Gríma - 24.10.1932, Page 26

Gríma - 24.10.1932, Page 26
24 ÞÁTTUR AF JÓHANNESI STERKA þar hjá í hóp og hlógu dátt að aðförum Bjarna. Rauk hann að þeim með skömmum og fúkyrðum. Gekk þá fram einn af Skagfirðingum, mikill maður og þrek- inn, þreif til Bjarna og rak hann niður fall mikið; lét hann kné fylgja kviði og fór illa með hann. Æpti Bjarni þá og hét til fulltingis sér á sveitunga sína, sem þar voru við sláturstörf. Var Jóhannes sterki einn meðal þeirra. Kom hik á menn og litu allir til Jóhannesar, en hann snaraðist þangað sem viður- eignin stóð. Hlupu þá Skagfirðingar til og vildu hefta för hans, en Jóhannes skaut þeim frá til beggja hliða, þreif síðan til þess, sem ofan á Bjarna lá og hnykkti honum til sín, svo að Bjarni varð laus. Bað Jóhannes Skagfirðinginn að gæta þess, sem hann gerði og væri ómannlegt að níðast á lítilmagna. Brást Skagfirðingurinn reiður við og kvað engan hafa gerzt svo djarfan fyrr að leggja hendur á sig, en að þá væri illa komið ætt Hrólfs sterka,*) ef hann gæti ekki rétt sinn hlut. Réðist hann þegar á Jóhann- es; var hann viðbúinn og tók heldur sterklega á móti. Urðu þar skjót umskifti, því að Jóhannes þreif Skag- firðinginn á loft, hljóp með hann nokkurn spöl og steypti honum á höfuðið ofan í ámu mikla, er stóð þar skammt frá. Gekk hann siðan til sveitunga sinna og hélt áfram slátruninni eins og ekkert hefði í skor- izt. 10. Ætilok Jóhannesar og getið ættingja hans. Þess er áður getið, að Jóhannes missti Kristinu konu sína á Hrísum árið 1897. Skömmu síðar varð hann þur*famaður og var á ýmsum bæjum í Saurbæj- *) Hér mun vera átt við Hrólf lögréttumann, sem bjó á Álf- geirsvöllum í Skagafirði á seinni hluta 16. aldar.

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.