allra harðræða. Á yngri árum var hann mörg vor
í hákarlalegum og sjóróðrum á ýmsum stöðum við
Eyjafjörð.
Jóhannes var maður dagfarsgóður og hæglátur, en
skapmaður var hann mikill, þótt hann jafnan stillti
sig vel. — Fátækur var hann alla æfi og heimilis-
ástæður hans því oft erfiðar.
Fara hér á eftir nokkrar sagnir af Jóhannesi; eru
sumar þeirra ritaðar eftir sjálfs hans sögn, en aðr-
ar hafðar eftir kunnugum mönnum.
3. Yiðureign við Flandra.
Eitt vor var Jóhannes við sjóróðra á Hjalteyri.
Lágu þar Flandrar á skútu rétt upp við land. Á eyr-
inni var staddur Vigfús Gíslason, sem síðar bjó lengi
í Samkomugerði í Eyjafirði (f 1897); hann var son-
ur séra Gísla í Vesturhópshólum og Ragnheiðar Vig-
fúsdóttur Thórarensens, en bræður Vigfúsar voru
þeir Árni sýslumaður í Skaftafellssýslu, séra Skúli á
Breiðabólstað og Gísli, seinni maður Skáld-Rósu. Var
Vigfús nokkuð drukkinn, enda var hann fremur öl-
kær alla æfi; vildi hann endilega fara fram í dugg-
una til þess að fá vín hjá Flöndrum, en sjómenn