Gríma - 24.10.1932, Side 27
ÞÁTTUR AF JÓHANNESI STERKA
26
arhreppi, þar sem sveitarstjórn kom honum fyrir,
en mörg síðustu árin var hann i Hleiðargarði og þar
dó hann. Missti hann sjónina og var blindur yfir
tuttugu ár. Að kvöldi þess 4. desember 1923 var
hann hress og lagðist til hvíldar eins og hann var
vanur; en um morguninn, er hans var vitjað, var
hann látinn.
Bróðir Jóhannesar sterka var Jón, er lengi bjó í
Hleiðargarði. Kona hans var Sigriður ólafsdóttir;
var ólafur faðir hennar frá Rauðhúsum, kominn af
ætt Rauðhúsa-ólafs, sem margt fólk er út af komið.
Sonur Jóns er Hannes, sem nú býr í Hleiðargarði og
þátt þenna hefur ritað. — Annar bróðir Jóhannesar
var Jóhann, er var á ýmsum stöðum í Eyjafirði og
Skagafirði. Dóttir hans var Helga, kona Hallgríms
í Úlfsstaðakoti í Skagafirði. Þeirra son er Árni, sem
nú er ritstjóri »Iðunnar«. Synir Jóhanns hétu Jó-
hannes og Sveinn. — Sigríður hét systir Jóhannesar
og er hennar getið hér að framan. Átti hún þann
mann, er Sigurður hét Sigurðsson. Eru þeirra börn,
sem nú eru á lífi: ólína húsfreyja í Árgerði, gift
Hannesi Jónssyni bónda og Þórunn, símamær á
Sauðárkróki.
3.
Frá Hvanndaia-Árna.
(Eftir handriti Péturs H. Ásgrímssonar. Sögn Páls Árna-
sonar á Siglufirði 1906).
Vestan megin Eyjafjarðar, á nesinu milli ólafs-
fjarðar og Héðinsfjarðar, er nokkurt graslendi upp
frá sjónum. Þar stóð áður bærinn Hvanndalir uppi á