Gríma - 24.10.1932, Page 29
FEÁ HVANNDALA-ÁRNA
27
losa sig, en tókst það þó að lokum; var fóturinn all-
ur laskaður og marinn. En þrátt fyrir þetta slys
komst Árni klaklaust heim til sín með grjónahálf-
tunnu, kornhálftunnu og eitthvað fleira smávegis.
Gekk honum erfiðlega að bjarga byttunni í lending-
unni, og svo sagði hann síðar, að oft hefði sér legið
á liði Gunnu sinnar, en aldrei eins og þá.
Einhverju sinni var Árni að gorta af kröftum sín-
um og sagði þá meðal annars, að enginn væri sá
þjófur, sem eigi bæri 24 fjórðunga í byggð, en 18
fjórðunga yfir fjöll!
Einn vetur voru ísalög svo mikil, að gengt var á ís
frá Hvanndölum til Sigluness. Átti Árni erindi út
þangað og fór leiðar sinnar yfir ísinn. Þegar hann
var kominn fyrir miðjan Héðinsfjörð, sá hann hvar
stórt rauðkinnótt bjarndýr lá á skör með sel í
hrömmunum. Langaði Árna mjög til að ná í selinn,
en af því að hann hafði engar aðrar verjur en veik-
an broddstaf, þóttist hann sjá fram á, að hann mundi
lúta í lægra haldi fyrir birninum, ef þeir ættust við.
Það hafði Árni heyrt, að sá maður, sem gæti yfir-
unnið björn í hljóðum, ræki hann um leið frá bráð
sinni, og af því að karl var raddmaður mikill, hugð-
ist hann að freista þessa ráðs. Læddist hann nálægt
birninum, faldi sig bak við ísjaka og tók að hljóða í
ákafa. Tók björninn þegar undir og hljóðaði í móti,
en þá herti Árni á hljóðunum svo sem hann gat, þar
til er björninn fældist, yfirgaf selinn og hljóp út eft-
ir ísnum. Árni var þá ekki seinn á sér, tók selinn, bar
hann í land og gróf hann í fönn hjá Reyðará, sem
var eyðikot undir Siglunesdal; hélt hann svo ferð
sinni áfram út á Siglunes og lauk þar erindum sín-
um. Á heimleiðinni tók hann selinn á bak sér og