Gríma - 24.10.1932, Qupperneq 29

Gríma - 24.10.1932, Qupperneq 29
FEÁ HVANNDALA-ÁRNA 27 losa sig, en tókst það þó að lokum; var fóturinn all- ur laskaður og marinn. En þrátt fyrir þetta slys komst Árni klaklaust heim til sín með grjónahálf- tunnu, kornhálftunnu og eitthvað fleira smávegis. Gekk honum erfiðlega að bjarga byttunni í lending- unni, og svo sagði hann síðar, að oft hefði sér legið á liði Gunnu sinnar, en aldrei eins og þá. Einhverju sinni var Árni að gorta af kröftum sín- um og sagði þá meðal annars, að enginn væri sá þjófur, sem eigi bæri 24 fjórðunga í byggð, en 18 fjórðunga yfir fjöll! Einn vetur voru ísalög svo mikil, að gengt var á ís frá Hvanndölum til Sigluness. Átti Árni erindi út þangað og fór leiðar sinnar yfir ísinn. Þegar hann var kominn fyrir miðjan Héðinsfjörð, sá hann hvar stórt rauðkinnótt bjarndýr lá á skör með sel í hrömmunum. Langaði Árna mjög til að ná í selinn, en af því að hann hafði engar aðrar verjur en veik- an broddstaf, þóttist hann sjá fram á, að hann mundi lúta í lægra haldi fyrir birninum, ef þeir ættust við. Það hafði Árni heyrt, að sá maður, sem gæti yfir- unnið björn í hljóðum, ræki hann um leið frá bráð sinni, og af því að karl var raddmaður mikill, hugð- ist hann að freista þessa ráðs. Læddist hann nálægt birninum, faldi sig bak við ísjaka og tók að hljóða í ákafa. Tók björninn þegar undir og hljóðaði í móti, en þá herti Árni á hljóðunum svo sem hann gat, þar til er björninn fældist, yfirgaf selinn og hljóp út eft- ir ísnum. Árni var þá ekki seinn á sér, tók selinn, bar hann í land og gróf hann í fönn hjá Reyðará, sem var eyðikot undir Siglunesdal; hélt hann svo ferð sinni áfram út á Siglunes og lauk þar erindum sín- um. Á heimleiðinni tók hann selinn á bak sér og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Gríma

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.